Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 8. J Ú N Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  150. tölublað  106. árgangur  Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Verð: 239.990 Tilboð: 191.920 WIZAR HVÍLDARSTÓLL LENGI LIFIR Í GÖMLUM ROKKGLÆÐUM MÖRKIN ERU VÍÐA AÐ ÞYNNAST STREITULÍTIL TILVERA Í FÆREYJUM VIÐSKIPTAMOGGINN SIGURÐUR OG ANNI 12ARROYO SECO 66  „Ég áætla að salan hafi aukist um svona 40% í kringum leiki íslenska landsliðsins,“ segir Hildur Sigrún Guðmundsdóttir, fjármálastjóri og meðeigandi Kjötkompanísins, þeg- ar hún er innt eftir því hvort þátt- taka Íslands á heimsmeistara- mótinu í knattspyrnu hafi haft merkjanleg áhrif á reksturinn. Hún segir að mest hafi selst af grillbökkum og hamborgurum en að áhrifin hafi komið fram í flestum vöruflokkum. Þótt Ísland sé nú fall- ið úr keppni telur hún að salan muni enn haldast góð enda muni fólk halda áfram að fylgjast spennt með mótinu. Sömu sögu hefur Sindri Þór Sig- ríðarson, verslunarstjóri sælkera- verslunarinnar Fisherman, að segja. „Það var klárlega aukning þegar Ísland átti leik,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær. 20 Landsliðið örvaði söluna talsvert Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Vilhjálmur Ari Arason læknir telur það bagalegt að ábyrgð Háskóla Íslands sé skýrð í þáttum sem snúa að aðkomu að plastbarkamálinu svokallaða. Hann segir að háskólinn verði að kveða upp úr um það hvort frekari þátttaka Tómasar Guðbjartssonar í vísindarannsóknum sé í lagi í ljósi þess að hann sé ábyrgur fyrir vísinda- legu misferli samkvæmt úrskurði rektors Karólínsku stofnunarinnar. Vilhjálmur segir að úrskurður Kar- ólínska skipti ekki máli varðandi stöðu Tómasar sem skurðlæknis. Rannsóknarþing sem Háskóli Ís- lands hélt árið 2012, þar sem plastbarkaígræðsla sem framkvæmd var ári fyrr var lofsömuð þrátt fyrir vafa um aðgerðina, telur Vilhjálmur að hafi verið afdrifaríkt. Leiða megi að því líkur að vegna niðurstöðunnar sem var kynnt á þinginu hafi fleiri plastbarkaaðgerðir verið gerðar. All- ir sjúklingarnir þrír sem fengu íg- ræddan barka á Karólínsku stofnun- inni eru látnir. „Á þinginu voru fyrstu niðurstöður plastbarkaaðgerðar kynntar. Á þeim tíma var ákveðinn vafi uppi í kringum aðgerðina en á þessu þingi komu að- ilar máls saman og luku lofsorði á að- gerðina sem hefði tekist tiltölulega vel. Sem vísindamanni finnst mér það mjög óþægileg staða fyrir háskólann að vita ekki hver ábyrgð HÍ í málinu sé,“ segir Vilhjálmur. Hann veltir því einnig upp hvort lögregla eða saksóknari telji ástæðu til þess að taka málið upp á grundvelli nýrra upplýsinga. Margt mjög slæmt sem tengist plastbarkamálinu  Trúverðugleiki í húfi  Afdrifaríkt rannsóknarþing HÍ MTelur ábyrgð Háskóla ... »6 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið heim til Íslands eftir þátttöku sína á HM í Rússlandi. Ketildyngja, Boeing 757- þota Icelandair, lenti með leikmenn liðsins, starfsmenn og stjórnendur KSÍ auk fjölmiðlafólks og annars starfsfólks á Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum í gærkvöld. Flugvélinni var flogið í lágflugi yfir höfuðborgarsvæðið, landsliðinu til heiðurs. Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guð- mundsson klæddust æfingastuttbuxum landsliðsins við heim- komuna en Gylfi Þór Sigurðsson bjó sig undir svala sumarloftið og valdi síðbuxur til ferðalagsins. Engin formleg móttaka var fyrir liðið en stefnt var að veislu- höldum í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í gærkvöld. » Íþróttir Íslenska landsliðið í knattspyrnu lenti í Keflavík í gærkvöld Morgunblaðið/Eggert Komnir heim eftir hetjulega frammistöðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.