Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018
Gleraugu:
Módel: Kolfinna Nikulásdóttir
Strandveiðin er komin vel af stað á þessu sumri og hafa tilkynn-
ingar um umframafla nú verið sendar út til útgerða, samkvæmt
upplýsingum frá Fiskistofu. Alls lönduðu 240 bátar afla umfram
heimild og gerir stofnunin ráð fyrir að álagning vegna þessa muni
hljóða upp á rúmar 5,3 milljónir króna, sem renni beint í ríkissjóð.
Bendir stofnunin á að allur umframafli sé ólögmætur sjávarafli
en dragist þó engu að síður frá þeim 10.200 tonnum sem úthlutað
var til strandveiða þetta sumarið.
Hér má sjá lista yfir þá báta sem mest lönduðu umfram heimild
í maímánuði.
Umframaflakóngar í maí Heimild: Fiskistofa
Skipanr. Skip Svæði Umframafli (kg) Álagning
7486 Heppinn ÍS -74 SA 330 75.333
7136 Sigga GK -82 SD 327 73.922
2834 Hrappur GK -8 SD 321 72.655
2177 Arney SH -162 SA 308 70.323
7401 Ásbjörn Sf -123 SD 316 66.973
5823 Sól BA -14 SA 285 65.059
6310 Hrönn ÍS -94 SA 267 60.949
6470 Lukka GK -72 SD 263 59.887
2151 Græðir BA -29 SA 262 59.808
240 bátar lönduðu
umfram heimild
Hægt er að leyfa allt að 2.500 tonna fiskeldi í
Önundarfirði. Þetta er niðurstaða burðarþols-
mats Hafrannsóknastofnunar, en í matinu er
gert ráð fyrir að heildarlífmassi í firðinum verði
aldrei meiri en 2.500 tonn og sömuleiðis að vökt-
un á áhrifum eldisins fari fram.
„Slík vöktun er forsenda fyrir hugsanlegu
endurmati á burðarþoli fjarðarins, til hækkunar
eða lækkunar, sem byggt væri á raungögnum,“
segir í matinu, auk þess sem bent er á að æski-
legra sé að eldismassi sé utar í firðinum en inn-
ar.
Vindur hefur mikil áhrif
Fram kemur að fjörðurinn sé fremur grunn-
ur og meðaldýpi hans um 18 metrar, en mest sé
það 32 metrar í mynni fjarðarins. Niðurstöður
straummælinga sýni tiltölulega veikan með-
alstraum vegna mikils breytileika í straum-
stefnu á straumsjám, og frekar óreglulega
hringrás í firðinum.
„Ljóst er að vindur hefur mikil áhrif á
strauma fjarðarins vegna þess hve grunnur
hann er og fylgir útflæði sunnanvert oft sterk-
um norðaustan vindáttum,“ segir í matinu.
Ætla megi að endurnýjunartími fjarðarins sé
um tíu til ellefu sólarhringar.
Lítið pláss geti magnað vanda
Bent er sérstaklega á að margir líffræðilegir,
vistfræðilegir og hagrænir þættir geti legið til
grundvallar burðarþoli varðandi fiskeldið, t.d.
skólplosun, smithætta, lyfjanotkun, erfðablönd-
un við villta stofna og veiðihagsmunir.
„Þessu til viðbótar hefur komið í ljós að laxa-
lús og fiskilús geta valdið meiri skaða en áður
var talið. Fyrir fjörð sem er jafn lítill og Önund-
arfjörður hefur skortur á plássi einnig áhrif á
burðarþolið og getur magnað mögulegan lús-
avanda. Ljóst er að hér eru fyrir hendi að-
stæður sem setja verulegt mark á burðarþol
fjarðarins.“
Af þessum sökum gefi svokölluð varúðarn-
álgun ástæðu til að mæla með því að hámarks
lífmassi verði ekki meiri en 2.500 tonn í
Önundarfirði. sh@mbl.is
Önundarfjörður gæti borið 2.500 tonn
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Flateyri Skortur á plássi í grunnum firðinum
er sagt hafa áhrif á burðarþol til fiskeldis.
Meira fæst af
stærri fiski
Stofnvísitala þorsks hefur verið í hámarki á
flestum svæðum frá árinu 2011, eftir að hafa
verið í lágmarki árin 2002 til 2006, að því er
fram kemur í nýrri skýrslu Hafrannsóknastofn-
unar, sem beinist að stofnmælingum hrygning-
arþorsks með þorskanetum árin 1996 til 2018.
Greint er frá því að kanturinn austan við
Vestmannaeyjar skeri sig þó úr, því þar hafi afli
verið í hámarki fyrstu ár rannsóknartímabils-
ins, en mjög lítið hafi fengist þar af þorski frá
árinu 2010.
Sýnt er að auki fram á að undanfarin ár hafi
fengist meira af stærri fiski en á árunum 1996
til 2002, sem sé í samræmi við hærri aldur og
stærð hrygningarstofnsins samkvæmt stofn-
mati.
Ágætt samræmi sé þá á þróun stofnvísitalna
úr stofnmælingum með þorskanetum annars
vegar og með botnvörpu hins vegar, sem sýni
að hrygningarstofn þorsks hafi meira en tvö-
faldast frá árinu 2007.
Breytingar á vaxtarhraða
Bent er á að vaxtarhraði þorsks, þ.e. þyngd
hans miðað við aldur, hafi breyst á rannsókn-
artímanum. Hann hafi aukist við vestanvert
landið og við Norðurland, en minnkað fyrir suð-
austan land.
„Hlutfall ókynþroska fisks hefur lækkað frá
fyrstu árum rannsóknarinnar en kynþroska-
hlutfall eftir aldri hefur hins vegar ekki breyst
mikið hjá algengustu aldurshópum,“ segir í
skýrslunni.
Magn ufsa hefur þá samkvæmt henni farið
vaxandi undanfarin ár og er sjö til ellefu ára
ufsi algengastur í þorskanetin. Enn fremur
veiðist ýsa á öllum svæðum og fæst mest af ýsu
sem er 60 sentimetrar eða stærri. Mestur var
ýsuaflinn á árunum 2005-2008, 2011-2013 og
2017-2018.