Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Þessar niðurstöður segja okkur að það eru aðrir kostir mögulegir,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, í sam- tali við Morgunblaðið. Niðurstöður úr rýni á tillögum að endurbótum á Vestfjarðavegi, sem norska verk- fræðistofan Multiconsultant kemst að, voru kynntar á opnum fundi í gærkvöldi, en í niðurstöðunum kem- ur fram tillaga sem ekki hefur litið dagsins ljós áður. Sveitarstjórn og Vegagerðin höfðu ákveðið að fara svokallaða Þ-H leið en sú ákvörðun hafði mætt andspyrnu, meðal annars vegna þess að leiðin liggur um nátt- úruverndarsvæðið Teigsskóg, sem hefði orðið fyrir talsverðu raski vegna framkvæmdanna. „Teigs- skógur er náttúruverndarsvæði sem nýtur verndar 61. greinar náttúru- verndarlaga,“ segir Ingibjörg, en í lögunum stendur m.a. að forðast beri að raska vistkerfum og jarðminjum nema brýna nauðsyn beri til. „Við töldum okkur vera búin að finna þessa brýnu nauðsyn en nú er spurn- ing þegar þessi kostur er kominn sem þarna er lagður fram hvort sá rökstuðningur sé farinn,“ segir Ingi- björg og bætir við: „Þarna er hægt að fara aðra leið sem kostar svipað mikið án þess að fara yfir náttúru- verndarsvæði.“ Ásamt því að fara yfir kosti og galla fyrirliggjandi tillaga leggur Multiconsultant til að lögð verði brú yfir mynni Þorskafjarðar, milli Skálaness og Reykjaness. Norska tillagan er frábrugðin tillögum sem áður hafa verið kynntar að því leyti að hinn nýi vegur myndi liggja í gegnum Reykhóla um Reykhólaveg- inn sem þar er fyrir. Þá segir í gögn- unum að umbóta væri þörf á nokkr- um stöðum á veginum en samkvæmt útreikningum ætti framkvæmdin að kosta um 6,9 milljarða en Þ-H leiðin um Teigsskóg myndi kosta um 6,6 milljarða. Þá myndi hinn nýi vegur stytta aksturstíma um rúman hálftíma en þær tillögur sem teknar eru fyrir í norsku rýninni gera allar ráð fyrir svipuðum aksturstíma. Jarðgöng í kortunum? Vegagerðin hafnaði fyrir nokkrum árum hugmyndum um að vegurinn yrði lagður í jarðgöngum undir Hjallaháls. Þeim hugmyndum hefur þó verið af sumum haldið á lofti, sér- staklega vegna þess að Teigsskógur yrði þá ekki fyrir hnjaski, og fá þær hugmyndir nokkra athygli í rýninni frá Multiconsultant. Þar er m.a. lagt til að stytta jarðgöngin og að þvera Djúpafjörð innar í firðinum. Ingi- björg segir að þrátt fyrir þessa greinargóðu rýni komi þetta ekki til greina. „Hún er eiginlega bara að rökstyðja það hversu dýrt þetta er. Jú, það er hægt að gera styttri göng en þá lengist vegurinn og þeir eru því aðallega að staðfesta kostnað- inn,“ segir Ingibjörg og bætir við að kostnaðurinn við slíka framkvæmd hafi ætíð verið stærsta hindrunin í málinu en einnig að gangagerð taki að jafnaði langan tíma. Verður að gerast sem fyrst Umræða um umbætur á Vest- fjarðavegi hefur í áraraðir verið á vörum margra íbúa Reykhólahrepps og fleiri íbúa á Vesturlandi. Eins og áður segir hefur náttúruverndar- svæði Teigsskógur verið helsta þrætueplið, en árið 2008 voru háð tvö dómsmál fyrir Hæstarétti vegna áætlaðra framkvæmda á svæðinu. Ingibjörg segir að þrátt fyrir að ýmis álitaefni séu uppi um vegafram- kvæmdir á svæðinu séu íbúar sam- mála um eitt; breytinga sé þörf sem fyrst. „Í upphafi þessarar vinnu [rýni- vinnu Multiconsultant] vorum við með íbúafund þar sem fólk fékk tækifæri á að koma og hitta ráðgjaf- ana áður en þeir færu af stað. Þá voru þeir bara búnir svona rétt að rýna þetta og vildu fá að heyra frá fólkinu hvað það sæi fyrir sér og þá kom í ljós að það voru allar raddir uppi. Eitt sameiginlegt atriði kom úr fundinum og það var að þetta yrði að gerast strax. Það var eini sameigin- legi punkturinn.“ Teikning/Multiconsultant Mannvirki Norska verkfræðistofan Multiconsultant leggur til að um 800 metra löng brú verði lögð frá Reykjanesi yfir á Skálanes. Leggja til brú yfir fjörðinn  Norsk verkfræðistofa kynnti nýjar leiðatillögur um Vestfjarðaveg  Teigs- skógur fær að vera í friði samkvæmt nýjustu tillögum  Brú yfir Þorskafjörð Ljósmynd/Reykhólahreppur Fundað Íbúar í Reykhólahreppi eru duglegir að ræða málin sín á milli. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að forgangsraða 65 af 169 und- irmarkmiðum heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna við innleið- ingu þeirra á Íslandi, skv. vef Stjórnarráðsins. Þá samþykkti rík- isstjórnin að opnuð yrði samráðs- gátt á vef Stjórnarráðsins um heimsmarkmiðin þar sem öllum verður frjálst að koma áherslum, verkefnum og hugmyndum sínum tengdum heimsmarkmiðunum á framfæri til verkefnastjórnar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóð- anna. Stjórnvöld stefna að því að öll markmið sem eiga við um Ísland náist fyrir árið 2030. Mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf eru fimm meginstef markmiðanna og með þeim er jafnframt lögð áhersla á allar þrjár stoðir sjálf- bærrar þróunar; hina félagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu. Samráðs- gátt verði opnuð Íþróttafrétta- maðurinn Hjört- ur Hjartarson hefur óskað eftir starfslokum hjá fjarskiptafélag- inu Sýn. Uppsögn Hjartar kemur í kjölfar þess að hann var sendur heim frá HM í Rússlandi eftir að hafa orðið uppvís að óæskilegri hegðun. Hjörtur greinir frá þessu á Face- book. Þar kveðst hann skilja vel þau hörðu viðbrögð sem framkoma hans hafi vakið og að áfengisneysla sé engin afsökun fyrir slíkri hegðun. Tugir fjölmiðlakvenna höfðu krafist aðgerða vegna máls Hjartar. „Ég hyggst einbeita mér að því að bæta fyrir framkomu mína, bæði gagnvart nákomnum og öðrum,“ segir Hjörtur. Hjörtur sagði sjálfur starfi sínu lausu Hjörtur Hjartarson ið leiðrétt. Óskaði hún eftir því að forsætisnefnd skoðaði að grípa til viðeigandi ráðstafana. Í yfirlýsingu Mörtu frá því í gær hafnar hún því að hafa brotið siða- Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Minnisblaðið talar í raun fyrir sig sjálft. Það er ekkert sem kemur fram í yfirlýsingu Mörtu sem hrek- ur það sem kemur fram í minn- isblaðinu. Það er það sem skiptir mestu máli,“ segir Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgar- stjórnar Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið. Marta Guðjónsdóttir borgar- fulltrúi sendi í gær frá sér yfirlýs- ingu þar sem hún gagnrýndi minnisblað Helgu Bjarkar sem lagt var fram á fundi forsætisnefndar borgarstjórnar í byrjun vikunnar. Sagði Marta að skrif Helgu Bjarkar væru „fáheyrt frumhlaup háttsetts embættismanns“ og ekki til þess fallin að auka traust milli kjörinna fulltrúa og embættismanna. Í minnisblaðinu kom fram að Helga telur að ákvæði sveitarstjórn- arlaga um réttindi og skyldur kjör- inna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotin á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar þegar starfsmenn borgarinnar voru sakaðir um trún- aðarbrest og brot á starfsskyldum sínum án þess að það hafi síðar ver- reglur gegn starfsmönnum Reykja- víkurborgar. „Svokallað „minnis- blað“ skrifstofustjóra borgar- stjórnar er að mínum dómi fáheyrt frumhlaup háttsetts embættis- manns sem á um fram allt að gæta hlutleysis og vera ekki að skipta sér af pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa,“ segir Marta. „Þó skrif- stofustjórinn telji að starfsheiðri sínum vegið með einhverjum um- mælum kjörinna fulltrúa, hefur hún ekkert umboð né aðrar lagaheim- ildir til að setja sig á stall ákæru- og úrskurðarvalds yfir kjörnum fulltrúum, með pólitísku „minnis- blaði“ sem er ætlað að gera lítið úr tilteknum kjörnum fulltrúum og heldur í þokkabót fram alvarlegum rangfærslum.“ Helga Björk telur málið í eðlileg- um farvegi. „Ég var bara að vinna vinnuna mína. Ég upplýsi að þarna hafi verið misskilningur í gangi í borgarstjórn og fór þær leiðir sem ég hef til þess. Ég treysti forsæt- isnefnd fullkomlega til að taka á þessu máli.“ Hafnar ásökunum um „fáheyrt frumhlaup“  Skrifstofustjóri borgarstjórnar segist „bara hafa verið að vinna vinnuna sína“ með minnisblaði  Marta Guðjónsdóttir hafnar því að hafa brotið siðareglur og segir minnisblaðið pólitískt og frumhlaup Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Átakafundur Hart var tekist á á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar. Marta Guðjónsdóttir Helga Björk Laxdal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.