Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 ÁGÚST SPRENGJA TRYGGÐU ÞÉR SÆTI Í SÓL Frá kr. 78.295 Frá kr. 59.995 Skoðaðunánar áwww.heimsferdir.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Lögregla kvödd til vegna skrautfugla  Matvælastofnun afturkallar heimild til innflutnings 328 skrautfugla frá Hollandi  Hafa verið í sóttkví síðan í febrúar  Deilt um mítil sem greindist í dauðum fugli  Til stóð að aflífa fuglana í gær Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Stofnunin lítur svo á að sóttkvíin virki ekki. Þarna hafa orðið gríð- arleg afföll og við vitum ekki hver skýringin er. Þess vegna var ákveð- ið að grípa til ráðstafana strax,“ segir Hrund Hólm, dýralæknir hjá Matvælastofnun. Matvælastofnun hefur dregið til baka heimild til innflutnings á 328 skrautfuglum sem gefin var út í febrúar. Um er að ræða tegundir á borð við gára, finkur, dísargauka og ástargauka sem fluttar voru inn frá Hollandi. Innflytjandi fuglanna hef- ur ítrekað brotið gegn þeim skil- yrðum sem sett voru fyrir innflutn- ingnum, að mati stofnunarinnar. Innflytjandi fuglanna, verslunin Dýraríkið, neitaði starfsfólki Mat- vælastofnunar um aðgang að fugl- unum í gær þegar til stóð að aflífa þá. Var lögregla kvödd til og mun hún úrskurða um aðgang stofnunar- innar í dag. Fuglamítill greindist í dauðum fugli í sóttkvínni í vetur. Um er að ræða mítilinn Ornithonyssuss sylvi- arium sem ekki hefur fundist í fugl- um hér á landi til þessa. Telur stofnunin að mítillinn geti haft al- varleg áhrif á heilsu og velferð fugla og því sé mikilvægt að koma í veg fyrir að hann berist til landsins. Matvælastofnun telur að ekki sé hægt að tryggja útrýmingu mítils- ins með meðhöndlun en því hefur innflytjandinn mótmælt. „Þessi mítill er mikill skaðvaldur í alifuglarækt í Bandaríkjunum og er að ná fótfestu í Evrópu. Það var faglegt mat okkar að ekki væri hægt að tryggja útrýmingu hans með meðhöndlun,“ sagði Hrund Hólm í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í húsakynnum innflytjandans síðan í febrúar. Þeir reyndust vera 358 en ekki 328 þegar þeir komu til lands- ins. Við skoðun á föstudag kom í ljós að aðeins var 232 fugla að finna í sóttkvínni, sem er 126 fuglum færra en í upphafi. „Innflytjandi hafði aðeins til- kynnt um einn dauðan fugl til Mat- vælastofnunar en afhent samtals 13 hræ í eftirlitsheimsóknum stofnun- arinnar. Auk þess höfðu þrír fuglar verið aflífaðir í rannsóknartilgangi. Um afdrif 110 fugla er því ekki vit- að en að sögn innflytjanda höfðu þeir drepist og hræjum þeirra þeg- ar verið eytt í sorpbrennslustöð,“ segir á vef stofnunarinnar. Segir þar að meðal skilyrða er gilda um sóttkvíar sem þessar er að komi upp veikindi eða slys hjá fugli skuli tilkynna það til Matvælastofn- unar eins fljótt og hægt er. Ef fugl drepist þá skuli hann krufinn. „Með því að fara leynt með fugla- dauðann hefur innflytjandi komið í veg fyrir að rannsókn á orsökum hans geti farið fram. Það er því álit Matvælastofnunar að um alvarlegt brot á skilyrðum innflutningsheim- ildar sé að ræða.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Páfagaukur Til stendur að farga alls 232 skrautfuglum í dag. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Tjónið er töluvert, þetta var mikill bruni og hús og búnaður lítur ekki vel út,“ segir Jón Kjartan Jónsson hjá Samherja fiskeldi, við Morgun- blaðið um brunann í fiskeldisstöðinni á Núpi í Ölfusi. Erfitt sé að segja til um hvaða áhrif tjónið muni hafa á reksturinn, en um 30% seiða fiskeld- isins séu á Núpi. Hann kveðst þó bjartsýnn á að flest seiðin hafi það af, en þau hafi að mestu sloppið. Um sé að ræða bleikjuseiði og eitthvað af laxaseiðum, sem séu öll að hressast, en enn eigi þó eftir að koma betur í ljós hvaða áhrif bruninn hafi á fisk- inn. Fimm starfsmenn vinna í fisk- eldinu og vinni þeir nú hörðum hönd- um við að reyna að halda seiðunum á lífi þar sem búnaðurinn er óvirkur. Jón Kjartan fékkst ekki til að skjóta á hve mikið hann teldi að tjónið gæti verið, en starfsemin er tryggð hjá tryggingafélaginu Sjóvá. Jón Kjart- an vill þakka öllum fyrir vel unnin störf á brunavettvangi. „Þetta gekk ótrúlega hratt og vel fyrir sig, þrátt fyrir mikinn eld,“ seg- ir Haukur Grönli, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu. Slökkvistarfið tók að sögn Hauks um tvo tíma og 25 slökkviliðsmenn frá Hveragerði, Þorlákshöfn og Selfossi unnu að því að slökkva eldinn, auk lögreglu- og sjúkraliðs sem komu einnig á staðinn. Enginn slasaðist, en að sögn Hauks munaði miklu um að geta notað körfubíl við slökkvi- starfið. „Vettvangsrannsókn er lokið, eldsupptökustaðurinn er þekktur, en hann var í eða við rafmótor í fóð- urkerfi. Hann er til skoðunar hjá Mannvirkjastofnun, sem hefur tækni og þekkingu til að gera frekari rannsókn á honum,“ að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns lög- reglunnar á Suðurlandi. Mikill eldur og töluvert tjón en seiðin sluppu vel á Núpi  Vettvangsrannsókn brunans lokið  Tryggð hjá Sjóvá Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu Slökkvistarf Körfubíllinn kom í góð- ar þarfir, en hrunhætta var á þakinu. Keppni stendur nú sem hæst í WOW Cyclothon. Síðdegis í gær og í gær- kvöld var ræst út í liðakeppnina og því eru allir keppendur nú lagðir af stað hringinn í kringum Ísland. Tæplega eitt þúsund manns taka þátt í hjólreiðakeppninni að þessu sinni. Rásmarkið var við Egilshöll í Grafarvogi og þurfa keppendur að hjóla 1.358 kílómetra. Í liðakeppn- inni er keppt í fjögurra manna og tíu manna liðum og þurfa þau að klára innan þriggja sólarhringa. Tólf fjögurra manna lið eru skráð til leiks og 72 tíu manna lið. Þeir fimm sem taka þátt í einstaklings- keppninni og sérstakur flokkur Hjólakrafts fá þrjá og hálfan sólar- hring til að klára. Búast má við keppendum til Akureyrar í morgunsárið og til Eg- ilsstaða upp úr miðjum degi í dag. Segja má að keppendur hjóli til móts við góða veðrið en frábært veður hefur verið á Austurlandi að undanförnu. Í gærkvöldi höfðu tæplega 2,5 milljónir króna safnast á vefsíðu keppninnar til styrktar Lands- björg. Ítarlega er fjallað um keppn- ina á mbl.is. Hjóla til móts við góða veðrið Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.