Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 VIÐTAL Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Í ljósi þess hvernig fyrirkomulag valdframsals vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hefur þróast er það fyrirkomulag nú ekki talið standast þær forsendur sem byggt var á þegar valdframsal vegna samningsins var talið sam- rýmast íslensku stjórnarskránni. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í lokaritgerð Alexöndru Bjark- ar Adebyi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík (HR), sem ber yfirskrift- ina „Fyrirkomulag valdframsals vegna EES-samningsins“. Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild HR, leiðbeindi við skrifin. „Ég var aðeins byrjuð að rann- saka og safna að mér heimildum haustið 2017 þegar ég fékk hug- myndina að ritgerðarefninu. Síðan vann ég ritgerðina núna í vor og skil- aði henni um miðjan maí 2018,“ segir Alexandra Björk í svari við skriflegri fyrirspurn Morgunblaðsins. - Hvers vegna valdirðu þetta við- fangsefni sem lokaritgerð? „Ég fékk mikinn áhuga á Evrópu- og stjórnskipunarrétti í laganáminu í HR. Í fyrra var ég annars vegar í áfanga um lagasetningu og hins veg- ar um upptöku og innleiðingu EES- réttar á Íslandi. Út frá námsefninu fékk ég þá hugmynd að skrifa um hvernig fyrirkomulagi valdframsals hefur verið háttað með hliðsjón af stjórnarskránni. Mér finnst þetta sérstaklega merkilegt efni, þar sem enginn alþjóðasamningur hefur haft jafn mikil áhrif á íslenskt réttarfar og EES-samningurinn, en hann veitir Íslandi einstakt tækifæri og aðgang að innri markaði Evrópu- sambandsins (ESB).“ Vaxandi áhyggjur fræðimanna - Hverjar eru helstu forsendur ritgerðarinnar? „Ég lagði í raun upp með að skoða EES-samninginn frá upphafi og þær forsendur sem lágu að baki því að EFTA-ríkin samþykktu samn- inginn og einnig þær forsendur og þá túlkun stjórnarskrárinnar sem Al- þingi byggði á þegar lögin um EES voru samþykkt – en samningnum var ekki ætlað að vera yfirþjóðlegs eðlis með sama hætti og ESB. Með hlið- sjón af því leitaðist ég eftir því að skoða hvernig fyrirkomulagi vegna valdframsals hefur verið háttað þeg- ar EES-löggjöf hefur leitt til stjórn- skipulegra álitamála. Mig langaði í raun að draga skýrt fram hvort fyrri forsendur stæðust, en það skiptir máli að svona stór og mikilvægur samningur byggi á traustum stoð- um.“ - Hverjar eru helstu niðurstöður lokaritgerðarinnar? „Helst þær að samningurinn ber í dag mörg einkenni þess að vera yfirþjóðlegs eðlis. Þær forsendur og þau sjónarmið sem byggt var á þeg- ar valdframsal vegna EES- samningsins var talið samrýmast stjórnarskránni verða að teljast matskennd og mörkin á túlkun stjórnarskrárinnar óljós. Þegar skoðað er hvernig fyrirkomulag valdframsals vegna EES-samnings- ins hefur þróast verður hann ekki talinn standast þær forsendur sem byggt var á þegar valdframsal vegna samningsins var talið sam- rýmast stjórnarskránni. Fræðimenn hafa m.a. haft uppi varúðarorð um þróunina og hefur þeim fjölgað í gegnum tíðina.“ - Hver er að þínu mati áhugaverð- asta niðurstaðan? „Það vakti athygli mína hvernig tekist hefur verið á við stjórn- skipuleg álitamál hér á landi í samanburði við Noreg, sem virðist leitast eftir því í frekara mæli að byggja valdframsal vegna EES- samningsins á lögfestum réttar- heimildum norsku stjórnarskrár- innar.“ Stjórnskipuleg stoð ótraust - Telurðu að þér hafi tekist að draga fram mikilvæg álitaefni varð- andi framsal valds og stjórnskipun? „Já, ég tel ritgerðina draga sam- an öll helstu sjónarmið og álitamál varðandi framkvæmd EES- samningsins allt frá árinu 1992 með hliðsjón af Stjórnarskrá Íslands, og hvernig fyrirkomulag valdframsals vegna hans er háttað, þegar löggjöf sem leiðir af EES-samningnum vek- ur stjórnskipulegar spurningar.“ - Varðstu einhvers fleira vísari sem vert væri að greina frá? „Helst er það hversu mikla hags- muni Ísland hefur af því EES- samningnum sé fundin traust stjórnskipuleg stoð. Án þess erum við að takast á við síendurtekin stjórnskipuleg vandamál við upp- töku og innleiðingu á EES-löggjöf.“ Ritgerðin er lokuð fram að næstu áramótum, þar sem hún er m.a. unnin upp úr gögnum frá utanrík- isráðuneytinu, sem ekki höfðu verið birt við skil á ritgerðinni. Forsenda valdframsals breytt  Vísbending um að fyrirkomulag valdframsals byggðs á EES-samningnum sé að þróast í að verða yfirþjóðlegt  Ekki lengur talið samrýmast stjórnarskrá  Lokaritgerð Alexöndru Bjarkar Adebyi Ritgerð Alexandra skrifaði um álitamál vegna valdframsals á grundvelli EES-samningsins. Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 31 ríkis í Evrópu sem komið var á með EES-samningnum sem tók formlega gildi 1. janúar 1994, en lög um EES voru samþykkt á Alþingi 12. janúar 1993. Að- ild að EES á ESB auk aðildarríkjanna 28, og EFTA-ríkin þrjú utan Sviss, sem hafnaði aðild að samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. EES- samningurinn veitir EFTA-ríkjunum Íslandi, Liechtenstein og Noregi að- gang að innri markaði ESB án þess að þau þurfi að gerast fullgildir með- limir í sambandinu. Fjórfrelsið gildir á öllu svæðinu, en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameigin- legan vinnumarkað. Að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl. Fjórfrelsið án aðildar að ESB EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ VERÐUR BRÁÐUM 25 ÁRA Skrán ing og a l l a r upp lýs ingar á www.nbk2018. is Forráðstefna – 20 ára afmæl i ís lenska Barnahússins NBK 2018 - Opnunarávarp Próf. E i leen Munro Áhugaverðir aðal fyr i r lesarar frá Norður löndunum Miki lvægar málstofur á ensku og skandinav ísku > Ráðstefnupartý með „The Whales of Iceland“ Hvernig getum við tryggt gæði og stuðlað að jafnrétti í barnavernd? Norrænráðstefna umvelferðbarna 5 . – 7. september 2018 H a r p a t ó n l i s t a r - o g r á ð s t e f n u h ú s R e y k j a v í k Nýttu tækifærið til að kynnast því nýjasta fráNorðurlöndunum í velferðarmálumbarna. Haltumeð okkur uppá tuttugu ára afmæli íslenskaBarnahússins. Hlustaðu á áhugaverða fyrirlestra frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, FæreyjumogEnglandi. Taktu þátt í málstofumþar semgefinn er tími til umræðna og skoðanaskipta. Njóttu þess að borða góðanmat og hitta fólk á skemmtilegumstað. Skráðu þig núna áNorræna ráðstefnu umvelferð barna. Allir fyrirlestrar og flestar málstofur verða á ensku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.