Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 NÝR FJÓRHJÓLADRIFINN E-PACE Nýr Jaguar E-Pace er glæsilegur sportjeppi í millistærð og sá fyrsti sinnar gerðar frá Jaguar. E-Pace sameinar alla skemmtilegustu eiginleika Jaguar í þægilegum bíl sem auðvelt er að stjórna og hagkvæmt að eiga. Komdu og láttu drauminn um að skoða og reynsluaka Jaguar verða að veruleika. jaguarisland.is THE ART OF PERFORMANCE VERÐ FRÁ: 5.990.000 KR. Jaguar E-Pace, fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur. E N N E M M / S ÍA / N M 8 8 1 9 8 FALLEGUR Á ALLA VEGU. VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500 Ljósmynd/Kristín Heiða Kát Sigurður og kona hans Anni Midjord framan við Roykstovuna þar sem færeyskt landslag skreytir einn vegginn. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég kom hingað til Fær-eyja í ævintýraleit í des-ember 1977, þegar ég vartuttugu og eins árs. Við vorum tveir vinir sem yfirgáfum Ís- land saman, við vorum atvinnulausir í Reykjavík og okkur langaði að prófa eitthvað nýtt. Svo gerðist það sem oft vill gerast hjá ungu fólki; ástin varð örlagavaldur. Ég hitti færeyska stúlku og varð ástfanginn, og hér er ég enn, fjörutíu árum síð- ar,“ segir Sigurður Ottósson, vert á Roykstovunni í Klakksvík, og bætir við að hinn íslenski vinur hans hafi staldrað styttra við. „Ég tapaði hon- um eftir fjóra mánuði, þá fór hann héðan til Kanada, þar sem hann hafði sótt um vinnu á bóndabæ. En það voru heilmikil viðbrigði fyrir okkur ungu mennina að flytja hing- að, þó svo að Færeyjar séu svo stutt frá Íslandi sem raun ber vitni og að við lítum á Færeyinga sem frænd- þjóð. Hér var allt öðruvísi en heima á Íslandi, allt minna í sniðum og færra fólk. Og við þurftum að panta allt frá Danmörku,“ segir Sigurður og bætir við að hann hafi í alla þá fjóra áratugi sem hann hefur búið í Færeyjum verið í Klakksvík. „Fyrst vann ég í frystihúsinu en síðan á þungavinnuvélum hjá bæn- um. Frá því árið 1986 hef ég rekið Roykstovuna. Fyrst var Roykstovan meira eins og veitingastaður þar sem lögð var áhersla á mat, enda var þá ekki leyft að selja neitt sterkara en pilsner. Eftir að sala á áfengi var leyfð árið 1993 hef ég rekið staðinn sem krá og kaffihús með léttari mat,“ segir Sigurður og bætir við að fyrst eftir að hann keypti Roykstov- una hafi hann ekki ætlað að standa þar vaktina sjálfur á bak við borðið. „Ég var með fólk í vinnu sem sá um það, en eftir að vínveitingaleyfið kom til hef ég staðið hér sem vert hússins.“ Jarðgöngin skipta sköpum Sigurður segir að um það bil 5.000 manns búi í Klakksvík og það hafi verið svipað þegar hann kom þangað fyrst. Fólkið í þorpinu og fólk sem flytur þangað til að vinna þar tímabundið er meðal viðskipta- vina hans á bæjarkránni Roykstov- unni. „Nú kemur hingað fólk frá öll- um heimshornum, því eftir að jarðgöngin voru opnuð árið 2006 koma hingað til Klakksvíkur miklu fleiri ferðamenn en áður. Nú er hægt að keyra alla leiðina héðan og til Þórshafnar, en áður þurfti fólk að sigla með ferju. Jarðgöngin hafa sannarlega glætt viðskiptin hjá okk- ur á Roykstovunni,“ segir Sigurður sem rekur krána góðu ásamt konu sinni Anni Midjord, en hún er önnur en sú sem hann varð ástfanginn af sem ungur maður. Heldur betur frjósamur vert Sigurður reyndist einstaklega frjósamur maður, eins og Fær- eyingar, en nýlega bárust fréttir af því að Færeyingar ættu met í barn- eignum meðal Evrópubúa. „Ég á einn strák heima á Ís- landi og sex börn hér í Færeyjum, samtals sjö börn. Ég er stoltur af því; við Færeyingar sjáum alveg sjálfir um að fjölga okkur,“ segir hann og hlær. Sigurður er ættaður frá Borð- eyri í Strandasýslu og þegar hann er spurður hvort hann fari oft til gamla Íslands segir hann að börnin hans hafi fæðst með stuttu millibili og þegar þau voru lítil hafi hann ekki haft svo mikinn tíma eða svigrúm til að skreppa til Íslands. „En undan- farin ár hef ég farið að lágmarki einu sinni á ári heim til gamla landsins, því þar átti ég aldraðan föður sem ég vildi heimsækja, en hann lést í des- ember á síðasta ári,“ segir Sigurður Laus við lífs- gæðakapphlaup „Íslensku leikirnir eru langvinsælastir, þá er fullt hús hér á Roykstovunni og ég býð tvöfalt skot þegar Ísland skorar,“ segir Sigurður Ottósson, vert á bæjarkránni í Klakksvík. Hann skrapp til Færeyja að vinna fyrir 40 árum, en ástin greip í taumana og hann ílengdist. og bætir við að hann eigi tvö systkini eftir heima á Íslandi sem hann heim- sæki líka. „Svo á ég bróður hér í Færeyjum, Heimir heitir hann og býr í Þórshöfn.“ Þegar Sigurður er spurður hver sé að hans áliti, eftir fjörutíu ára bú- setu í Klakksvík, munurinn á Fær- eyjum og Íslandi og Færeyingum og Íslendingum segir hann að allt sé svo miklu rólegra í Færeyjum. „Hér er ekkert stress, það sem maður kemst ekki yfir að gera í dag, það gerir maður bara á morgun, það er viðkvæðið hér. Og hér er ekki þetta lífsgæðakapphlaup sem er á Íslandi. Hér í Klakksvík þarf maður ekkert að vera fínni en maðurinn í húsinu við hliðina og maður þarf ekkert að eiga stærri bíl eða flottara hús en hann.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.