Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 57
MINNINGAR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 ✝ Jóhanna Aðal-björg Ólafsdóttir fæddist í Hestgerði, Suður- sveit í Austur- Skaftafellssýslu 13. febrúar 1926 og ólst þar upp og bjó þar síðan mestalla starfsævi sína. Hún lést á hjúkrunar- heimili HSSA 17. júní 2018. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Björnsdóttir frá Brunnum í Suðursveit, f. 12.8. 1898, d. 25.8. 1946, og Ólafur Gíslason frá Hnappavöllum í Öræfum, f. 22.1. 1896, d. 6.2. 1980. Móðurforeldrar hennar voru Jóhanna Jóhannsdóttir, f. 23.11. 1863 á Kálfafellsstað í Suður- sveit, d. 14.4. 1955, og Björn Klemensson, f. 27.11. 1869 á Litlu-Tjörnum í Fnjóskadal, d. 19.11. 1911. Föðurforeldrar Jóhönnu voru Ólöf Stefánsdóttir f. 16.11. 1856 5.3. 1960, faðir hennar var Guð- brandur Aðalsteinn Sigfússon frá Skálafelli í Suðursveit, f. 13.4. 1919, d. 20.10. 2006. Birna var í sambúð með Ingólfi Vopna Ingvasyni, f. 5.3. 1959, d. 3.9. 2012, og eru börn þeirra Jó- hanna Íris, gift Sindra Bessa- syni, Ingvi og Anna Soffía. Barnabörn Birnu og Ingólfs Vopna eru fjögur. Jóhanna ólst upp hjá foreldr- um sínum í Hestgerði og tók snemma til hendinni við algeng sveitastörf. Við veikindi og and- lát móður sinnar tóku þær syst- ur, Jóhanna og Torfhildur, við heimilishaldi og varð það síðan aðalstarf Jóhönnu í búi föður síns og síðar Björns bróður síns eftir að eiginkona hans lést skyndilega frá tveimur korn- ungum börnum. Auk þess var hún ráðskona m.a. í verbúðum á Höfn nokkrar vetrarvertíðir og um tíma matráðskona við Hrol- laugsstaðaskóla og við byggingu Smyrlabjargavirkjunar. Við starfslok keypti hún litla íbúð á Höfn og bjó þar uns hún flutti á hjúkrunarheimili HSSA, þar sem hún dvaldi síðustu æviárin. Útför Jóhönnu fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 28. júní 2018, kl. 14. Jarðsett verður í Kálfafellsstaðarkirkjugarði. á Hnappavöllum í Öræfum, d. 10.2. 1930, og Gísli Þor- steinsson, f. 22.5. 1856 á Reynivöllum í Suðursveit, d. 31.12. 1922. Systkini Jóhönnu eru: Rósa Sigríður, f. 15.9. 1924, d. 18.2. 2018, Torf- hildur, f. 28.5. 1927, og Björn Klemenz, f. 28.9. 1935. Börn Jóhönnu eru: 1) Trausti Sigurbjörn, f. 23.10. 1954, faðir hans var Hörður Grímkell Valdi- marsson frá Fáskrúðsfirði, f. 19.7. 1928, d. 21.2. 2004. Hálf- systir Trausta, samfeðra, er Arna Ósk, f. 11.2. 1969. Trausti er kvæntur Soffíu Kristjönu Kristjánsdóttur, f. 2.4. 1954, og eru börn þeirra: Sigurlaug Hrefna, gift Ragnari Karli Jó- hannssyni, og Ólafur Hrafn, var kvæntur Birnu Þorsteinsdóttur. Barnabörn Trausta og Soffíu eru fimm. 2) Birna Róshildur, f. Í dag fylgjum við til hinstu hvílu konu sem mér þykir óskap- lega vænt um, Jóhönnu Aðal- björgu Ólafsdóttur, tengdamóð- ur minni. Ég kynntist henni fyrir 40 ár- um er ég kom í fyrsta skipti í Hestgerði í Suðursveit þar sem hún bjó ásamt Birni bróður sín- um og börnum. Þarna hitti ég móður Trausta verðandi eigin- manns míns, sem var hennar einkasonur. Hún tók mér strax vel og þótt Jóhanna væri kona ekki margra orða fann ég að frá henni streymdi hlýja og góðvild. Jóhanna var vinnusöm og dugleg, hún var alltaf með eitt- hvað á prjónunum og þegar frumburður okkar hjóna fæddist prjónaði hún þá dásamlegustu ungbarnasokka sem ég hafði séð. Ég veit til þess að slíka sokka gaf hún flestum ef ekki öllum þeim börnum sem fæddust í stórfjölskyldunni og jafnvel utan hennar. Tengdamóðir mín var snilling- ur í höndunum og allt sem hún lét frá sér var listilega vel gert. Hún var svo vandvirk. Það var alltaf gaman að koma í sveitina til ömmu Jóu og Björns frænda, þau tóku ætíð svo vel á móti okkur og minnast börnin ömmu sinnar með hlýju og elsku. Síðustu áratugi ævi sinnar eignaðist tengdamóðir mín góð- an vin í honum Sigga og með honum ferðaðist hún talsvert innanlands og fór með honum í sína fyrstu utanlandsferð. Henni þótti vænt um Sigga og það var svo sannarlega endurgoldið, hann var góður maður. Elsku Jóa mín, nú ertu horfin í Sumarlandið og þeir sem eru farnir á undan hafa án efa tekið vel á móti þér, því þú vildir öllum vel, bæði mönnum og málleys- ingjum. Ég sakna þín og ylja mér við góðar minningar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Guð blessi minningu elsku- legrar tengdamóður minnar. Soffía K. Kristjánsdóttir. Elsku amma Jóa í sveitinni hefur nú kvatt okkur hinsta sinni. Í hugskoti okkar sjáum við ömmu Jóu standa í eldhúsinu í Hestgerði með svuntuna sína og við systkinin á hnjánum með nef- ið upp að ofnglugganum að skoða hvort nú væri rúgbrauð, jógúrtkökur eða ástarpungar í bígerð. Hún kenndi okkur að taka þátt í húsverkunum, að sækja egg í hænsnakofann fyrir þá yngstu þó ekki meira væri. Um miðja sumarnótt stóðum við álengdar með ömmu Jóu meðan merin kastaði, ekki skyldum við raska ró hennar eða undurfal- lega folaldsins sem kom í heim- inn. Við sjáum ömmu Jóu líka fyrir okkur inni í stofu með öðru heimilisfólki þar sem prjónarnir léku í höndunum á henni og hver flíkin á fætur annarri varð til á meðan heimilisfólkið ræddi um fréttir dagsins, heyskap, veðrið eða aðra sveitunga. Á síðkvöld- um sat hún svo með mömmu heitinni inni í eldhúsi að skrafa. Við munum líka eftir gleðinni þegar pakkar komu frá ömmu Jóu fyrir jól fullir af listilega prjónuðum lopasokkum og vett- lingum sem hlýjuðu okkur yfir veturinn. Við systkinin urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að fara í Hestgerði í um vikutíma á hverju sumri. Faðir okkar var vinnumaður í Hestgerði á ung- lingsárum sínum. Jóa og systkini hennar héldu ómetanlega tryggð við föður okkar alla tíð. Í Hest- gerði var oft þröng á þingi en alltaf var okkur tekið opnum örmum. Við systkinin eigum ótalmargar minningar úr sveit- inni og sérstaklega af ömmu Jóu sem okkur þótti svo vænt um. Það segir margt um manngerð hennar að alltaf kölluðum við hana ömmu Jóu þótt ekki værum við tengd henni blóðböndum. Hún var rólynd en ákveðin, þol- inmóð og hlý. Bjarki fetaði í fót- spor föður okkar og var vinnu- maður í Hestgerði fjögur sumur. Þau sumur hugsaði Jóa um Bjarka eins og hann væri hennar eigin ömmustrákur. Minningarn- ar eru óteljandi: bragðgóður sil- ungurinn úr lóninu, aukafiskbit- inn sem hún gaf gömlu kisu eða að sjá eftir henni hlaupandi út í óveðrið um miðja nótt að þjón- usta bensínlausa bílstjóra. Upp- full af hlýju, umhyggju og góð- um ráðum átti hún stóran þátt í að koma honum Bjarka til manns. Þegar við síðast heimsóttum Jóu á hjúkrunarheimilið á Höfn var minnið ekki jafngott og áður. Hún þekkti þó hann Bjarka sinn um leið. Tók hann undir arminn og gekk hnarreist eftir göngun- um og sagði við alla sem heyra vildu: „Þetta er hann Bjarki, vinnumaðurinn minn.“ Við þökkum Jóu þá tryggð og hlýju sem hún sýndi foreldrum okkar svo lengi sem hún lifði. Við þökkum fyrir þá alúð og áhuga sem hún sýndi okkur systkinun- um, falleg minning hennar mun lifa með okkur alla tíð. Við vott- um fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Bjarki, Kristín og Anna. Ég horfði á Bíódaga Friðriks Þórs Friðrikssonar nýlega. Saga mín, eins og svo margra drengja á þeim árum, er svipuð aðalsögu- hetjunnar. Ég tók þátt í polla- bardaganum á gatnamótum Gnoðarvogs og Álfheima, sem ég er viss um að er fyrirmynd hins sama í myndinni. Þegar ég var sendur í sveit fór ég að vísu ekki með flutningabíl með kjaftforum bílstjóra heldur með Þristinum, þeirri frægu flugvél, alla leið á flugvöllinn á Höfn, sem þá var úti á fjöru. Sveitin mín var Hest- gerði í Suðursveit. Þar tóku á móti mér þau öndvegissystkini Jóhanna og Björn ásamt Ólafi, föður þeirra. Torfhildur systir þeirra var aldrei langt undan. Það var mín gæfa að fá að eyða næstu þremur sumrum hjá þeim, þroskast undir áhrifum og hand- leiðslu þessa einstaklega góða fólks. Jóa var kletturinn sem með hógværum og lágstemmd- um leiðbeiningum átti þátt í að móta óharðnaðan unglinginn, hjálpa honum að setja sér stefnu sem hann hefur fylgt alla tíð. Og ekki væsti um strákinn í umsjón Jóu. Hann fékk að leika sér og þjóna ímyndunaraflinu að vild en um leið að sinna ýmsum störfum við búreksturinn. Aldrei man ég eftir að hafa verið skipað að vinna en með góðu fordæmi kennt að skila mínu til jafns við aðra. Og viðurgjörningurinn var slíkur að eftir sumardvölina var ég kallaður Bjössi bolla langt fram eftir vetri. Ég fæ Jóu seint fullþakkað þá umhyggju sem hún sýndi mér þennan tíma. Ekki síður þegar ég fór að venja komur mínar í sveitina upp úr tvítugu, fyrst með kærustunni og síðar með allri fjölskyldunni á hverju sumri í áratugi. Við dvöldum þá í lengri og skemmri tíma í góðu yfirlæti. Síðar fékk sonur minn einnig að njóta leið- sagnar og umhyggju Jóu þegar hann fetaði í fótspor mín sem vinnumaður í Hestgerði. Allt frá því börnin mín komu til hefur Jóa borið sæmdarheitið amma Jóa í minni fjölskyldu. Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til Birnu og Trausta og þeirra fjölskyldna, svo og til systkin- anna Torfhildar og Björns og hans barna Siggu og Ísleifs. Hákon. Jóhanna Aðalbjörg Ólafsdóttir ✝ Stefanía Kjart-ansdóttir fædd- ist í Reykjavík 26. ágúst 1928. Stef- anía lést á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 12. júní 2018. Hún var dóttir hjónanna Kjartans Péturssonar vél- stjóra og Jóhönnu G. Guðmundsdótt- ur húsfreyju. Eftirlifandi systir Stefaníu er Edda, f. 28.5. 1932, maki Birgir Ágústsson, f. 24.5. 1931, d. 22.1. 2013. Stefanía ólst upp og bjó í Reykjavík alla sína ævi. Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og vann síðan nánast allan sinn starfsaldur hjá Fiskifélagi Íslands. Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 28. júní 2018, kl. 13. Lillen frænka var engin venjuleg frænka, hún var svona yfirfrænka! Hún naut þess að vera í selskap og bjóða í boð eins og frænkuboð, ættarmót, afmæli og dömuboð enda var hún áskrifandi að „Alt for damerne“. Lillen var á undan sinni sam- tíð með margt eins og að fara til New York tvítug til að læra ensku og einnig var hún snemma mjög meðvituð um hollt mataræði og nýjungar í matargerð. Ræktaði hún sitt eigið grænmeti þegar hún bjó hjá foreldrum sínum á Hring- braut 98 í Reykjavík, einnig fékk hún iðulega sent í bæinn grænmeti frá Flúðum og Spóa- stöðum sem hún nýtti í alls kyns matargerð en uppskrift- irnar fékk hún úr dönsku blöð- unum. Þegar Lillen var að passa okkur frændsystkinin eldaði hún yfirleitt rétt handa okkur sem hún kallaði alltaf „chicken a la king“ þó að hann væri aldr- ei eins í tvö skipti og ekki kom til greina að hafa franskar kart- öflur og kokteilsósu með heldur var borið fram brokkólí og belgjabaunir, okkur systkinin- um til mikilla vonbrigða. Þegar Lillen var að passa okkur eða við fengum að gista á Hringbrautinni lofaði hún okkur alltaf „premíu“ eða því sem hún kallaði „surprise“ ef við værum góð, en það var ekkert „surpr- ise“ við premíuna, því hún var alltaf Andrésblað og að sjálf- sögðu á dönsku. Lillen hætti að vinna þegar hún komst á svokallaðan sam- anlagðan aldur hjá ríkinu en í stað þess að sitja auðum hönd- um réð hún sig til ríkrar ekkju á Manhattan í New York sem aðstoðar- og selskapsdama en við frændsystkinin kölluðum hana eftir þetta elstu au pair- stúlku í heimi. Lillen gat verið hvatvís og stundum fannst okkur hún tala áður en hún hugsaði en eftir á var alltaf hægt að hlæja að því og við systkinin eigum eftir að finna eftirmann hennar í fjöl- skyldumyndatökur og niðurröð- un í borðhaldi. Lillen var áhugasöm um leik- hús, óperur og ballettsýningar og var dugleg að sækja slíkar sýningar, einnig var hún mjög fróð um ættfræði og fannst okk- ur við vera orðin skyld öllum Ís- lendingum um tíma. Lillen var mjög æðrulaus, sem kom vel fram þegar hún þurfti að gangast undir upp- skurð vegna krabbameins, þá fór hún í permanent og hár- greiðslu daginn fyrir aðgerð svo hún myndi líta vel út á skurð- arborðinu. Þetta æðruleysi kom líka vel fram eftir að hún greindist með alzheimer, þá fór hún sjálf á stúfana til að velja það hjúkr- unarheimili sem hún vildi dvelja á sín síðustu ár en á Skógarbæ dvaldi hún í rúm átta ár og fékk þar frábæra umönnun og um- hyggju og viljum við þakka starfsfólkinu þar fyrir og þá sérstaklega henni Auðbjörgu Kristvinsdóttur sem var bæði henni og okkur aðstandendum ómetanleg á þessum tíma. Einn- ig viljum við þakka systkinun- um frá Spóastöðum fyrir mikla tryggð og vinskap við Lillen alla tíð. Elsku Lillen, þú varst hvíld- inni fegin en skilur eftir dýr- mætar og skemmtilegar minn- ingar sem munu lifa með okkur. Kjartan, Ágúst, Jóhanna og Auður Edda. Enn og aftur er komið að kveðjustund, nú kveð ég gamla frænku míns kæra eiginmanns Ágústar, Stefaníu eða Lillen eins og hún var ávallt kölluð meðal vina og ástvina. Lillen gat alltaf komið manni á óvart með sínum skemmtilegu spurn- ingum og tilsvörum, var hún alltaf kát og hress innan um vini og venslafólk. Hún var sönn dama og hélt mörg vegleg dömuboð fyrir vin- konur og frænkur sem seint munu gleymast. Undirbúningur tók sinn tíma, enda hafði hún nægan tíma til undirbúnings þar sem ekkert ýtti á að hún yrði að flýta sér. Gat undirbúningur og frágang- ur eftir slík boð tekið allt að fimm dögum. Alltaf var fallega lagt á borð, blóm, undirdiskar og glös. Einnig má nefna að hún stundaði frúarleikfimi í mörg ár og kom það henni vel síðastliðin ár. Síðastliðin níu ár var heimili hennar í Skógarbæ hér í borg, þar tók hún með miklu æðru- leysi á sínum sjúkdómi, alz- heimer. Fyrir um það bil sex ár- um bað hún okkur Ágúst að fara með sig í bíltúr austur í sveitir eða að Spóastöðum sem hún átti góðar minningar frá sem ung stúlka og kona. Okkur fannst þetta undarleg ósk af hennar hálfu á þeim tímapunkti en síðar gerðum við okkur grein fyrir því að hún fann fyrir þeirri móðu sem fylgir alzheimersjúk- dómnum og gerði sér grein fyr- ir að þetta yrði sín síðasta ferð þangað austur. Ferðin var yndisleg fyrir okkur og ekki síst fyrir hana sjálfa og mun ég geyma þessa ferð í minningabankanum eins og svo margar aðrar sem hún skildi eftir í huga mér. Með virðingu og þökk vil ég þakka Lillen fyrir allt og votta ég Eddu, eftirlifandi systur, mína dýpstu samúð, svo og systrabörnum sem sjá á eftir skemmtilegri frænku sem skilur eftir sig góðar minningar en gat líka verið örlítið pirrandi á stundum. Sigurður Rúnar Sigurðsson. Nú eru dagar Stefaníu Kjart- ansdóttur taldir í þessu jarðlífi, og hún var ferðbúin, enda kom- in á nítugasta aldursárið og far- in að heilsu. Í barnæsku minni var Reykjavíkuraðsetur okkar Spóastaðafólks á Hringbraut 98 hjá þeim hjónum Jóhönnu og Kjartani, foreldrum Stefaníu, eða Lillinar eins og hún var kölluð. Hún var eldri dóttir þeirra hjóna, hin er Edda. Hringbrautarheimilið var mið- stöð ættingja og vina hjónanna og þangað voru allir velkomnir, alltaf var reynt að leysa úr þörf- um okkar hvort heldur við út- réttingar, fara til læknis eða bara að „lyfta sér á kreik“. Hvort systurnar hafa alltaf verið sáttar við að fara með okkur sveitakrakkana í bíó eða gera annað skemmtilegt fyrir okkur vitum við ekki en aldrei vorum við látin finna annað. Þegar við systur fórum að setja saman bú þótti gott að leita ráða hjá þeim mæðgum, Edda nýgift og búin að stofna heimili, vissum að smekkur þeirra og heimilishald var til fyrirmyndar. Lillin setti sig inn í þetta allt saman, vissi ná- kvæmlega hvar hagkvæmast var að versla og hvar hlutirnir fengust. Að fá ráðleggingar í sambandi við matargerð var sömuleiðis óbrigðult. Lillin giftist ekki en bjó hjá og með foreldrum sínum meðan þeim entist aldur. Náið sam- band var við systurfjölskylduna og um tíma eftir að þau fluttu af Hringbrautinni bjuggu þau öll saman í Árbænum, íbúðirnar hlið við hlið. Eftir að foreldrar hennar voru fallnir frá keypti Lillin sér íbúð í Stóragerði sem hún útbjó fallega af sinni al- kunnu smekkvísi. Þar bjó hún þar til elli kerling fór að láta á sér kræla sem endaði með því að hún þurfti að flytja á hjúkr- unarheimilið Skógarbæ. Lillin hafði mikinn áhuga á matargerð og fylgdist vel með nýjungum í þeirri grein, eftir að hún fór á eftirlaun kom hún oft til okkar systra og reyndi þá hinar ýmsu mataruppskriftir sem hún hafði safnað að sér og langað að prófa, oft okkur til gagns, en alltaf til gleði. Það skapaði alltaf eftirvæntingu hjá okkur hvað henni dytti nú í hug að prófa og hjá krökkunum okk- ar hvaða „premíu“ þeir fengju frá Lillin þegar hún kæmi, hún gleymdi ekki börnunum í gjaf- mildi sinni. Já, þær voru sann- arlega skemmtilegar „veislurn- ar“ sem hún stóð fyrir hjá okkur, grín og gleði. Hún kenndi okkur að meta framandi mat og fallega muni. Lillin gekk í Kvennaskólann og fékkst síðan við skrifstofu- störf mestan hluta starfsævinn- ar, lengst af hjá Fiskifélaginu. Lillin var vönduð manneskja til orðs og æðis, okkur fannst hún heimsmanneskja, hún var „sigld“ sem ekki var svo algengt á þessum árum, a.m.k. ekki hjá sveitastúlkunum, og minntist hún oft veru sinnar í Ameríku, en þar dvaldi hún a.m.k. tvíveg- is, fyrst við heimilisaðstoð hjá íslenskum hjónum og seinna sem einskonar selskapsdama hjá kunningjakonu sinni. Hún var vel heima í sam- félagsumræðunni, ættfróð og minnug á fólk og atburði, sótti alls kyns sýningar og viðburði og ferðaðist bæði innanlands og utan. Elsku Edda og fjölskylda, við þessi tímamót rifjast upp marg- ar góðar samverustundir með ykkur öllum, hvað er dýrmæt- ara en fallegar minningar um fólk sem manni þykir vænt um. Fyrir hönd okkar systkina og fjölskyldna okkar kveðjum við Stefaníu Kjartansdóttur, þökk- um henni samfylgdina, vináttu og velvild í okkar garð. Guð blessi minningu hennar. Steinunn Þórarinsdóttir. Stefanía Kjartansdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.