Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 63
meðlimur í Flugklúbbi Mosfells æ
síðan. Þá gekk Haukur í Leiðsögu-
skólann 2007-2008, áður en hann
stofnaði ferðaskrifstofu með eigin-
konu sinni.
Haukur stofnaði ferðaskrifstof-
una Iceland Photo Tours/Look
North ehf. árið 2009 ásamt eigin-
konu sinni, Höddu Björk Gísladótt-
ur. Fyrirtækið býður ljósmynda-
áhugamönnum upp á ferðir víða um
land árið um kring, auk þess sem
Haukur flýgur vél sinni stundum
sjálfur og tekur myndir úr háloft-
unum. Þannig fara hönd í hönd tvö
áhugamál Hauks, flug og ljós-
myndun, sem hann fékk ekki ólík-
lega í föðurarf. „Ég hafði starfað
sem ljósmyndari frá 1993 en leið-
sagt fólki í hjáverkum og hafði farið
í Leiðsögumannaskólann 2007 til að
vita aðeins meira. Svo eftir hrunið
þá sneri ég mér alveg að þessu og
vinn við þetta af og til allt árið.“
Hjónin hafa rekið gistiheimili í
Hrífunesi í Skaftártungu síðan
2010. Það heitir nú Hrífunes Guest-
house. „Við hjónin höfðum keypt
gamalt hús í Hrífunesi í Skaftár-
tungu fyrir hrun og ætluðum að
hafa það sem sumarhús en breytt-
um því fljótlega í gistihús. Þetta var
gamalt samkomuhús en við erum
búin að stækka og byggja við og er-
um komin með 12 herbergja gisti-
hús sem er opið mestallt árið og er-
um með fimm manns í vinnu.
Konan mín, Hadda Björk Gísladótt-
ir, stjórnar þessu.“ Auk þessara
starfa í ferðaþjónustunni hefur
Haukur ýmis áhugamál, svo sem
skotveiði, blak og útivist í víðum
skilningi.
Í tilefni fimmtugsafmælisins fór
Haukur í fjallgöngu ásamt konu
sinni og syni, Sigurði Snorra. Þegar
blaðamaður ræddi við Hauk lá ekki
fyrir á hvaða fjall yrði gengið enda
þarf auðvitað að taka mið af veðri
hverju sinni. „Það getur verið að við
förum upp á Rjúpnafell, það er í ná-
grenni Hrífuness og ætti ekki að
snjóa eða frysta þar, en eins og
tíðarfarið er þá varð ég að hætta
við hærri fjöll. Það er dálítið svalt
að fara upp fjörutíu og níu ára en
koma niður fimmtugur. Eitthvað
sem lifir alltaf í minningunni.“
Fjölskylda
Eiginkona Hauks er Hadda
Björk Gísladóttir framkvæmda-
stjóri. Hún er fædd 22. ágúst 1962,
dóttir Gísla B. Björnssonar, graf-
ísks hönnuðar í Reykjavík, f. 1938,
og Lenu M. Rist, kennara í Reykja-
vík, f. 1939.
Sonur Hauks heitir Sigurður
Snorri Hauksson og er fæddur 18.
maí 2004. Stjúpbörn Hauks eru: I)
Kári Steinn Karlsson, fjár-
málastjóri í Reykjavík, f. 1986, maki
hans Aldís Arnarsdóttir rekstrar-
stjóri. II) Gísli Hrafn Karlsson,
slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
maður í Reykjavík, f. 1989, maki
hans Andrea Ottósdóttir, markaðs-
og mannauðsstjóri. III) Hjalti Sig-
urður Karlsson, sálfræðinemi í
Reykjavík, f. 1993, maki hans Inga
Brá Ólafsdóttir flugmaður.
Barnabörn eru tvö: Elín Björk
Gísladóttir, f. 2017 og Arnaldur
Kárason, f. 2017.
Systkini Hauks eru Jón Karl
Snorrason flugstjóri, f. 26.3. 1950,
Snorri Snorrason ráðgjafi, f. 24.3.
1954, og Helga Guðrún Snorradótt-
ir barnfóstra, f. 28.4. 1958.
Haukur Snorrason
María Polly Ólafsson Grönvöld
húsfr. á Akureyri
Gísli J.Ólafsson
landsímastjóri
Helga Gísladóttir Ólafsson
húsfreyja í Rvík
Henri Lucien Nagtglas
hollenskur sjóliðsforingi
Nanna Nagtglas Snorrason
húsfreyja
Snorri B.
Jónsson
flugmaður
Jóhannes R. Snorra-
son flugmaður
Jón Karl
Snorrason
flugmaður
Jóhannes Örn Jóhannes-
son flugmaður
Hjörleifur Jóhannes-
son flugmaður
Jóhannes Jónsson
b. Þönglabakka og
Kussungsstöðum í Fjörðum
Guðrún Sigríður Hallgrímsdóttir
húsfr.
Guðrún Jóhannesdóttir
húsfr. á Akureyri
Snorri Sigfússon
skólastjóri á Akureyri
Anna Sigríður Björnsdóttir
húsfr. í Svarfaðardal
Sigfús Jónsson
b. og form. Brekku,
Svarfaðardal
Úr frændgarði Hauks Snorrasonar
Snorri Snorrason
flugstjóri og ljósmyndari
Hjónin Haukur og Hadda ferða-
þjónustubændur í Hrífunesi.
ÍSLENDINGAR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018
Hjörtur Hjálmarsson, skóla-stjóri og sparisjóðsstjóri áFlateyri, fæddist á Þorljóts-
stöðum í Vesturdal í Skagafirði hinn
28. júní 1905. Foreldrar hans voru
Hjálmar Stefán Þorláksson bóndi og
Kristín Guðleif Þorsteinsdóttir hús-
móðir. Hjálmar og Kristín skildu þeg-
ar Hjörtur var ungur og fluttist hann
þá með Kristínu móður sinni, eldri
systur sinni, Steinunni, og manni
hennar, Þórarni Árnasyni, vestur í
Reykhólasveit þar sem þau Steinunn
og Þórarinn bjuggu á Miðhúsum.
Hjörtur lauk gagnfræðaprófi frá
Flensborgarskólanum í Hafnarfirði
1922. Hann starfaði til að byrja með
sem kennari í Reykhólasveit en ákvað
að fara í kennaranám. Lauk hann því
árið 1926. Árið 1931 flutti Hjörtur til
Flateyrar og gerðist kennari við
Barnaskólann, fyrst sem almennur
kennari en síðan skólastjóri frá 1959.
Gegndi hann því starfi til ársins 1970
er sonur hans, Emil Ragnar, tók við
af honum.
Hjörtur kvæntist Aðalheiði Rögnu
Sveinsdóttur (f. 29. október 1911)
hinn 15. desember 1934, en hún var
dóttir Sveins Gunnlaugssonar sem
var skólastjóri á Flateyri á undan
Hirti. Þeir tengdafeðgar byggðu sér
hús saman og þar fæddust synir
þeirra Hjartar og Rögnu, Emil Ragn-
ar (f. 23. apríl 1936) og Grétar Snær
(7. ágúst 1937). Aðalheiður Ragna
andaðist 2. júní 1980.
Hjörtur gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum á Flateyri. Hann var
oddviti Flateyrarhrepps á árunum
1938 til 1946 og hreppstjóri frá 1948
til 1972. Þá sat hann í sýslunefnd árin
1942 til 1972. Hjörtur sat í stjórn og
var lengi stjórnarformaður Kaup-
félags Önfirðinga frá 1944 til 1973.
Hjörtur sat í stjórn Sparisjóðs Önfirð-
inga í fjörutíu ár, frá 1949 til 1989, og
var hann jafnframt sparisjóðsstjóri
frá 1977-1989. Hjörtur var gerður að
heiðursborgara Flateyrarhrepps á
sjötugsafmæli sínu árið 1975.
Hjörtur var varaþingmaður Al-
þýðuflokksins á Vestfjörðum 1959-62
og tók tvívegis sæti á Alþingi.
Hjörtur lést 17. nóvember 1993.
Merkir Íslendingar
Hjörtur Hjálmarsson
100 ára
Ragna Gamalíelsdóttir
95 ára
Jytte Karen Michelsen
90 ára
Bára J. Olsen
Halldór Júlíusson
85 ára
Friðrika Karlsdóttir
Gísli Bjarnason
Sólrún Helgadóttir
Trausti Runólfsson
80 ára
Auður Ófeigsdóttir
Björg Björnsdóttir
Erna Tryggvadóttir
Kjartan Reynir Ólafsson
75 ára
Anna Einarsdóttir
Baldur Bjartmarsson
Elín Magnúsdóttir
Eyjólfur B. Karlsson
Gréta Björnsdóttir
Guðmunda Laufey Hauksd.
Sigríður Guðmundsdóttir
70 ára
Axel Jóhann Axelsson
Ágúst J. Magnússon
Eygló Ágústa Árnadóttir
Guðbjörg Herbertsdóttir
Harpa Ágústsdóttir
Jórunn Erla Stefánsdóttir
60 ára
Anna María G. Arnardóttir
Daníel Þorkell Magnússon
Gunnar Jóhannesson
Jóhann Karl Árnason
Jón Bragi Gunnlaugsson
Jón Sigurpáll Hansen
Ólafur Grétar Kristjánsson
Ragnhildur Stefánsdóttir
Sigríður María Sverrisdóttir
Sigurbjörn R. Antonsson
Svanhildur Kr Sverrisdóttir
50 ára
Adriana Morbidelli
Guðrún Arnardóttir
Haukur Kristinn Snorrason
Hrönn H. Hreiðarsdóttir
Hulda Gunnarsdóttir
Magnús Sigurðsson
Selvadore Raehni
Sigrún Ragna Helgadóttir
40 ára
Andri Páll Hilmarsson
Böðvar Rafn Reynisson
Casper Vilhelmsen
Guðrún Ásta Sigurðardóttir
Harpa Mjöll Gunnarsdóttir
Herdís Vattnes Þrastard.
Irma Elisa Diaz Cruz
Íris Rut Agnarsdóttir
Sigurður Garðar Flosason
Sigurlaug St. Steinarsdóttir
Sveinn David Pálsson
Þorbjörg S. Sigurðardóttir
30 ára
Aron Örn Jónsson
Bjartmar Örnuson
Dóra Hue Ottósdóttir
Einar Þór Bernhardsson
Geir Bjarnason
Guðfinnur B. Skæringsson
Guðjón Vésteinsson
Guðrún Björnsdóttir
Hafþór Rúnarsson
Harpa Másdóttir Fenger
Hákon H. S. Gröndal
Heimir Hannesson
Katarínus Jón Jónsson
Óli Pétur Benediktsson
Sigrún Þ. Kjartansdóttir
Solveig Rut Sigurðardóttir
Stefán Björn Aðalsteinsson
Stefán L. Stefánsson
Sædís Jana Jónsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Guðrún er frá
Sauðárkróki en býr í Hafn-
arfirði. Hún er sjálfstætt
starfandi kjólameistari og
klæðskeri. Eiginmaður
hennar er Gunnar Helga-
son sjómaður.
Börn: Aðalsteinn Helgi
Gunnarsson f. 2015 og
Sigríður Sunna Gunn-
arsdóttir f. 2018.
Foreldrar: Sigríður Guð-
mundsdóttir f. 1952 verk-
stjóri og Björn Jónsson f.
1950 vélstjóri.
Guðrún
Björnsdóttir
50 ára Selvadore fæddist í
Tarto í Eistlandi og býr í Bol-
ungarvík. Hann er klarinett-
leikari og skólastjóri í Tón-
listarskólanum í
Bolungarvík.
Börn: Oliver, f. 2003 í Jap-
an. Í píanónámi.
Mariann, f. 2005 á Akureyri.
Í píanó- og fiðlunámi.
Eiginkona: Tuuli Rähni, pí-
anóleikari og organisti í Ísa-
fjarðarkirkju.
Foreldrar: Aino Rähni og
Rein Rähni.
Selvadore
Rähni
40 ára Andri er frá
Laugarvatni og býr í Hafn-
arfirði. Hann er bygginga-
tæknifr. og húsasmiður og
starfar sem deildarstjóri
fasteignasviðs hjá Rarik.
Eiginkona: Ásdís Hanna
Pálsdóttir nemi, f. 1981.
Börn: Hilmar Páll, f. 2006,
Ásgeir Hans, f. 2009, Þor-
björg Hekla, f. 2015, og
Páll Birnir, f. 2017.
Foreldrar: Hilmar Ein-
arsson, f. 1940, og Berg-
lind Pálmadóttir, f. 1942.
Andri Páll
Hilmarsson
--- ALLT A EINUM STAD �
HÓT E L R E K S T U R
Komdu og skoðaðu úrvalið í
glæsilegri verslun að Hátúni 6a
Hágæða rúmföt,
handklæði
og fallegar
hönnunarvörur
fyrir heimilið
Eigum úrval
af
sængurvera
settum
Percale ofin –
Micro bómul
l,
egypskri og
indverskri bó
mull
Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur.is