Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 FRÉTTASKÝRING Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Síðustu mánuði hafa verið gerðar verulega margar og miklar at- hugasemdir hjá iðnfyrirtækjum, s.s. fyrirtækjum í plastiðnaði, matvæla- iðnaði og fiskiðnaði,“ segir Guð- mundur I. Kjerúlf, aðstoðardeildar- stjóri fræðsludeildar Vinnueftirlits ríkisins, í svari við skriflegum fyrir- spurnum Morgunblaðsins. Þar kemur fram að byggingariðn- aðurinn hafi bætt sig m.v. tölur um skráð vinnuslys síðustu ár en að- finnslum eftirlitsmanna og skráðum slysum virðist fjölga í öðrum grein- um, sem hafi nú tekið fram úr bygg- ingariðnaðinum í fjölda slysa. Slysatilkynningar berast seint Taka beri tölum sl. tveggja ára með þeim fyrirvara að tilkynningar um slys berist Vinnueftirlitinu oft seint og illa. Einnig sé nú verið að taka fastar á málum hjá stofnuninni og þvingunaraðgerðum hafi fjölgað á árunum 2012-2016 úr 72 í 164. Vinnu- eftirlitið hafi tekið upp nýja stefnu um miðlun upplýsinga og fjölga eigi eftirlitsmönnum í haust. „Öryggismál í iðnfyrirtækjum virðast víða oftast slæm. Ástand véla og tækja er gjarnan mjög slæmt, sér- staklega á gömlum vélum,“ að sögn Guðmundar, oft vanti öryggisbúnað á vélar, s.s. hlífar, handrið, aðgangs- stýringar og neyðarstopp. „Það verða því miður oft alvarleg slys við vélar, s.s. beinbrot, útlimamissir og jafnvel banaslys.“ Vinnueftirlitið hafi skoðað u.þ.b. 30 fiskvinnslufyrirtæki mjög ítarlega á árunum 2015-2016. Þar hafi yfirleitt verið gefin u.þ.b. 15 fyrirmæli um öryggisbúnað véla og tækja og oft 10-15 fyrirmæli um ann- að sem betur mátti fara. „Vinnuslys í dag eru algengust hjá opinberum starfsmönnum (lög- reglan) og í opinberri þjónustu (m.a. hjá spítölum, öldrunarstofnunum, leikskólum o.fl.). Slysum hefur fjölg- að í flutningastarfsemi, en þar eru t.d. mörg ferðaþjónustufyrirtæki. Miðað við vöxt ferðaþjónustunnar hefði mátt búast við að slysin væru fleiri. Sennilega er ferðaþjónustan ekki að tilkynna eins mörg slys og hún ætti að gera. Vinnuslysum hefur fjölgað mikið hjá grunnskólum og leikskólum síðustu ár. Það er ekki bætt skráning því beinbrotum hjá þeim hefur fjölgað mikið líka [upplýs- ingar um beinbrot berast Vinnueft- irlitinu m.a. í gegnum heilbrigðis- kerfið]. Vinnueftirlitið ætlar að skoða þetta nánar með Kennarasambandi Íslands í haust, en það blasir við að þetta eru oftast fallslys á jafnsléttu,“ segir Guðmundur. Karlmenn eru enn mikill meiri- hluti þeirra sem slasast við vinnu. Banaslysum fer fækkandi, en frá árinu 1961 hafa 296 karlmenn látist við störf og níu konur. Útlendingar slasast mun oftar við vinnu en Íslendingar. Árið 2017 voru 25% tilkynntra slysa vegna útlend- inga, en þeir voru 12% af vinnuaflinu. Það er þó skárra en árið 2007, en þá voru 49% af öllum slösuðum vegna vinnuslyss útlendingar þrátt fyrir að vera aðeins 9% af vinnuafli. Þessar tölur segir Guðmundur þarfnast skýringa og þær gefi vísbendingu um að vinnuverndarmál erlendra starfs- manna þurfi meiri athygli. Aukið framboð fræðslu „Slys má oft rekja til vanþekk- ingar. Vinnueftirlitið hefur haldið mörg námskeið á pólsku og ensku sem hafa jafnan verið mjög vel sótt,“ segir Guðmundur og vill að lokum benda á að Vinnueftirlitið hafi aukið framboð af námskeiðum um öryggis- mál, m.a. um vinnuslys, öryggis- menningu, einelti, vinnuvélaréttindi o.fl. og að mikið af upplýsingum sé að finna hjá Vinnueftirlitinu og á vef stofnunarinnar, www.ver.is. Vinnuslys tíð hjá hinu opinbera  Flest vinnuslys verða hjá hinu opinbera  Aðfinnslum og vinnuslysum fækkar í byggingariðnaði en fjölgar í öðrum iðnaði  Fjölgun slysa í ferðaþjónustu  Enn slasast útlendingar of oft við vinnu Vinnueftirlit ríkisins starfar eft- ir lögum um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum. Atvinnurekendur skulu, án ástæðulausrar tafar, tilkynna skriflega um vinnuslys til stofn- unarinnar, valdi slysið fjarvist starfsmanns sem nemur meira en degi til viðbótar við slysadag og ef slysið er alvarlegt. Til- kynningareyðublað, sem og möguleikann á að tilkynna raf- rænt um vinnuslys, er að finna á vef stofnunarinnar. Vinnuverndarlög sem Vinnu- eftirlitið starfar eftir gilda að- eins um vinnuslys á landi. Vinnuslys um borð í skipum á sjó og í loftförum á flugi skal til- kynna til Samgöngustofu. Tilkynna ber slys án tafar VINNUEFTIRLITIÐTilkynnt vinnuslys 2001 til 2017 Fjöldi vinnuslysa í byggingariðnaði 2001-2017 Fjöldi vinnuslysa 2017 eftir atvinnugreinum Fjöldi vinnuslysa í grunn- og leikskólum o.fl. 2001-2016 *Starfsmenn sumarnámskeiða, frístundaheimila og –miðstöðva 700 600 500 400 300 200 100 0 150 125 100 75 50 25 0 Í leikskólum o.fl.* Í grunnskólum ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 Opinber stjórnsýsla Opinber þjónusta o.fl. Flutningastarfsemi o.fl. Bygging og viðgerð mannvirkja Fiskiðnaður Grunnskólar og gagnfræðaskólar Matvælaiðnaður Verslun Málmsmíði, vélav., skipav. Fjarskipta- og póstþjónusta Veitinga- og hótelrekstur Iðnaður Ál- og járnblendiiðnaður Bílgreinar Fasteignar. og þjónusta við atvinnurekstur Götu- og sorphreinsun Persónuleg þjónusta önnur en bílaþjónusta Framkvæmdir opinberra aðila o.fl. Peningar og trygg. Menningarstarfsemi Rafmagns-, hita- og vatnsveitur Landbúnaður 246 194 179 164 145 137 118 112 95 74 73 67 37 36 34 32 31 23 18 18 17 10 132 62 172 603 672 Heimild: Vinnueftirlit ríkisins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fall og beinbrot Vinnuslysum hefur fjölgað mikið í grunn- og leikskólum undanfarin ár. Slys vegna falls á jafnsléttu og beinbrot eru þar áberandi. Amino bitar Í 30 g pokanumer passlegur skammur af próteini (26,4 g í poka). Inniheldur 88%prótei og engin aukaefni. 88%prótein 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Einfaldle a hollt og gott snakk Nýverið var ritað undir samkomulag um að auka gæði og verðmæti ís- lenskra viðarafurða. Að sam- komulaginu standa Landssamtök skógareigenda, Landbúnaðarhá- skólinn, Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands, Skógræktarfélag Reykjavík- ur og Skógræktin. Markmið samstarfsins er að stuðla að auknum gæðum í ræktun og umhirðu skóga svo að afurðir skógarins uppfylli kröfur markaðar- ins. Ætlunin er að efla fræðslu sem eykur færni þeirra sem vinna í fram- leiðslu og meðferð viðarafurða, í þeim tilgangi að hámarka verð- mætasköpun og gæði. Vonast er til að fræðslustarfið geri skógareig- endum kleift að setja á markaðinn byggingatimbur sem uppfyllir m.a. kröfur byggingareglugerðar. Einnig á fræðslan að svara þeim kröfum sem gilda fyrir hina ýmsu vöru- flokka timburs, t.d. efni í vörubretti, kurl og brenni. Landbúnaðarháskól- inn mun sjá um fræðslustarfið og fræðsluefnið verður framleitt í sam- vinnu við IÐNÚ. Samstarfið er þeg- ar hafið og vonast er til að því ljúki í byrjun ársins 2020. Timburgæði Skrifað var undir í Heiðmörk, en á myndinni eru f.v. fulltrúar þeirra sem standa að samkomulaginu: Helgi Gíslason, Edda Oddsdóttir, Sæ- mundur Sveinsson, Hlynur Gauti Sigurðsson og Þorsteinn I. Sigfússon. Samkomulag um aukin timburgæði  Auka á gæði í ræktun og umhirðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.