Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 Marta María mm@mbl.is Saga Dixons er merkileg. Hann er sjálfmenntaður iðnhönnuður sem fór óvenjulega leið í átt að frægð og frama. Hann fæddist 1959 og þegar hann var 13 ára lærði hann leirmótun og skissugerð sem gerði það að verk- um að áhugi hans á efnum og fram- leiðslu hófst. Átján ára byrjaði hann í listnámi en entist í sex mánuði. Hann segir að skólavistin hafi bundið sig niður og það kunni hann ekki að meta. Þegar ég spyr hann hvort það hafi ekki lengt leiðina á toppinn að fara ekki í hönnunarskóla segir hann svo ekki vera. „Það að fara ekki í hönnunarskóla flýtti ferlinu og gerði það að verkum að ég gat prófað mig áfram. Það hentar sumum að fara í hönnunar- skóla en það hentaði bara ekki mér. Í dag geri ég töluvert af því að kenna í slíkum skólum og þá nota ég tímann og læt nemendurna prófa sig áfram. Fólk lærir mest af því að prófa sig áfram og gera mistök,“ segir hann. Dixon er nú á níutíu daga ferðalagi um heiminn og þess vegna kom hann til Íslands. Þótt hann hafi stoppað stutt náðu náttúran og fólkið að hreyfa við honum. Hann segir magn- að að upplifa áhugann hérlendis á hönnun hans. „Það þurfa allir hönnuðir að fá frískt loft til að fá nýjar hugmyndir. Ísland er mjög góður staður til að fá góðar hugmyndir.“ Ég segi honum að bronsljósið hans sé á öðru hverju heimili á Íslandi og hann hlær. „Þess vegna var mikilvægt að búa þetta ljós til í svörtu,“ segir hann en í nýju línunni er komin kolsvört útgáfa af bronslitaða ljósinu og kemur það einnig í fleiri stærðum. Bronskúlan hans Dixons skapar góða stemningu og keyrir upp diskóið. Sama ljós er líka komið í bláum lit sem er frískleg- ur. Það er svo sem ekkert skrýtið að þessi ljós hafi orðið vinsæl því það er eitthvað svo mikið diskó í þeim. En það er líka diskó í Dixon sem var hér á árum áður í diskóhljómsveitinni Funkapolitan þar sem hann spilaði á bassa. Úr þessari hljómsveit fór hann yfir í næturklúbbabransann og rak nokkra klúbba. Svo tók lífið völdin og áður en hann vissi af var hann kominn með dellu fyrir að logsjóða sem hann lærði af vini sín- um sem átti bílapartaverkstærði. Eftir að hann lærði að logsjóða fóru hlutirnir að gerast. „Það opnaðist alveg nýr heimur fyrir mér. Þetta var fljótleg og auð- veld leið til að búa til hluti,“ segir hann en á þessu tímabili bjó hann til 100 stóla á einu ári. Húsgögnin hans vöktu fljótlega áhuga margra og Dix- on eignaðist kúnnahóp sem gerði það að verkum að hann fór frá því að vera logsuðumaður yfir í handverksmann og að lokum hönnuður. Á níunda ára- tugnum stækkaði verkstæðið hratt og unnu tuttugu manns hjá honum sem sérhæfðu sig í málmsmíði og varð það nokkurs konar leikvöllur fyrir unga og upprennandi hönnuði eins og Michael Young, Thomas Heatherwick og Michael Anastassia- des. Það var svo árið 1988 að hann hannaði sitt fyrsta ljós, Spiral, sem átti eftir að vekja ástríðu hans og áhuga fyrir ljósum. Lærði endalaust hjá Habitat Árið 1998 var Dixon ráðinn listrænn stjórn- andi Habitat, sem þá var í eigu IKEA, og því starfi gegndi hann til ársins 2008. Hann segist hafa lært óskaplega margt á því að vinna fyrir Habitat. Þar vann hann með upprennandi stjörnum í hönnunarheiminum eins og Bouroullec-bræðrum, Achille Castiglioni og Verner Panton. „Að vinna fyrir Habitat veitti mér mikla innsýn í hvað fólk vill og hvað það kaupir. Í raun er fólk mjög íhaldssamt. Ég lærði mikið um það hvernig fólk býr sér til heimili, um vöruframleiðslu, alþjóðlega smásölu og innkaup. Ég lærði að skilja þenn- an heimilisheim sem fæstir hönnuðir búa að,“ segir hann. Árið 2002 stofnaði Dixon fyrirtæki sitt, Tom Dixon. Þegar hann er spurður hver hafi verið skurðpunkt- urinn og hvers vegna hann hafi stofn- að fyrirtækið á þessu augnabliki seg- ist hann hafa þurft eitthvað nýtt. Hönnuðurinn Tom Dixon heimsótti Ísland og heillaðist upp úr skónum af orkunni sem ríkir hérlendis. Hann mætti hingað til lands með sýningu á verkum sínum en á sýningunni var einnig hægt að sjá nýjar afurðir hönn- uðarins. Íslendingar þekkja vel hönnun Dixons en hann hannaði til dæmis bronskúluna sem hangir í betri stofum bæjarins. Samvinna Þessa mublu hannaði Tom Dixon í sam- vinnu við IKEA. Hönnuðurinn Tom Dixon og Marta María Jónasdóttir ritstjóri Smartlands. Nútímalegt Melt ljósið hans Tom Dixon í speglaefni. „Ég lifi eins og sígauni“ SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.