Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 Dóra Magnúsdóttir dora@mbl.is Inngangurinn í verslunarmiðstöðina í Lóuhól- um er frekar hefðbundinn. Hárgreiðslustofa til hægri og Bónus til vinstri, svo apótek. En svo birtist pólska verslunin Dzien Dobry sem útleggst Góðan daginn á ylhýra og asíska verslunin Fiska.is. Báðar með framandi vörur og maður er strax kominn svolítið til útlanda. Þegar gengið er áfram inn í verslunarkjarn- ann, framhjá Póllandi og Litlu-Asíu, blasir Litla-Afríka við, eða AfroZone, óformlegt fé- lagsheimili Afríkubúa á Íslandi. Þó skal tekið fram strax í byrjun að AfroZone er fyrst og fremst sérverslun í Lóuhólum með afrískar vörur og sérvörur fyrir fólk á Íslandi með dökkt hörund og hár sem getur verið erfitt viðureignar að sögn Patience Karlsson, eig- anda verslunarinnar. Þegar blaðakonu ber að garði er hún að flétta Sögu, vinkonu Tinnu, 10 ára dóttur Patience og Þóris, með að því er virðist ótelj- andi litlum fléttum sem hún blandar gervihári með bláum endum. Það er ljóst að hin unga Saga verður svalasta stúlkan á svæðinu í sum- ar. Patience greiðir og fléttar afróhár en hún segir að sértækni þurfi til að meðhöndla það, tækni sem ekki er á valdi alls hárgreiðslu- fólks. Því sé oft haldið í skefjum með fléttum sem eru tímafrekar en afar fallegar. Hún seg- ir einnig að dökk húð þurfi feitari krem eða hreinar olíur hérlendis vegna veðurfarsins og því sé kakóbauna- og kókosolía afar vinsæl meðal fólks með dökka húð sem hér býr. Að sjálfsögðu fást líka ýmsar sérstakar hárvörur fyrir þeldökkt fólk svo og ýmsar matvörur frá Gana. Patience segir að reyndar séu hár- og snyrtivörurnar farnar að njóta vinsælda með- al fólks með ljósa en þurra húð og þurrt hár. Í AfroZone má sjá framandi mat, svo sem jam- rót, ýmsar bananategundir og mjöl af ýmsum gerðum, fersk aloe vera blöð, afróhárskraut, föt, skart og margt fleira. Hefðbundin æska og samheldin fjölskylda Patience, eða Pat eins og hún er kölluð, kom hingað til lands árið 2003 og giftist hon- um Þóri sínum. Hún segist hafa átt fremur hefðbundna æsku í Gana. Pabbi hennar var lögreglustjóri og mamma hennar sinnti land- búnaðarstörfum samhliða heimilisstörfum eins og algengt er víða í Afríku en hún á fjög- ur systkini, tvo bræður og tvær systur auk hálfsystkina sem eru eldri en hún. Það sem var ódæmigert í æsku hennar var lögreglu- stjórastaða föður hennar í Gana sem kallaði á reglulega flutninga fjölskyldunnar á um það bil tveggja til fjögurra ára fresti. Sem þýddi að hún og fjölskylda hennar skutu hvergi rót- um og bjuggu víða í landinu. Hún segist ekki hafa upplifað þetta sem rótleysi, ræturnar voru fyrst og fremst hjá fjölskyldunni, og henni fannst spennandi að flytja á nýja staði og kynnast nýjum vinum. Spjall Patience við blaðakonu Fjölskyld- unnar fer fram á ensku sem hún segir þó ekki vera móðurmál sitt heldur ewe, tungumál sem er talað af sex til sjö milljónum manna í Gana og víðar. Enska er hins vegar tungumálið sem sameinar fjölda fólks í þessum hluta Afríku og er enska því Pat mjög töm, en hún hefur m.a. starfað sem enskukennari unglinga í sínu heimalandi. Hún segst hafa verið í hefðbundnum skól- um framan af en 13 ára hafi hún farið í heima- vistarskóla sem er algengt fyrirkomulag í Gana og hún eigi þaðan mjög góðar minn- ingar. En hvað í ósköpunum dró þessa ganversku konu til Íslands? Jú, það er ástin – eins og svo oft þegar út- lendingar ákveða að flytja hingað út á mitt ballarhaf, þar sem sumrin eru kaldari en vet- ur víðast á jarðkringlunni. Patience fann ást- ina á Íslandi eða reyndar kom Þórir Karlsson út til Gana og þar fundu þau hvort annað, en þau höfðu kynnst gegnum sameiginlega vini og spjallað mikið og tengst á netinu þegar hann kom út. Þórir starfar hjá Jarðborunum og hefur unnið ýmis störf gegnum tíðina en hann vann í framleiðsludeild Actavis þegar þau kynntust. Hann sagði að það hefði aldrei verið valkostur að draga sambandið á langinn vegna flækju- stigs við að fara oft milli Íslands og Gana. Enda reyndist það ekki nauðsynlegt því þau höfðu náð vel saman í sínum samskiptum áður og staðfestu þá nánd þegar þau hittust. Strax sannfærð um að þau ættu samleið í lífinu „Við áttum strax mjög margt sameiginlegt. Við erum bæði kristin og deilum sömu gildum í lífinu, svo sem kristnum gildum og fjöl- skyldugildum. Við vissum strax bæði að við vorum rétt hvort fyrir annað og sannfærð um að við værum að taka rétta ákvörðun,“ segir Patience enda flutti hún til Íslands tveimur mánuðum eftir að þau hittust fyrst í Gana. „Síðan eru liðin 15 ár,“ segir Patience og bros- ir enda ljóst að þau höfðu bæði rétt fyrir sér. – Talandi um gildi. Hvernig upplifði Pati- ence gildin í íslensku samfélagi þegar hún kom hér fyrst? „Það er mikill munur á íslensku og gan- versku samfélagi. Í Gana er borin mikil virð- ing fyrir þeim eldri og fólk þiggur almennt að- stoð þegar hún er veitt. Mér finnst eins og fólki hér finnist það merki um veikleika ef það þiggur aðstoð af einhverju tagi.“ Hún segist þó upplifa mikið örlæti í báðum löndum en þó með ólíkum hætti. Ganverjar opna dyrnar gjarna fyrir fólki og bjóða mat og húsaskjól ef þeir hafa tök á því. Þó að Íslendingar standi betur hvað örlæti varðar í efnislegum gæðum þá gefa Ganverjar af því sem þeir eiga af engu minna örlæti. „Íslenskt samfélag hefur breyst mjög mikið á 15 árum síðan ég kom hingað fyrst. Fólk er almennt miklu jákvæðara og opnara gagnvart útlendingum og ýmsu sem er öðruvísi.“ Hún segir að ýmsir viðburðir, svo sem fjölmenn- ingarhátíðir, hafi haft góð áhrif á opnara við- mót Íslendinga gagnvart útlendingum og fjöl- menningu en Íslendingar séu þó enn almennt lokaðri en flestir sem hún þekkir frá Afríku. Hún minnist þess ekki að hafa mætt for- dómum hérlendis; frekar að fólk hafi oft hald- ið sig til baka gagnvart henni fyrstu árin eftir að hún kom. Kannski vegna óöryggis. Þegar Patience fluttist hingað til lands var hún búin að ljúka kennaranámi og var bjart- sýn á að hún gæti á starfað hér sem kennari. Eða við bókhald sem hún hafði reynslu af. En þótt hún segi að íslenskt samfélag hafi al- mennt tekið sér vel þá hafi ekki það sama ver- ið upp á teningnum á vinnumarkaðnum. Er- lent nafn hafi verið nógu erfitt á atvinnu- umsókn en lítil sem engin íslenskukunnátta, eins og þegar Patience kom fyrst til landsins, gerði stöðuna erfiða. Hún byrjaði því að vinna í fiski og við þrif sem eru dæmigerð störf fyrir útlendinga sem ekki hafa náð tökum á málinu. En síðan þá hefur hún lært góða íslensku og lokið kennararéttindaprófi í Opna háskólanum og MBA-námi á vegum HÍ. Doktorsnám samhliða umönnun og verslanarekstri Í spjalli okkar kemur í ljós að Patience er enginn venjulegur námsmaður því á seinna árinu í réttindanáminu byrjaði hún í MBA- námi og á seinna árinu í því námi byrjaði hún í doktorsnámi, sem hún hefur þó ekki lokið en er á góðri leið með ritgerð sína um samfélags- lega ábyrgð fyrirtækja en hún valdi efnið í kjölfarið á MBA-náminu. Það er ef til vill ekki skrýtið að hún finni ekki tíma til að einbeita sér að doktorsritgerðinni því hún vinnur mikið í búðinni og tekur reglulegar vaktir á Grund. Fjölskyldan flutti til Bretlands árið 2014-’15 þegar Patience fór í skiptinám sem hluta af doktorsnáminu, en þá tók hún námskeið í umönnun til að geta unnið við hana samhliða náminu. Þórir segir þetta hafa verið góðan tíma fyrir fjölskylduna en hann hafi fengið vinnu á vöruhúsi á næturnar, komið börn- unum í skólann þegar hann kom heim og sofið á daginn þar til þau komu heim úr skólanum og þannig hafi þetta allt gengið upp. Þau hjónin eiga þrjú börn, Karl 13 ára, Tinnu 10 að verða 11 ára og Jóel sem er níu ára. Fjölskyldan býr á Ásbrú og ganga því krakkarnir öll í Háaleitisskóla. Tinna er frammi í búðinni þegar blaðakona er búin að spjalla við mömmu hennar og sýnir henni ýmsar framandi vörur, afrískt rótargrænmeti, olíur og hárkrem. Hún segist oft afgreiða í búðinni og hún viti sumt um vörurnar en ekki allt. Henni finnst gaman að vera í sumarfríi en það sé ekki alltaf gaman að vinna í búðinni, en samt stundum. Skömmu seinna kemur Karl, elsti sonurinn, og tekur við afgreiðslunni og sýnir þar fagmannlega takta enda elstur en Jóel er uppteknari af leikjum í símanum enda bara níu ára. Verslunarmiðstöðin í Lóuhólum er svo sannarlega ekki öll þar sem hún er séð. Litla-Afríka í Lóuhólum Verslunarmiðstöð í Breiðholti er ekki öll þar sem hún er séð. Þar er til dæmis AfroZone í eigu Patience og Þóris Karlssonar en það eru 15 ár síðan þau gengu í hjónaband. Þau hafa eignast þrjú falleg börn og ýmislegt hefur drifið á daga þessarar fjölskyldu sem á ættir að rekja til tveggja ólíkra landa, sem þó eiga eitt og annað sameiginlegt. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Fjölskyldulíf Flott fjölskylda með ræt- ur frá Gana og Íslandi. Frá vinstri: Tinna, Þórir, Jóel, Patience og Karl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.