Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Atlantshafsbandalagið, NATO, stendur sífellt frammi fyrir nýjum áskorunum. Aðildarþjóðir banda- lagsins geta, þrátt fyrir að vera mis- stórar og með misjafnlega sterkan herafla, lært mikið hver af annarri og öflugt og skýrt samstarf banda- lagslandanna hefur sjaldan eða aldrei verið jafn mikilvægt og nú. Þetta er inntakið í Sameiginlegri sýn, Unified Vision eða UV 18, her- gagna- og samstarfsprófun á vegum NATO sem er nýafstaðin. Prófunin er haldin á tveggja ára fresti, núna tóku 17 af 29 aðildarþjóðum NATO þátt í henni, auk tveggja samstarfs- þjóða sem voru Svíþjóð og Finn- land. 1.250 hermenn og óbreyttir borg- arar í lofti, á láði og legi. 30 gríðar- lega öflugir gagnaþjónar. Tíu stofn- anir NATO, 25 eftirlits- og njósna- einingar og tugir herþotna, dróna, kafbáta og annarra farartækja. Þessar tölur sýna umfang UV 18 dagana 11.-26. júní sem núna var haldin í fjórða sinn. Prófanirnar voru gerðar í Belgíu, Tékklandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Hol- landi, Póllandi. Noregi, Spáni, Bandaríkjunum og á Norður- Atlantshafinu. Leita bestu leiðanna Blaðamaður Morgunblaðsins var í hópi fjölmiðlafólks víða að úr heim- inum sem NATO bauð til Tromsö í Noregi um miðja síðustu viku vegna UV 18. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Camille Grand, aðstoðar- framkvæmdastjóri varnarfjárfest- ingarsviðs NATO. Blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann hvaða tilgangi UV 18 þjónaði. „Við getum fullyrt að við lifum og störfum í umhverfi sem er minna fyrirsjáanlegt en nokkru sinni fyrr,“ svaraði Grand. „Það er auðveldara að miðla og deila upplýs- ingum og gögnum nú en áður og í dag eru beinar útsendingar af nán- ast hverju sem er. Á UV í ár var fyrst og fremst einblínt á hvernig best megi deila upplýsingum og gögnum. Að þau gögn sem ein aðild- arþjóð safnar geti önnur þjóð bandalagsins notað svo framarlega sem þeim er deilt í öruggu gagna- umhverfi NATO. Við erum líka að leita bestu leiðanna til að sú breiða þekking sem aðildar- og samstarfs- þjóðir NATO búa yfir nýtist sem best í starfseminni og hvernig megi samhæfa hana.“ Grand sagði að hafa bæri í huga að þær upplýsingar, sem deilt væri á vettvangi NATO, væru oftar en ekki viðkvæmustu upplýsingar sem viðkomandi þjóðir byggju yfir. Prófa nýjar hugmyndir Fyrsta UV-prófunin var haldin 2012 í kjölfar upphafs arabíska vors- ins svokallaða sem m.a. leiddi til bylt- ingar og stjórnarskipta í Líbíu og borgarastyrjaldar í Sýrlandi sem enn sér ekki fyrir endann á. „Aðal- tilgangurinn er að samstilla aðildar- þjóðirnar. Sumar þeirra eru með meira afl og fleiri hergögn en aðrar, en í UV skiptir það ekki máli,“ sagði Grand. „Þetta snýst ekki síst um tengslamyndun. Framtíðarsýn NATO er ekki að vera einhvers kon- ar vettvangur fyrir eftirlit, heldur að vera samstarfsvettvangur.“ „Hvers vegna skiptir svona aðgerð máli?“ spurði Thomas Smith, foringi hjá JISD, greiningar- og upplýs- ingasviði NATO. Hann svaraði síðan sjálfur spurningunni. „Aðildarþjóð- irnar eru misvel búnar og mismikið undirbúnar fyrir aðgerðir og NATO stendur frammi fyrir nýjum áskor- unum. Við erum sterkari saman en hvert í sínu lagi og getum lært mikið hvert af öðru,“ sagði Smith. Hann sagði að einn tilgangur UV 18 væri að prófa nýjar hugmyndir og tækni og nefndi sem dæmi gagna- þjóna sem ynnu saman. Örugg miðl- Morgunblaðið/Anna Lilja Neðansjávardrónar Dr. Catherine Warner segir að verkefni þeirra séu gjarnan skilgreind sem „D-in þrjú“: „Dull, Dangerous and dirty“. Sameiginleg sýn í síbreytilegum heimi  Í UV 18-prófun NATO var áhersla á örugga miðlun upplýsinga  Neðan- sjávarnet og neðansjávardrónar Á sjó Áhöfn Alliance, sem er rannsóknarskip Atlantshafsbandalagsins, NATO, siglir á rib-báti í Tromsö-firði við strendur Noregs. Tilgangurinn er að koma neðansjávardróna fyrir í hafinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.