Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 42
Á vefsíðu sýningarsvæðisins,
VDNH.ru, er að finna ágrip af sögu
þess. Verður hér stiklað á stóru.
Svæðið á rætur í þeirri ákvörðun á
ársþingi Sovétríkjanna 1927 að inn-
leiða samyrkjubú í landbúnaði. Árið
1935 ákvað stjórn kommúnista að
minnast þess með landbúnaðarsýn-
ingu fyrir öll ríki Sovétríkjanna. Átti
þar að sýna árangur samyrkjubúa og
það besta sem þau hefðu að bjóða.
Um tvö þúsund listamenn, mynd-
höggvarar og arkitektar unnu að opn-
un sýningarinnar. Sýningarsvæðið var
á auðu svæði í úthverfi í norðaustur-
hluta Moskvu. Svæðið var 136 hekt-
arar og risu þar 250 byggingar. Þar
með talið 32 sýningarhús og 20 hallir
fyrir ríki og landsvæði Sovétríkjanna.
Sýnt var handverk frá hverju svæði.
Sýningin var opnuð 1. ágúst 1939,
aðeins nokkrum vikum fyrir upphaf
síðari heimsstyrjaldar. Rússar miða
upphaf stríðsins við ártalið 1941. Þá
hafi föðurlandsstríðið mikla hafist
með baráttunni gegn nasistum. Á
þetta er minnt með minnismerkjum
um allt Rússland og auðvitað í metró-
kerfinu glæsilega í Moskvu. Sýningin
verður því 80 ára 2019.
Eftir stríðið ákváðu yfirvöld að
blása lífi í garðinn. Hann var opnaður
eftir breytingar og endurbætur árið
1954. Meðal annars var byggður stór
sigurbogi sem varð nýr aðal-
inngangur. Frekari breytingar urðu
svo árið 1958 þegar forysta Sovét-
ríkjanna ákváð að sameina iðn-, land-
búnaðar- og mannvirkjasýningu í eina
sýningu um afrek Sovétríkjanna í
Morgunblaðið/Baldur
Sögufrægt sýningarsvæði frá Sovéttímanum í Moskvu hefur verið endurbyggt og betrumbætt
Á kvöldgöngu Rússar skoða sýningarhús sem er tileinkað menntun. Hof Hvergi er til sparað til að gera svæðið sem glæsilegast úr garði.
Upp Endurgerð af Vostok-eldflaug
sem flutti Gagarín á sporbaug.
Hamar og sigð Fulltrúar bænda
með gyllt korn á lofti við inngang.
Kosmos Sýningarhús sem reist var
til heiðurs geimferðaáætluninni.
Geimnálin Minnismerki um geim-
ferðir var afhjúpað 1964.
Sýning um afrek og mátt Rússa
Glæsileiki Gylltar stytturnar slá bjarma yfir svæðið. Gosbrunnurinn ber þess merki að hafa verið endurbyggður. Miðhlutinn minnir á korn sem bíður þess að vera skorið.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Það er eins og að ganga inn í tímavél
að heimsækja sýningarsvæði um
Rússland í norðausturhluta Moskvu.
Þar voru á sínum tíma reist minnis-
merki og veglegir skálar á Stalíns-
tímanum um afrek Sovétríkjanna.
Svæðið var að grotna niður eftir fall
Sovétríkjanna en hefur nú verið fært
til fyrri glæsileika og gott betur. Víða
hafa merki með hamar og sigð verið
fægð og gyllt á ný.
Skammt frá garðinum er samnefnd
metróstöð, VDNH (eða VDNKh).
Stöðin er fimm stopp frá Kitay gorod-
stöðinni við Rauða torgið, á leið 6 í
metrókerfinu. VDNH er skamm-
stöfun fyrir það sem útleggst í laus-
legri þýðingu Sýning um hin efna-
hagslegu afrek Sovétríkjanna.
Sýningin hefur nú víðari skírskotun.
Til heiðurs geimferðum
Þegar komið er út af metróstöðinni
blasir við Ostankino-sjónvarps- og út-
varpsturninn sem sagður er hæsta
bygging Evrópu. Þar eru nokkrar út-
sýnishæðir með miklu útsýni.
Við sýningarsvæðið gnæfir annað
minnismerki. Það sýnir eldflaug þjóta
á loft. Verður sökkullinn, sem teygir
sig nærri hundrað metra til lofts, eins
og reykur undan flauginni. Minnis-
merkið var reist til heiðurs geimferð-
um Sovétmanna.
Áhugasömum er bent á að minnis-
merki um fyrsta geimfarann, Júrí
Gagarín, er að finna á Gagarín-torgi í
suðvesturhluta Moskvu. Þegar stytt-
an var skoðuð eitt sunnudagskvöld í
þessum mánuði leyndi sér ekki að
heimamenn eru stoltir af Gagarín.
„Sjáðu, fyrsti maðurinn til að fara í
geiminn!“ sagði ungur Moskvupiltur.
Ungar Moskvumeyjar sem sátu hon-
um við hlið kinkuðu kolli til áherslu.
Var minnismerkið reist í tilefni Ól-
ympíuleikana í Moskvu árið 1980.
Upphaf Sovétríkjanna má rekja til
októberbyltingarinnar 1917. Lenín
var fyrsti leiðtoginn en hann lést 1923.
Stalín tók við forystu þar til hann lést
1953.
42 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018