Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018
„Tengsl Íslands og Svíþjóðar eru
sterk og norrænu gildin eru
grundvöllur náins samstarfs á al-
þjóðavettvangi,“ er haft eftir Guð-
laugi Þór Þórðarsyni utanríkis-
ráðherra á vefsíðu utanríkisráðu-
neytisins eftir fund hans í gær
með Ann Linde, utanríkisvið-
skipta- og Evrópumálaráðherra
Svíþjóðar.
Í gærmorgun opnuðu ráðherr-
arnir nýja lágvarmavirkjun á Flúð-
um og sagði Guðlaugur Þór að
virkjunin væri dæmi um að tæki-
færi til aukinna viðskipta á milli
ríkjanna tveggja væru mikil.
Ráðherrarnir ræddu einnig
stöðu alþjóðaviðskipta, Evrópu-
samstarf, útgöngu Breta úr ESB
og samstarf Norðurlanda.
Lágvarmavirkjunin er í landi
Kópsvatns í Hrunamannahreppi og
byggist á nýrri sænskri tækni.
Verkefnið er samstarf Varmaorku
og sænska fyrirtækisins Climeon
sem framleiðir búnað til virkjunar
lághitasvæða sem áður var ekki
hægt að nýta til orkuframleiðslu.
Stefnt er á að opna 20 slíkar virkj-
anir.
Guðlaugur Þór og
Ann Linde funduðu
Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
Ráðherrar Ann Linde og Guðlaugur Þór Þórðarson. Á milli þeirra stendur Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar.
Stefna að 20 lágvarmavirkjunum
Með því að tak-
marka aðgengi
nýrra sérfræði-
lækna að ramm-
samningi Sjúkra-
trygginga
Íslands, líkt og
heilbrigðisráðu-
neytið hefur gert,
mun skapast tvö-
falt heilbrigð-
iskerfi hér á landi
og auka þörf landsmanna á einka-
sjúkratryggingum. Þetta er á meðal
þess sem kemur fram í yfirlýsingu
frá Læknafélagi Reykjavíkur.
Nú hafi 17 læknum í 13 sér-
greinum verið meinuð aðild að
rammasamningi Sjúkratrygginga
Íslands (SÍ) og Læknafélags Reykja-
víkur (LR). Í að minnsta kosti 9 þess-
ara sérgreina sé mikill skortur á sér-
fræðilæknum og löng bið fyrir
sjúklinga. Við þær aðstæður sem
ráðuneytið hafi nú skapað með
gjörðum sínum neyðist þeir sér-
fræðilæknar, sem ekki fá aðgang að
rammasamningnum, til að hefja
sjúklingamóttöku. Sjúklingarnir
greiði þá allan kostnað og þurfi síð-
an að láta reyna á sjúkratryggingu
sína og endurgreiðslur frá SÍ.
Verið að skapa tvö-
falt heilbrigðiskerfi
segir í yfirlýsingu LR
Reynir
Arngrímsson
Íslensk stjórnvöld hafa uppfært
vefsvæðið fisheries.is en hann
hefur að geyma upplýsingar um
íslenskan sjávarútveg. Í tilkynn-
ingu frá atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytinu segir að ábyrg
og sjálfbær nýting auðlinda hafs-
ins sé hornsteinn í stefnu stjórn-
valda í sjávarútvegsmálum. Mark-
miðið með vefnum er sagt að sýna
fram á að Íslendingar verðskuldi
traust í sjávarútvegsmálum og að
aflareglur fyrir alla helstu nytja-
stofna og yfirlýsing stjórnvalda
um ábyrgar fiskveiðar sé grunn-
urinn að því trausti.
Vefnum er skipt upp í sex efn-
isflokka, þann er fjallar um
stjórnun fiskveiða, annan sem
fjallar um helstu fisktegundir, í
þriðja lagi kafla um alþjóðlegt
samstarf, fjórða sem fjallar um
fiskvinnslu, fimmta sem fjallar
um fiskeldi og sá sjötti og síðasti
hefur að geyma söguágrip ís-
lensks sjávarútvegs.
Uppfæra vef um ís-
lenskan sjávarútveg
Morgunblaðið/RAX
Sjávarfang Stjórnvöld vilja kynna
sjávarútveginn íslenska erlendis.
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
Taugatrekkjandi sálfræðitryllir sem
grípur lesandann frá fyrstu málsgrein
Eftir nýjan danskan höfund sem hefur
skotist upp á stjörnuhimininn
„Stórsigur.“ S T A V A N G E R A F T E N B L A D„Snjöll glæpasaga eftir kláran höfund.“
B O G I N S P I R A T I O N . D K
Átakanleg og afar áhrifarík
sjálfsævisöguleg skáldsaga
Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs 2016
FÁÐU ÞÉR NÝJA