Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 65
DÆGRADVÖL 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur verið of upptekinn að undanförnu og ekki gefið gaum að þeim sem næst þér standa. Nú kemur sér vel að eiga góða samstarfsmenn. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú verður að ganga í það að hreinsa til jafnvel þótt þú hafir ekki valdið glundroðanum. Fólk getur verið krefjandi og þú munt komast að því. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt gott sé að hafa hlutina skipulagða og á hreinu getur verið spenn- andi að fara í óvissuferð við og við. Um leið og þú gerir það geturðu slakað á og skemmt þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Dagurinn hentar vel til funda og ráðstefnuhalda þar sem hópsamræður verða að öllum líkindum kraftmiklar og skemmtilegar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú getur ekki reiknað með því að allir falli flatir fyrir áætlunum þínum. Gættu þess vel að enginn misnoti gest- risni þína. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Skipuleggðu vinnutímann betur og leitaðu aðstoðar með það sem þarf. Skemmtilegt síðdegi er í vændum með vinum og fjölskyldu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Blandaðu þér ekki í deilur vinnu- félaga þinna. Það hefur ekkert upp á sig að berjast gegn því sem er óhjá- kvæmilegt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Leggðu þig fram um að sýna öðrum umhyggju í dag. Hættu því að snúa upp á þig og komdu til móts við þá sem eru reiðubúnir til sátta. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er ekki sá sem hæst galar sem fær fólk til liðs við sig. Þegar þú leyf- ir andagiftinni að ráða för lendirðu á óvæntum stað þar sem galdrar gerast. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt þú hafir sett markið hátt er engin ástæða til að ætla annað en þér takist að ná því. Notaðu daginn til þess að skipuleggja þig betur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það getur verið gott að fá aðra í lið með sér þegar verkefnin gerast flók- in. Skoðaðu hvert mál vandlega áður en þú tekur afstöðu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert eitthvað hátt stemmdur og það þarf lítið til að hlutirnir fari í skapið á þér. Einhverra hluta vegna er hugur þinn rafmagnaðri en ella um þessar mundir. Sigmundur Benediktsson skrifaðimér og benti mér á, að í stöku eftir Kristján Ólason, sem birtist í Vísnahorni 18. júní, stæði ranglega „þínum“ fyrir „mínum“. Þetta er vitaskuld rétt hjá Sigmundi, – vísan verður meiningarlaus eins og hún stendur þar. Rétt er hún svona: Góða, mjúka gróna jörð, græn og fögur sýnum! Hví er alltaf einhver hörð arða í skónum mínum? Kristján var snjall hagyrðingur og alltaf gaman að rifja upp stökur hans. Hér er „Sláttumaður“: Heldur urðu hey þín smá hér í þessu lífi, þrátt fyrir afbragðs lipran ljá í lyga og bragða þýfi. „Ekki til skiptanna“ (maður hélt fram hjá konu sinni): Oft var járn í eldi brennt, ef þú tveggja gáðir. Þegar skiptir þér í tvennt þá eru litlir báðir. „Litið um öxl“: Lífið hefur streymt og streymt strítt eða lygnt við bakka. Sumt er geymt, en sumu gleymt, svo er fyrir að þakka. „Líf“: Margt í drauma manni ber: „merg og vín og feiti“, meðan dauðinn dundar sér dökkur á næsta leiti. En Kristján er „sáttur við lífið – furða hvað úr því hafðist“: Hyggst ég sáttur héðan frá hverfast brátt í rykið. Lengi mátti litlu á lifa hátt og mikið. Árni póstur Sigurðsson gefur þetta heilræði: Meðan áttu æfibið ekki máttu kveina. Lífið sáttur sértu við. Svo er fátt til meina. Að síðustu eftir Kristján, „Sælir eru einfaldir“: Ekki sakar að ég sést eins og glópur standa. Fyrirheitið fengu best fátækir í anda. Páll Sigurðsson, bóndi í Skógum í Suður-Þingeyjarsýslu, orti: Norðri fer með napran gust nokkuð brúnasiginn. Kemba á sig bratta bust bólstramiklu skýin. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Pennaglöp og þingeyskar vísur „ÞETTA ER HÁLFGERÐ EYÐIMERKURGANGA HJÁ ÞÉR – SEM ER EINKENNILEGT MIÐAÐ VIÐ AÐ FRAMTÍÐ ÞÍN HÉR ER ÖLL Í ÞOKU.“ „HANN SEGIR JÁ!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar allt verður skýrt. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann BORÐ FYRIR FÖNDUR OG ÚRKLIPPUBÆKUR HÉRNA... ÉG ER LOKSINS AÐ ÚTBÚA KARLAHORN! BLESS KARLAHORN, HALLÓ FÖNDUR- HORNKOMINN TÍMI TIL ÉG BAÐ LÍSU AÐ HJÁLPA MÉR AÐ SKREYTA ÞAÐ Ó, NEI ÆTLARÐU NOKKUÐ AÐ TAKA SMÁKÖKURNAR MÍNAR?! SONUR SÆLL, ÞAÐ ER Í EÐLI VÍKINGSINS AÐ HRIFSA TIL SÍN ÞAÐ SEM MANN LANGAR Í! Það er eflaust til að æra óstöðuganað tala meira um heimsmeistara- keppnina í Rússlandi, en óstöðugir þurfa þá bara að ærast. Þátttöku Íslands á sínu fyrsta HM er því miður lokið, en landsliðið getur engu að síð- ur borið höfuðið hátt, þrátt fyrir að hafa endað í neðsta sætinu í sínum riðli, en fleiri þjóðir hafa þurft að þola þau örlög í þessari keppni. x x x Þjóðverjar sýndu til að mynda á sérlítinn heimsmeistarabrag að þessu sinni, og enduðu á að kveðja keppnina í riðlakeppninni í fyrsta sinn í 80 ár. Þeirra væntingar voru reyndar ögn meiri en Íslendinga og virðist sem liðið hafi gert ráð fyrir því að þeir myndu sigla létt í gegnum riðilinn sinn. Slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra. x x x Þá er athyglisvert að sjá hvernigútsláttarkeppnin raðast upp, þar sem flestar helstu stórþjóðir knatt- spyrnunnar virðast keppast um að lenda frekar þeim megin „útsláttar- trésins“ þar sem lið eins og Rússar, Danir, Króatar og Svíar hafa nú lent, frekar en þeim megin þar sem Úrúgvæ, Portúgal, Frakkar, Argentínumenn og Mexíkó hafa lent þegar þessi orð eru rituð. Brasilía gæti hæglega lent þeim megin líka, sem og sigurvegari G-riðils, sem verður annaðhvort Belgía eða Eng- land. x x x Því gæti komið upp sú fáránlegastaða í leik Englands og Belgíu, sem spilaður verður í kvöld, að það verði betra fyrir liðin að lenda í öðru sæti, til þess að losna við þann mögu- leika að lenda hugsanlega mögulega kannski í erfiðum leik í átta liða úr- slitum, að því gefnu að þau nái að vinna sinn leik í 16-liða úrslitum. x x x Það kæmi því ekkert endilega áóvart ef að einhver myndi „óvart“ skora sjálfsmark á 90. mínútu ef staðan er enn jöfn þá. Þvílíkt og annað eins hefur gerst í fótbolta- leikjum, en væri alveg einstaklega óskemmtileg sjón á annars prýðilegu heimsmeistaramóti, að lið þurfi ekki að sækja til sigurs. vikverji@mbl.is Víkverji Já, vona á Drottin, ver öruggur og hugrakkur, vona á Drottin. (Sálmarnir 27.14) Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofanar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.