Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018
Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna,
verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið.
Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent
12in Wall fan Hi-line Sabre Plate
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Hreint loft og vellíðan
Það borgar sig að nota það besta
VENT–AXIA VIFTUR
BAKSVIÐ
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Atlantshafsbandalagið, NATO,
stendur sífellt frammi fyrir nýjum
áskorunum. Aðildarþjóðir banda-
lagsins geta, þrátt fyrir að vera mis-
stórar og með misjafnlega sterkan
herafla, lært mikið hver af annarri
og öflugt og skýrt samstarf banda-
lagslandanna hefur sjaldan eða
aldrei verið jafn mikilvægt og nú.
Þetta er inntakið í Sameiginlegri
sýn, Unified Vision eða UV 18, her-
gagna- og samstarfsprófun á vegum
NATO sem er nýafstaðin. Prófunin
er haldin á tveggja ára fresti, núna
tóku 17 af 29 aðildarþjóðum NATO
þátt í henni, auk tveggja samstarfs-
þjóða sem voru Svíþjóð og Finn-
land.
1.250 hermenn og óbreyttir borg-
arar í lofti, á láði og legi. 30 gríðar-
lega öflugir gagnaþjónar. Tíu stofn-
anir NATO, 25 eftirlits- og njósna-
einingar og tugir herþotna, dróna,
kafbáta og annarra farartækja.
Þessar tölur sýna umfang UV 18
dagana 11.-26. júní sem núna var
haldin í fjórða sinn. Prófanirnar
voru gerðar í Belgíu, Tékklandi,
Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Hol-
landi, Póllandi. Noregi, Spáni,
Bandaríkjunum og á Norður-
Atlantshafinu.
Leita bestu leiðanna
Blaðamaður Morgunblaðsins var í
hópi fjölmiðlafólks víða að úr heim-
inum sem NATO bauð til Tromsö í
Noregi um miðja síðustu viku vegna
UV 18. Meðal þeirra sem þar fluttu
erindi var Camille Grand, aðstoðar-
framkvæmdastjóri varnarfjárfest-
ingarsviðs NATO.
Blaðamaður Morgunblaðsins
spurði hann hvaða tilgangi UV 18
þjónaði. „Við getum fullyrt að við
lifum og störfum í umhverfi sem er
minna fyrirsjáanlegt en nokkru
sinni fyrr,“ svaraði Grand. „Það er
auðveldara að miðla og deila upplýs-
ingum og gögnum nú en áður og í
dag eru beinar útsendingar af nán-
ast hverju sem er. Á UV í ár var
fyrst og fremst einblínt á hvernig
best megi deila upplýsingum og
gögnum. Að þau gögn sem ein aðild-
arþjóð safnar geti önnur þjóð
bandalagsins notað svo framarlega
sem þeim er deilt í öruggu gagna-
umhverfi NATO. Við erum líka að
leita bestu leiðanna til að sú breiða
þekking sem aðildar- og samstarfs-
þjóðir NATO búa yfir nýtist sem
best í starfseminni og hvernig megi
samhæfa hana.“
Grand sagði að hafa bæri í huga
að þær upplýsingar, sem deilt væri
á vettvangi NATO, væru oftar en
ekki viðkvæmustu upplýsingar sem
viðkomandi þjóðir byggju yfir.
Prófa nýjar hugmyndir
Fyrsta UV-prófunin var haldin
2012 í kjölfar upphafs arabíska vors-
ins svokallaða sem m.a. leiddi til bylt-
ingar og stjórnarskipta í Líbíu og
borgarastyrjaldar í Sýrlandi sem enn
sér ekki fyrir endann á. „Aðal-
tilgangurinn er að samstilla aðildar-
þjóðirnar. Sumar þeirra eru með
meira afl og fleiri hergögn en aðrar,
en í UV skiptir það ekki máli,“ sagði
Grand. „Þetta snýst ekki síst um
tengslamyndun. Framtíðarsýn
NATO er ekki að vera einhvers kon-
ar vettvangur fyrir eftirlit, heldur að
vera samstarfsvettvangur.“
„Hvers vegna skiptir svona aðgerð
máli?“ spurði Thomas Smith, foringi
hjá JISD, greiningar- og upplýs-
ingasviði NATO. Hann svaraði síðan
sjálfur spurningunni. „Aðildarþjóð-
irnar eru misvel búnar og mismikið
undirbúnar fyrir aðgerðir og NATO
stendur frammi fyrir nýjum áskor-
unum. Við erum sterkari saman en
hvert í sínu lagi og getum lært mikið
hvert af öðru,“ sagði Smith.
Hann sagði að einn tilgangur UV
18 væri að prófa nýjar hugmyndir og
tækni og nefndi sem dæmi gagna-
þjóna sem ynnu saman. Örugg miðl-
Morgunblaðið/Anna Lilja
Neðansjávardrónar Dr. Catherine Warner segir að verkefni þeirra séu
gjarnan skilgreind sem „D-in þrjú“: „Dull, Dangerous and dirty“.
Sameiginleg sýn
í síbreytilegum heimi
Í UV 18-prófun NATO var áhersla á
örugga miðlun upplýsinga Neðan-
sjávarnet og neðansjávardrónar
Á sjó Áhöfn Alliance, sem er rannsóknarskip Atlantshafsbandalagsins, NATO, siglir á rib-báti í Tromsö-firði við strendur Noregs. Tilgangurinn er að koma neðansjávardróna fyrir í hafinu.