Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 44
44 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 Nýliði sigraði í New York  Alexandria Ocasio-Cortez sigraði óvænt þaulsætinn þingmann í New York  Fékk ekki mótframboð í fjórtán ár  Hefur róttækar áherslur til vinstri Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Óvænt úrslit urðu í forkosningum demókrata í 14. umdæmi New York- ríkis fyrir kosningar til fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings þegar nýliðinn Alexandria Ocasio-Cortez, 28 ára, sigraði hinn þaulsætna Joe Crowley, 56 ára. Mun hún etja kappi við repú- blikanann Anthony Pappas í kosn- ingunum í nóvember. Sigur hennar er talinn gefa vís- bendingu um krappa vinstri beygju flokksins í New York, en Ocasio-Cor- tez skilgreinir sig sem sósíalista í Demókrataflokknum. Þykja stefnu- mál hennar keimlík áherslum Bernie Sanders, sem bauð sig fram gegn Hillary Clinton í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Starfaði Ocasio-Cortez fyrir Sanders í kosningabaráttunni 2016. Var áður þjónn á veitingastað Ocasio-Cortez gjörsigraði mót- frambjóðanda sinn með 57,5% at- kvæða, en Crowley hafði ekki fengið mótframboð í fjórtán ár. Var hann talinn líklegur arftaki Nancy Pelosi, leiðtoga demókrata, og jafnvel næsti forseti efri deildar Bandaríkjaþings, færi svo að demókratar næðu aftur völdum í þinginu í haust. Ocasio-Cortez er frá Bronx í New York og innan við ár er frá því hún starfaði sem þjónn á veitingastað. „Það er ekki ætlast til þess af konum eins og mér að þær bjóði sig fram,“ sagði Ocasio-Cortez í einu af kosn- ingamyndböndum sínum sem fór sem eldur í sinu á netinu og um hálf milljón manna horfði á. Rak hún öfl- uga kosningabaráttu á samfélags- miðlum sem talin er hafa átt stóran þátt í sigri hennar. Áherslur Ocasio-Cortez þykja rót- tækar og vinstrisinnaðar á banda- rískan mælikvarða, en hún er fylgj- andi gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og háskólamenntun fyrir allar stéttir. Einnig boðaði hún endurskipulagn- ingu réttarkerfisins. Atkvæðin ekki ókeypis Í kosningabaráttunni stillti hún sér upp sem fulltrúa kvenna, ungs fólks, verkalýðsins, frjálslyndra og litaðra. „Demókrataflokkurinn hefur tekið sem gefnum atkvæðum verka- lýðsins og þeirra sem eru litaðir. Hingað til hefur verið gert ráð fyrir að við mætum á kjörstað, óháð því hve óspennandi konsingaloforðin eru,“ sagði hún í aðdraganda kosn- inganna. Donald Trump, forseti Bandaríkj- anna, brást við ósigri Crowley á Twitter. „Vá! Mikill andstæðingur minn, Joe Crowley, sem margir bjuggust við að tæki sæti Nancy Pe- losi, TAPAÐI forkosningum. […] Þetta eru stórtíðindi sem enginn sá fyrir. Kannski hefði hann átt að vera blíðari og sýna forsetanum sínum meiri virðingu,“ ritaði hann. Sigur Ocasio-Cortez fagnaði sigrinum innilega með stuðningsmönnum sín- um. Niðurstaðan kom henni á óvart og sagði hún upplifunina „súrrealíska“. AFP Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Vladimir Pútín, forseti Rússlands, kvaðst í gær vongóður um að fundur hans með John Bolton, þjóðarörygg- isráðgjafa Donald Trump Banda- ríkjaforseta, gæti orðið til þess að liðka fyrir samskiptum ríkjanna tveggja og leysa úr flækju þeirra á milli. Tilgangurinn með heimsókninni var að leggja línur fyrir fund leiðtog- anna tveggja í Evrópu í júlí. Liðki fyrir samskiptum ríkjanna „Heimsókn þín veitir okkur von um að við getum tekið fyrsta skrefið í átt að því að liðka fyrir samskiptum ríkjanna okkar,“ sagði Pútín í gær. Ítrekaði Bolton mikilvægi samtala milli ríkjanna í sögulegu samhengi. „Í áranna rás, þegar ríkin hafa ver- ið ósammála, hafa leiðtogar og ráð- gjafar þeirra hist. Ég tel það gott, bæði fyrir Rússland og Bandaríkin og fyrir stöðugleika í heimsmálunum. Forsetinn er sama sinnis og hefur sterkar skoðanir á þessum málum,“ sagði hann. Deilur ríkjanna hafa harðnað síð- ustu ár, einkum vegna stríðsins í Sýr- landi, vísbendinga um afskipti Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjun- um árið 2016, innlimunar Krím-skaga í Rússland og viðskiptaþvingana vest- urvelda gegn Rússlandi. Stjórnmála- skýrendur telja margir að ágreining- urinn sé svo djúpstæður að sátt sé ómöguleg nema um mjög takmarkað- an tíma. Þjóðaröryggisráðgjafi Trump fór á fund Pútín  Línurnar lagðar fyrir fund leiðtoganna í næsta mánuði AFP Fundur Pútín og Bolton takast í hendur í upphafi fundarins í gær. Miklar fram- kvæmdir og end- urbætur eru enn við helstu kjarn- orkurannsóknar- miðstöð Norður- Kóreumanna í Yongbyon. Þetta sýna nýjar gervi- hnattarmyndir á vefsíðu 38 North, sem fylgist grannt með þróun mála þar. Kim Jong-un, leiðtogi Norður- Kóreu, gaf vilyrði fyrir því að „vinna að“ kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga, á leiðtogafundi með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Singapúr fyrr í júní. Ekki var ákveðið hvenær eða hvernig því marki yrði náð. Trump hefur sagt að kjarnorkuafvopnunin yrði algjör og hún væri þegar hafin. Taki fréttunum með fyrirvara Þrátt fyrir samkomulagið virðist sem kjarnorkuráðagerðum Norð- ur-Kóreumanna sé nú framhaldið. Samkvæmt myndunum halda Norð- ur-Kóreumenn áfram að auðga úr- an, en einnig hafa risið nýjar bygg- ingar fyrir verkfræðinga nærri kjarnakljúfi kjarnorkuvers á svæð- inu og nýir vegir verið lagðir. Í umfjöllun 38 North er tekið fram að nýjum fréttum frá Yong- byon þurfi að taka með fyrirvara og ekki megi túlka þær þannig þær tengist fundinum í Singapúr með beinum hætti. Eðlilegt sé að starfs- menn kjarnorkurannsóknarstöðv- arinnar haldi áfram fyrri störfum þar til sérstök fyrirmæli berist þeim um annað frá yfirvöldum í höfuðborginni Pyongyang. Enn uppbygging í kjarnorkustarfsemi Kim Jong-un. NORÐUR-KÓREA Lögregla í Hollandi rannsakar nú hvort skipulögð glæpasamtök hafi verið að baki því að sendiferðabíl var ekið inn um stóra rúðu í höf- uðstöðvum hollenska slúðurblaðs- ins De Telegraaf á þriðjudag. Bíln- um var tvisvar ekið á húsið og kveikti bílstjórinn í honum áður en hann hljóp á brott og tók sér far með annarri bifreið sem beið hans. Mynd af bílnum var birt á forsíðu blaðsins undir fyrirsögninni: „Við munum aldrei þagna.“ Á einni viku hafa nú tvær árásir verið gerðar á fjölmiðil í Amster- dam, en hinn fjölmiðillinn er viku- blaðið Panorama. Bæði blöðin hafa fjallað ítarlega um leit lögreglu að háttsettum liðsmönnum glæpa- gengja, eftirlýstum í Hollandi, sem taldir eru hafa flúið til Mexíkó. Er árásin talin tengjast umfjölluninni. Glæpasamtök grun- uð um verknaðinn HOLLAND N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið KEBE Hvíldarstólar Tegundir: Rest og Fox Opið virka dag a 11-18 laugardaga 11-15 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Vilhjálmur Bretaprins er nú staddur í Palestínu eftir að hafa heimsótt Ísr- ael og Jórdaníu í sögulegri för sinni til Mið-Austurlanda. Er prinsinn sá fyrsti úr bresku konungsfjölskyld- unni sem heldur til bæði Ísrael og Palestínu í opinbera heimsókn, sem hafa átt í miklum átökum um árabil, sem kunnugt er. Samskiptin eru sérlega brothætt nú, eftir að Donald Trump Banda- ríkjaforseti viðurkenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Ásamt því að funda með forsætis- ráðherranum Benjamin Netanyahu, heimsótti Vilhjálmur meðal annars Yad Vashem-minnisvarðann um hel- förina og hitti Netta Barzilai, sig- urvegara Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Í Palestínu ávarpaði hann forset- ann Mahmud Abbas og vakti athygli að hann vísaði til palestínskra land- svæða sem „ríkis“, í ljósi tregðu margra ríkja til að telja Palestínu til ríkis. Ekki hafa fengist upplýsingar frá bresku krúnunni um hvort um mismæli hafi verið að ræða. Í dag mun Vilhjálmur skoða sögu- legar fornminjar og helga staði í austurhluta Jerúsalem. Ferðast um Ísrael og Palestínu AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.