Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 59
MINNINGAR 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018
Mig langar í
nokkrum fátækleg-
um orðum að minn-
ast vinar míns og
fyrrverandi vinnufélaga, hans
Hannesar. Glaðværari og hress-
ari vinnufélagi er vandfundinn.
Hannesi kynntist ég fyrst þar
sem ég var nýkomin til Reykja-
víkur og réð mig til starfa í Ár-
nesti þar sem Hannes starfaði
sem kokkur, áttum við ófáar
vaktirnar og næturvaktirnar
saman bæði í Árnesti, svo á
Fljótt og gott á BSÍ, seinna lágu
leiðir okkar saman í Veislunni
veitingaeldhúsi á Seltjarnarnesi
þar sem við störfuðum saman í
nokkur ár.
Hannes var yndislegur sam-
starfsmaður, hress og ávallt stutt
í spaugið og ófá voru þau hlátra-
sköllin sem glumdu yfir eldhúsið
er brandararnir fuku af vörum
hans og hinir kokkarnir óvinnu-
færir sökum hláturs, en þó að
hressleikinn og spaugið hafi ver-
ið hans aðalmerki var hann ávallt
tilbúin að hlusta, veita ráð ef
manni lá eitthvað á hjarta.
Mörg lífsins vandamál voru
rædd yfir stórum poka af gulrót-
um að flysja eða endalausu
magni af laufabrauði að steikja,
alltaf var gaman að spjalla við
Hannes.
Veislan var á þessum árum
svo miklu meira en vinnustaður
Hannes
Garðarsson
✝ Hannes Garð-arsson fæddist
26. desember 1950.
Hann lést 2. júní
2018.
Útför Hannesar
fór fram 19. júní
2018.
okkar sem þar
störfuðum; starfs-
menn Veislunnar
voru fjölskylda sem
starfaði náið saman
langan vinnudag og
miklar tarnir eins
og gengur og gerist
í veitingageiranum.
Bestu minningar
mínar frá þessum
tíma tengjast
starfsfélögunum og
ekki síður fjölskyldum þeirra,
enda voru margir gripnir inn í
verkin þegar mikið lá við og var
ég svo heppin að kynnast Dag-
nýju konu Hannesar, vinna með
og eignast yndislegar vinkonur í
dætrum hans Bertu og Möggu,
sem báðar störfuðu um tíma í
Veislunni, og oftar en ekki átti
litla skottið hans hún Eva, sem
þá var bara á grunnskólaaldri, til
að koma við á heimleiðinni, bara
til að kíkja á pabba og segja hæ.
Það var einmitt það andrúmsloft
sem einkenndi Veisluna og
Hannes átti sinn þátt í að skapa.
Þó að nokkur ár séu nú liðin
frá því að við hættum að vinna
saman og hver farinn sinn veg
hef ég fylgst með Hannesi og
hans líðan úr fjarlægð í gegnum
dætur hans, og veit hve mikinn
toll veikindi hans hafa tekið af
honum og fjölskyldunni. Ég veit
að leiðir okkar allra eiga eftir að
liggja saman í sumarlandinu eftir
okkar daga hér. Elsku fjölskylda,
ég votta ykkur öllum samúð mína
og bið allar góðar vættir að vaka
yfir ykkur. Hannes kveð ég með
væntumþykju og þökk fyrir allar
góðu stundirnar, öll góðu ráðin
og ekki síst öll hlátursköstin.
Andrea Ólafsdóttir.
Elsku amma.
Það eru margar
minningar sem
koma upp í hugann
þegar ég hugsa til stundanna
hjá ömmu og afa í Jörundar-
holtinu. Jörundarholtið var allt-
af miðpunktur fjölskyldunnar,
þarna komum við saman við öll
tilefni og vorum yfir lengri eða
skemmri tíma. Þær eru mér
mjög minnisstæðar stundirnar
sem við frændurnir nutum í
pössun hjá ömmu og afa, Jör-
undarholtið var eins og eitt völ-
undarhús þar sem mikið var
brallað en þar leyndust ævintýri
á hverju horni. Amma var alla
tíð mjög mikil fjölskyldumann-
eskja og var einstaklega góð og
hlý, til að mynda dekraði hún
okkur frændurna svo óhóflega
að við gengum oft á lagið. Hún
bar í okkur sælgæti, gos og allt
sem okkur lysti og við létum
hana sendast í kringum okkur
eftir hinu og þessu. Foreldrum
okkar þótti nú oft nóg komið
þegar við lágum yfir sjónvarp-
inu og amma fyllti á glösin okk-
ar, bætti á nammið og tók við
frekari pöntunum. Ef eitthvað
vantaði upp á var hlaupið í búð
svo strákarnir hennar ömmu
fengju nóg. Þetta átti að sjálf-
sögðu líka við um hin barna-
börnin.
Amma var einnig óspör á
hrós, hún sá það góða í fólki og
hikaði ekki við að láta fólk vita
Ingibjörg Jóna
Jónsdóttir
✝ Ingibjörg JónaJónsdóttir
fæddist 21. mars
1944. Hún lést 28.
maí 2018.
Útför Ingibjarg-
ar Jónu fór fram 6.
júní 2018.
af því. Við frænd-
urnir fengum góð-
an skammt af hrósi
í gegnum tíðina
sem oft endaði á
því að amma sagði
með brosi: „Já, ís-
lenska þjóðin hún
þarf sko ekki að ör-
vænta þegar svona
börn erfa landið.“
En svona var
amma, hún vildi allt
fyrir okkur gera og ást hennar í
okkar garð leyndi sér ekki.
Þegar amma og afi fluttu í
bæinn til þess að vera nær fjöl-
skyldunni og heilbrigðisþjón-
ustu jukust um leið samskipti
okkar í seinni tíð. Oft var rætt
um pólitík og hafði amma ein-
stakt lag á því að leiða saman
ólík sjónarmið hjá fólki jafnvel
þótt hún vissi vel að enginn
samhljómur væri þar á milli.
Húmorinn hennar ömmu varð
alltaf beittari með árunum og
hafði ég sérstaklega gaman af
því að fylgjast með henni gant-
ast í pabba og taka hann úr
jafnvægi. Mér finnst sem amma
hafi að nokkru leyti verið að
leggja mér lífsreglurnar þennan
tíma þar sem hún brýndi fyrir
mér hvað það væri sem skipti
raunverulega máli í lífinu. Sér-
staka áherslu lagði hún á æðru-
leysi og tók fram að í því fælist
ekki kæruleysi. Með æðruleysi
að vopni er maður betur búinn
undir þá öldudali sem hent geta
á lífsleiðinni sagði hún. Þessi
orð ömmu sitja fast í mér og
mun ég taka þau áfram inn í líf-
ið.
Elsku amma, fráfall þitt skil-
ur eftir stórt gat í hjörtum okk-
ar, hvíldu í friði.
Marvin Ingi Einarsson.
✝ Jóna Krist-björg Jóns-
dóttir fæddist í
Stóra-Sandfelli 1 í
Skriðdal 13. mars
1924. Hún lést á
dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund 9. júní 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Ein-
arsson, f. 19. júlí
1886, d. 20. sept-
ember 1975, og Guðbjörg Her-
mannsdóttir, f. 3. maí 1891, d.
27. maí 1975. Systkini Jónu
voru: Hermann, f. 17. október
1915, d. 17. september 1991, Sól-
veig Elísabet, f. 11. október
1916, d. 4. nóvember 1984, Guð-
rún Vilborg, f. 6. febrúar 1919,
d. 17. september 2002, Dagrún
Sigurbjörg, f. 10. janúar 1922, d.
18. mars 1995, og Gróa Sólborg,
f. 5. maí 1927, d. 15. september
2005.
ir þeirra er Líf, f. 16. febrúar
2017. 2) Guðjón, f. 13. febrúar
1952, maki Unnur V. Ingólfs-
dóttir, f. 15. janúar 1952, sonur
þeirra er Magnús, f. 30. júlí
1979, maki Ingibjörg Sigur-
björnsdóttir, f. 21. apríl 1979,
synir þeirra eru: a) Guðjón, f.
2008, og b) Dagur f. 2011. 3)
Stefán, f. 1. janúar 1959, sam-
býliskona Lone Madsen, f. 16.
desember 1964, áður var Stefán
kvæntur Þrúði Steinarsdóttur, f.
23. mars 1965, sonur Stefáns og
Þrúðar er Steinar, f. 6. október
1985, sambýliskona Mette Dahl-
mann Christensen, f. 15 maí
1985, dóttir þeirra er Sofia, f.
10. janúar 2017. 4) Sólveig, f. 27.
október 1960, maki Halldór
Árnason, f. 20. apríl 1958, börn
þeirra eru: a) Vaka, f. 12. októ-
ber 1981, maki Nils Banthien, f.
15. febrúar 1982, dætur þeirra
eru: Belén, f. 2009, og Lind, f.
2010, b) Alda, f. 4. nóvember
1983, maki Steinþór Gíslason, f.
27. desember 1983, börn þeirra
eru: Nói, f. 2009, Lísa, f. 2011, og
Einar, f. 2013, c) Árni, f. 23. júní
1993.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Jóna ólst upp í
Stóra-Sandfelli en
bjó öll sín fullorð-
insár í Reykjavík.
Eiginmaður
Jónu var Magnús
Stefánsson, f. 28.
febrúar 1919, d. 11.
júlí 2014. Magnús
og Jóna gengu í
hjónaband 29. des-
ember 1949. Þau
hófu búskap á Nes-
vegi 60 í Reykjavík en fluttu árið
1955 í Garðsenda 13. Þar bjuggu
þau til ársins 2012 er þau fluttu í
öryggisíbúð í Hlíðarhúsum 3.
Börn Jónu og Magnúsar eru:
1) Guðrún, f. 13. maí 1949, maki
Helgi Hermann Hannesson, f.
16. júní 1953, dætur þeirra eru:
a) Jóhanna Kristbjörg, f. 10.
september 1986 og b) Elísabet
Guðbjörg, f. 6. júlí 1990, sam-
býlismaður Pétur Freyr Pét-
ursson, f. 28. október 1990, dótt-
Tengdamóðir mín, Jóna Krist-
björg Jónsdóttir, hefur lokið
langri ævi. Jóna var fædd á bæn-
um Stóra-Sandfelli 1 í Skriðdal
1924. Hún gekk í Alþýðuskólann
á Eiðum þar sem hún kynntist til-
vonandi eiginmanni sínum,
Magnúsi Stefánssyni. Líkt og
margir af hennar kynslóð sleit
hún barnsskónum í sveitinni,
hleypti heimdraganum ung og
flutti á mölina eins og sagt var á
þeim tíma. Sautján ára hélt hún
til sjós, eins og hún orðaði það,
þegar hún réð sig sem matselju í
verbúð á Suðurnesjum. Aðspurð
sagði hún að starfinu hefði ekki
fylgt áhætta fyrir unga stúlku
þar sem bátsverjar slógu skjald-
borg um sína konu. Jóna gekk
einn vetur í Kvennaskólann á
Hverabökkum í Hveragerði.
Hannyrðir hennar frá þeim tíma
eru lýsandi fyrir listhneigð, vand-
virkni og smekkvísi, eiginleika
sem henni voru eðlislægir.
Jóna og Magnús bjuggu lengst
af í eigin húsi í Garðsenda 13 í
Reykjavík. Neðri hæð hússins
var gjarnan hreiður barna þeirra
og tengdabarna fyrstu búskapar-
árin og stökkpallur til annarra
dvalarstaða. Þannig nutum við
fjölskyldan ógleymanlegra sam-
vista við Jónu og Magnús.
Kynni okkar Jónu spanna 45
ár og með okkur tókst góð vinátta
þegar í upphafi. Hún var trygg-
lynd, hlý og nærgætin. Ungviðið í
fjölskyldunni fór ekki varhluta af
þessum eiginleikum hennar. Þeg-
ar börnin bar að garði gaf hún sig
alla að þeim.
Jóna hafði góðan húmor og sá
gjarnan spaugilegu hliðarnar á
málunum, ekki síst þegar hún átti
sjálf í hlut. Hún var góður kokkur
og kröfuhörð á hráefni. Frásagn-
ir hennar af samskiptum við fisk-
sala og aðra kaupmenn, sem
skorti liðlegheit til að þóknast
óskum viðskiptavinarins, voru oft
tilefni skemmtilegra stunda og
skellihláturs. Eldhúsið í Garðs-
enda var hjarta hússins. Þar var
oft glatt á hjalla þegar fjölskyld-
an kom saman til að njóta veit-
inga sem Jóna bar fram af ein-
stakri smekkvísi. Hún var
söngelsk, hafði fallega rödd og
síðustu mánuðina var söngur
hennar helsta yndi.
Eftir 57 ára búsetu í Garðs-
enda fluttu Jóna og Magnús í ör-
yggisíbúð í Hlíðarhúsum í Graf-
arvogi.
Eftir andlát Magnúsar 2014
bjó Jóna áfram í íbúðinni. Heilsu
hennar hrakaði jafnt og þétt og
síðla sumars 2017 flutti hún á
dvalar- og hjúkrunarheimilið
Grund þar sem hún lést 9. júní
síðastliðinn.
Að leiðarlokum þakka ég ára-
langa vináttu, væntumþykju og
stuðning. Megi minningin um
hana lifa.
Unnur V. Ingólfsdóttir.
Jóna Kristbjörg
Jónsdóttir
Komdu margblessaður og
vertu velkominn. Hvað er að
frétta úr Eyjum? Svona hófust
yfirleitt samtöl okkar Ástþórs
þegar ég heimsótti hann og við
búnir að takast þétt í hendur. Síð-
an settumst við niður og eftir að
ég hafði sagt honum frá því
helsta sem gerst hafði heima frá
því að ég hitti hann síðast komu
frásagnir hans og sögur úr Eyj-
um en frændi var ótrúlega minn-
ugur um menn og málefni Eyja-
manna. Aldrei hallmælti hann
nokkrum manni í frásögnum sín-
um enda var Ástþór orðvar og
vandaður maður.
Hann sagði mér frá því þegar
afi Einar hóf fjárbúskap en þá
Ástþór
Einarsson
✝ Ástþór YngviEinarsson
fæddist 18. júní
1930. Hann lést 9.
júní 2018.
Foreldrar hans
voru Einar Yngva-
son og Guðrún Eyj-
ólfsdóttir. Eigin-
kona Ástþórs var
Jóna Sturludóttir,
f. 22. mars 1926, d.
30. janúar 2016.
Börn þeirra eru Hrafnhildur og
Ingvi Þór.
Útförin fór fram í kyrrþey.
var Ástþór níu ára
og fékk að launum
fallega gimbur fyrir
dugnaðinn eftir
sumardvöl í sveit-
inni. Ástþór sagði
mér frá því þegar
hann var í útgerð
með þeim feðgum í
Hlíðardal, Guðjóni
og Begga, og gerðu
út Skuld VE, en
frændi var vélstjóri.
Hann sagði frá því þegar þeir
fóru á Skuldinni með fé í úteyjar,
hverjir hefðu verið með fé þar og
hvernig skiptingu bújarða var
háttað á þessum tíma. Hann
sagði mér frá árunum í Þurrk-
húsinu og þegar hann gerðist
atvinnubílstjóri á Bifreiðastöð
Vestmannaeyja upp úr 1961.
Frændi átti vörubíla sem báru
skráningarnúmerið V-305. Hann
vann oft í bílnum fyrir utan heima
á Faxastíg 39, að smyrja og lag-
færa eða þrífa og bóna. Þegar fór
að styttast í þjóðhátíð kom
spenningur í okkur peyjana þeg-
ar Ástþór breytti V-305 úr vöru-
bíl í bekkjabíl. Þá fengum við að
aðstoða eins og geta okkar stóð
til, pallurinn og hliðarborðin voru
máluð, grindin sett yfir pallinn,
síðan komu löngu bekkirnir og
síðast dúkurinn yfir grindurnar.
Allt þurfti að vera fínt og flott á
bílnum og allt svo öruggt þegar
hátíðin byrjaði en svona var Ást-
þór frændi.
Á fyrsta í þjóðhátíð vorum við
peyjarnir komnir í jakkafötin og
tilbúnir í Dalinn og auðvitað var
farið með frænda í fyrstu ferð,
þeir sem höfðu aldur til voru
fengnir til að rukka á pallinum og
þótti það mikil upphefð.
Áður en vatnsleiðsla var lögð
til Eyja sáu vörubílstjórar um að
aka vatni til bæjarbúa í þurrki.
Það var ævintýri fyrir litla peyja
að fara í ferðir á vörubílnum með
frænda með fullan vatnstankinn
á pallinum og fylgjast með því
þegar vatninu var dælt í brunn-
ana við húsin en vatnið var sótt í
brunn í Herjólfsdal. Það þurfti
líka vörubíla við löndun úr bát-
unum sem lönduðu nánast á
hverjum degi yfir vertíðina en þá
var fiskinum ekið frá bátunum.
Svo þegar loðnuveiðar hófust var
löndun nánast allan sólarhring-
inn og sagði frændi mér að þetta
hefði verið ofboðsleg vinna.
Eftir að Ástþór og Jóna fluttu
frá Eyjum reyndi ég að heim-
sækja þau eins oft og ég gat ef ég
átti leið til Reykjavíkur og síðar
Ástþór þegar hann var orðinn
einn, en hann missti Jónu sína ár-
ið 2016.
„Vertu margblessaður og takk
fyrir heimsóknina og sjómanna-
dagsblaðið,“ sagði hann þegar ég
kvaddi hann nokkrum dögum áð-
ur en hann lést en þá var hann
kominn á Vífilsstaði. Síðan gekk
hann áleiðis að herberginu sínu,
hann var að fara að sækja gler-
augun sín því hann ætlaði aðeins
að kíkja í blaðið. Ég minnist og
kveð frænda minn með söknuði
og þakklæti. Blessuð sé minning
hans.
Meira: mbl.is/minningar
Pétur Steingrímsson.
Hvernig á ég, Jóna mín, að
hella upp á kaffi? Jú, Ástþór
minn, þú gerir svona, svona og
svo svona. Þá er það klárt.
Jóna var að fara á spítala
vegna berkla. Þetta var árið 1968.
Fyrsta barnabarn þeirra nýfætt
og ekki auðvelt að yfirgefa sína.
Auðvitað kunni hann að hella
upp á kaffi, en væntumþykjan og
þessi skemmtilega stríðni sem
einkenndi þau hjónin alla tíð end-
urspeglast í þessu.
Hann gat alls ekki án hennar
verið og á sama hátt átti það við
um hana.
Þessi góðu og skemmtilegu
hjón sem við eigum svo margt að
þakka. Afi og amma barnanna
minna. Takk mín kæru. Vináttan
og hjálpsemin sem einkenndi þau
hjónin Jónu og Ástþór entist
þeim lengi.
Jóna fékk bata og þau áttu
mörg góð ár saman í blíðu og smá
stríðni. Fyrirmynd fólks er vill
vera saman og láta gott af sér
leiða.
Þannig er sú mynd er ég hef af
þeim heiðurshjónum Jónu
Sturludóttur og Ástþóri Einars-
syni. Guð blessi minningu þeirra.
Andrés Sigmundsson.
Símon kvaddi
fyrirvaralaust og
ótímabært, en eftir
standa minningar
að ylja sér við. Vinátta okkar
Símon Ingi
Gestsson
✝ Símon IngiGestsson fædd-
ist 23. desember
1944. Hann lést 5.
júní 2018.
Útför Símonar
fór fram 22. júní
2018.
stóð á traustum
merg og má rekja
áratugi til baka, er
ekki frá því að okk-
ar fyrstu kynni hafi
tengst hestakaup-
um, en í slíkum við-
skiptum var Símon
á heimavelli og
setti sig aldrei úr
færi ef því var að
skipta. Við slík
tækifæri kom á
hann óræður svipur, við kölluð-
um það „pókerfeis“, og var þá
ljóst í hvað stefndi; hann var bú-
inn að sjá út næsta fórnarlamb í
verslun.
Traustur og góður félagi og
umfram allt skemmtilegur, það
brást aldrei hvað sem á gekk,
þannig var Símon. Símon var
fastagestur á þorrablótum með
okkur á Ytra-Skörðugili, við
ferðuðumst saman á hestum,
fórum saman á landsþing LH og
þrívegis fórum við saman til
Danmerkur á hestaviðburð í Óð-
insvéum, síðast í febrúar sl. Í
þeim ferðum deildum við alltaf
herbergi og jafnvel rúmi og
þótti ekki tiltökumál, höfðum
lúmskt gaman af því að fara út
fyrir rammann, storka umhverf-
inu og uppskárum stundum und-
arleg svipbrigði og augngotur;
þá var tilganginum náð. Það var
gott að heimsækja þau Símon og
Heiðrúnu út í Barð og eins í Bæ
þegar þau voru þar og Símon
orðinn „bæjarstjóri“. Í Hofsósi
hafði Símon komið sér vel fyrir,
innréttað hesthús af smekkvísi
eins og honum var lagið, hann
var staddur í nýjum kafla lífsins,
það var ekkert fararsnið á hon-
um.
Fjölskyldan á Ytra-Skörðugili
saknar vinar í stað en geymir
með sér minningar sem ekkert
skyggir á. Fjölskyldu Símonar
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ingimar og Kolbrún.