Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 Hér birtist upphaf fyrsta kafla bók- arinnar. Hálf-nakinn en huggandi fyrirliði Ég gekk drullusvekktur upp stig- ann á Radina-leikvanginum í Tampere með fangið fullt af úlpum, upphitunar- treyjum, vatnsbrúsum og fótbolta- skóm, sem einhverjir höfðu gleymt við varamannabekkinn. Eða skilið eftir í svekkelsi, kannski með hugann við það að leggja skóna á hilluna eft- ir vonbrigðin, 1:0 tap gegn Finnum. Ég var ekkert að flýta mér, hafði dundað mér við að henda tómum vatnsflöskum, bananahýðum og límbandi í ruslið, vildi skilja við varamannaskýlið eins og við komum að því. Eftir tapleiki hef ég sjaldnast áhuga á að tjá mig enda hef ég ekkert að segja og leikmenn eru þannig líka, flestir, held ég. Menn verða að fá næði til að melta úrslitin og velta vöngum yfir því hvað fór úrskeið- is og hvernig á að svara krefjandi spurningum blaðamanna. Stiginn var brattur, búningsklefi ís- lenska landsliðsins var á 2. hæð, sem er fremur óvanalegt. Efst í stiganum stóð fyrirliðinn, Aron Einar Gunn- arsson, og hafði staðið þar dágóða stund, ber að ofan, eftir að hafa skipst á treyju við finnskan leikmann. Af hverju stóð hann þarna einbeittur, allt að því grimmur og lét engan bilbug á sér finna? Það kom í ljós þegar ég hafði lokið við að þramma upp síðustu þrepin, þungstígur. Aron faðmaði mig þéttingsfast og sagði ákveðinn: „Við erum í þessu saman. Við töpum saman og við vinnum saman!“ Hann gekk síðan rösklega inn í búningsklefann, eins og hann væri algjörlega með næstu skref á hreinu. Hann hafði faðmað leik- mennina, þjálfarana og starfsmennina, stappað stálinu í alla með sinni sterku, þöglu nærveru og hlýju faðmlagi af því það var leikur eftir þrjá daga á Íslandi, gegn Úkraínu. Og auðvitað hafði hann þakkað andstæðingunum fyrir með traustu handtaki. Þrátt fyrir tapið var enn ágætur möguleiki á því að komast í úrslitakeppni HM í Rússlandi en veg- urinn hafði þrengst. Það er ástæða fyrir því að Aron er fyrirliði. Hann er leiðtogi innan vallar sem utan, algjörlega til fyrirmyndar, vex við hverja raun og gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Hinar þöglu heilladísir Liðlega fimmtán mínútum fyrir þetta trausta en huggandi faðmlag hafði dómarinn flautað til leiksloka. Vonbrigðin leyndu sér ekki. Svekkj- andi tap gegn Finnum sem áttu ekki möguleika á að komast upp úr riðl- inum. Var draumurinn um úrslita- keppni HM í knattspyrnu að renna okkur úr greipum? Skilur eitt skíta- mark á milli lífs og dauða, gleði og sorgar? Ætluðu leikmenn að bregðast væntingum heillar þjóðar sem var furðu lostin og áttavillt eftir óvænt stjórnarslit meirihlutans á Alþingi? Á hinum pólitíska vettvangi köstuðu menn hnífum í bakið hver á öðrum til að reyna að upphefja sjálfa sig en það er gjörólíkt sameiningaranda lands- liðsins. Hafa stjórnmálamenn aldrei heyrt talað um liðsheild? En aftur að Finnaleiknum. Alexand- er Ring lét vaða á markið úr auka- spyrnu á 8. mínútu af um tuttugu og fimm metra færi. Sláin inn. Átti Hann- es Halldórsson að verja? Hann gerði sitt besta, eins og hann er þekktur fyr- ir, en hefði þurft að svindla töluvert á sínu horni til að eiga möguleika á að bjarga marki. Kannski var þetta karma. Heimir þjálfari hefur nokkrum sinnum sagt að þessi tapleikur hafi verið dýrmæt og lærdómsrík reynsla sem hefur líklega skilað sér inn í þrjá næstu sigurleiki. Leikmenn Íslands virtust ráðvilltir í upphafi leiks, ekki nógu hreyfanlegir og ég fékk á tilfinninguna að þeir væru að bíða eftir því að einhver annar tæki af skarið. Íslenski neistinn, eldmóð- urinn var ekki til staðar. Samt var undirbúningur fyrir leikinn með hefð- bundnum hætti og ógjörningur að geta sér til um að þetta yrði einn af okkar slökustu leikjum. En sú varð raunin. Stundum smellur allt á augabragði en annað slagið hökta menn í fyrsta eða þriðja gír og róðurinn verður þungur. Það er ekkert sjálfgefið þegar stilla þarf saman fjölbreytta strengi en tónninn hjá strákunum er yfirleitt hreinn og tær. Eftir að Ring skoraði sóttu okkar leikmenn smátt og smátt í sig veðrið og sköpuðu sér nokkur tilvalin mark- tækifæri. En þetta kvöld var einhvern veginn „stöngin-út“, ólíkt flestum öðr- um leikjum Íslands því heilladísirnar höfðu dansað í kringum leikmennina í nokkur ár. Þær laðast reyndar oft að þeim sem eru kærleiksríkir og hafa unnið fyrir góðum úrslitum. Mánuðum saman hafði eitthvað legið í loftinu, einhverjir töfrar sem allir fundu fyrir en enginn gat þreifað á eða útskýrt. Hinar þöglu heilladísir voru alltum- lykjandi en samt ósýnilegar og duttl- ungafullar. Þær vildu vera með okkur í liði. Það hefði ekki verið ósanngjarnt þótt Ísland hefði skorað mark eða mörk í Tampere, en Finnar fengu líka dauðafæri af því íslensku varnarmenn- irnir urðu að taka áhættu. Við það gal- opnaðist vörnin. Dagskipunin var að henda fleiri leikmönnum framar á völl- inn ef við þyrftum á því að halda og það var gert. Byrjunarmaður í heimsliði flott- ustu leikmanna? Okkar menn létu mótlætið, og eink- um dómarann, fara í taugarnar á sér. Tékkinn Pavel Královec, sem er þekktur fyrir spjalda-gleði, las leikinn illa, vildi sýna vald sitt og stóð undir nafni. Hann gaf Íslendingum sex gul spjöld, þessum prúðu drengjum sem eru harðir í horn að taka, duglegir og klókir en viðhafa ekki ruddaskap. Því miður fékk sami leikmaðurinn tvö gul spjöld og þar með rautt; Rúrik Gíslason, nýkominn inná sem vara- maður. Hann náði aðeins sautján mín- útum, fékk að fjúka út af á 76. mínútu. Gekk niðurlútur af velli. Rúrik var til- tölulega nýstiginn upp úr meiðslum, missti af EM 2016 af þeim sökum, fékk nú langþráð tækifæri á stóra sviðinu en lét kappið bera fegurðina ofurliði. Þessi stórmyndarlegi leikmaður, sjarmörinn, dökkbrúnn á hörund, með tagl og augu sem bræða alla, konur sem karla. Hann væri byrjunarliðs- maður í landsliði flottustu fótbolta- manna heims. En gæfi líklega ekki kost á sér af því hann hefur öðrum hnöppum að hneppa. Rúrik braut klaufalega af sér í tví- gang og fauk út af, okkur til sárra von- brigða. Það hefði reyndar mátt sleppa að gefa honum spjald fyrir seinna brotið. Í svekkelsi augnabliksins, þeg- ar dómarinn lyfti rauða spjaldinu, skil- ur maður sjaldnast heildarmyndina, hinn eina sanna tilgang leiksins og lífs- ins sem fæstir átta sig á fyrr en það er of seint að breyta rétt eða spóla til baka. Hugsanlega gerði þetta tap það að verkum, eins og Heimir nefndi, að Ís- land komst í úrslitakeppni HM 2018 með því að leggja næstu þrjár þjóðir að velli; Úkraínu, Tyrkland og Kosóvó. Er líklegt að við hefðum náð í níu stig úr þeim leikjum ef við hefðum unnið Finna í Tampere? Það veit enginn en sigur í Finnlandi hefði getað haft áhrif á hugarfarið í næsta leik, hugsanlega hækkað stress-stuðulinn sem hefði getað brugðið fæti fyrir leikmenn. Eða hvað? Við höfum ekki áhuga á að sann- reyna það. Aldrei. Ísland hefur stimpl- að sig inn í Rússland með eftirminni- legum hætti og það verður bjart og létt yfir mannskapnum við Svartahafið þar sem höfuðstöðvar liðsins verða. Hinar óskrifuðu reglur klefans Það ríkti dauðaþögn í búningsklef- anum eftir tapleikinn í Tampere. Pirr- andi, óþægileg þögn sem er erfitt að rjúfa og í raun engin ástæða til. Menn þurfa næði til að jafna sig eftir von- brigði, ekki síst þegar þeir vita að þeir geta gert betur. Þessi óbærilega þögn skar í eyrun, varpaði okkur fjögur ár aftur í tímann, til Króatíu. Þá féllum við úr leik eftir umspil um að komast í lokakeppni HM árið 2014. Við vorum í dauðafæri eftir jafntefli á Íslandi en á heimavelli misstu Króatar mann af velli í fyrri hálfleik. Samt töpuðum við 2:0. Leikmenn felldu tár og sátu þöglir í kaldranalegum búningsklefanum fram eftir kvöldi, ísköldu nóvember- kvöldi í Króatíu. Aldrei aftur þessa til- finningu, takk fyrir. Aldrei aftur. Þrátt fyrir þögnina í Finnlandi vissu allir að við værum síður en svo úr leik. Stöku leikmaður barði takkaskónum hvað eftir annað í gólfið til að losa sig við moldina, grasið og fá útrás. Nokkr- ir höfðu drifið sig í sturtu því heitt vatn er heilandi, fyrir sál og líkama. Það getur verið gott að skola skúffelsið of- an í niðurfallið. Sumir sátu lengi í sín- um heimi, hreyfingarlausir, af því það hentaði þeim. Og allir virtu friðhelgi þeirra. Reglur búningsklefans eru óskrif- aðar en reynslumiklir menn eru með þær á hreinu. Það er ákveðin kúnst að vera inni í klefa bæði fyrir og eftir leiki, sigurleiki eða töp. Það er ekki sjálfgefið að vera aldrei fyrir neinum en samt til staðar. Slíkt lærist aðeins af langri reynslu en sumir komast aldrei upp á lag með að umgangast afreks- menn á viðkvæmum eða mikilvægum augnablikum. Þess vegna er heppileg- ast að takmarka aðgang að klefanum og það hefur verið gert. Andrúmsloftið fyrir leiki er áhuga- vert, lævi blandið, án þess að hægt sé að útskýra það til hlítar. Og vissulega er það mismunandi með tilliti til mik- ilvægi hvers leiks, hverjir eiga í hlut og þar fram eftir götunum. Þó mætti líkja stemningunni í klefanum við hvetjandi tónlist sem öllum líður vel að hlusta á en þegar „rangur“ einstaklingur kem- ur í klefann er eins og takturinn trufl- ist. Sumir gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru friðarspillar, jafnvel þótt þeim gangi gott eitt til. Leiðtogi innan vallar sem utan Íslenska kraftaverkið: á bak við tjöldin heitir bók eftir Þorgrím Þráinsson, þar sem hann gefur les- anda kost á að skyggnast baksviðs hjá íslenska landsliðinu og kynnast „strákunum okkar“ í sigr- um og ósigrum, gleði þeirra og sorgum, hjátrú og hefðum, fá innsýn í líf atvinnumannsins – og að- ferðir þjálfaranna Lars Lagerbäcks og Heimis Hallgrímssonar. Þorgrímur Þráinsson á að baki langan knattspyrnuferil en hefur líka verið starfs- maður landsliðsins í meira en áratug. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð/Fótbolti Kraftaverk Aron Einar Gunnarsson fagnaði 2:1 sigri gegn Austurríki á EM 2016 með því að hlaupa að bróður sínum Arnóri og taka sjálfsmynd með honum en Arnór er landsliðsmaður í handbolta. Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.