Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vésteinn G. Hauksson, fram- kvæmdastjóri Billboard ehf., segir undirbúning að uppsetningu strætó- skýla í Reykjavík ganga vel. „Undirbúningurinn gengur mjög vel. Við erum að klára samning [við borgina]. Hann er búinn að vera í yfirlestri. Þetta er samningur til 15 ára. Þannig að það þarf að gera þetta vel,“ segir Vésteinn. Spurður hvort félagið sé búið að ákveða hvaðan það muni fá nýju strætóskýlin segir Vésteinn það nokkurn veginn komið á hreint. Hann segir aðspurður það eiga eftir að koma í ljós hvort uppsetning skýlanna hefst strax eftir áramót. Verkið verði unnið í samvinnu við nú- verandi samningshafa. „Við höfum ekki annað í hyggju en að vinna þetta vandlega með öllum aðilum þannig að þjónusta borgarinnar skerðist ekki á neinum tíma,“ segir Vésteinn um undirbúninginn. Á Billboard.is segir að félagið reki fjölda LED-auglýsingaskjáa og fletti- skilta á höfuðborgarsvæðinu. Keyptu skiltagerðina Dengsa Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Reykjavíkurborg ætti í viðræðum við félagið Dengsa um uppsetningu skýlanna. Þær upplýsingar fengust frá skiltagerðinni Dengsa að Bill- board ehf. hefði keypt félagið. Samkvæmt Creditinfo eru Ellert Aðalsteinsson (50%) og Birgir Örn Birgisson (37%) aðaleigendur félags- ins Billboard. Óþekktir eigendur eiga svo um 13% hlut í félaginu. Ellert kemur við sögu í mörgum fé- lögum. Hann er meðal annars stofn- andi félagsins EE Development sem undirbúið hefur byggingu 65 íbúða í Borgartúni 24. Birgir Örn er einnig tengdur mörgum félögum. Hann er fram- kvæmdastjóri Pizza-Pizza ehf. sem rekur Domino’s-keðjuna. Ráðgjafafélag er hluthafi Samkvæmt ársreikningi Billboard ehf. árið 2016 áttu Aðalsteinn Pét- ursson (5%), Yevgeniya Solovyova (5%) og Kasi Consulting ehf. (3%) samtals 13% í félaginu. Jón Óttar Birgisson er eigandi Kasa. Þorsteinn R. Hermannsson, sam- göngustjóri Reykjavíkur, segir full- trúa borgarinnar hafa heimild frá innkauparáði til þess að ganga til samninga við Dengsa um skýlin. „Innkauparáð samþykkti hinn 7. júní að gengið yrði til samninga við Dengsa á grundvelli útboðsgagna. Ekki þarf frekari staðfestingar frá ráðum borgarinnar,“ segir Þorsteinn. Unnið sé að lokafrágangi samninga við Dengsa. Ekki barst tilboð í útboð borgar- nnar í strætóskýlin í mars. Félagið AFA JCDecaux hefur rekið grænu biðskýlin í borginni frá 1998. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að fjögur félög hefðu síðan lýst áhuga á verkefninu. Bundinn trúnaði um bjóðendur Þorsteinn kveðst aðspurður ekki geta upplýst hvaða þrjú félög voru þarna á ferð auk Dengsa. Innkaupa- lög séu ströng hvað slíka upplýsinga- gjöf snertir. Hann segir fulltrúa Dengsa hafa sótt útboðsgögn en ekki náð að ljúka tilboðsgerð á tilsettum tíma. Þeir hafi síðan lýst yfir áhuga á viðræðum við borgina. „Þeir voru eini aðilinn sem treysti sér til að bjóða lágmarkið, 210 ný strætóskýli, þar af 50 með upplýs- ingaskjám, og til að uppfylla aðrar kröfur í útboðsgögnum,“ segir hann. Fram hefur komið að AFA JCDe- caux bauð ekki í verkið. Samningur borgarinnar við fyrirtækið átti að renna út 1. júlí, en var framlengdur til áramóta. AFA JCDecaux hefur líka rekið útisalerni og auglýsingastanda. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Auglýsingar Félagið Billboard rekur m.a. LED-ljósaskilti. Undirbúa nýju strætóskýlin  Félagið Dengsi semur við borgina Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Það eru mörg ár síðan við fundum síðast fyrir því að fólk kæmi til okkar í stórum hópum til að aflífa dýrin sín vegna sumar- leyfa,“ segir Kol- brún Arna Sig- urðardóttir, fagdýrahjúkrun- arfræðingur hjá Dýraspítalanum í Garðabæ. Dýra- læknar á Dýra- læknastofu Dag- finns og Dýra- læknastofu Reykjavíkur taka undir þetta. Kolbrún segir að það heyri sögunni til að fólk láti lóga dýr- um sínum vegna sumarleyfa. „Nú eru mörg úrræði í boði fyrir hunda- og kattaeigendur, það eru til fleiri dýrahótel en áður og tjaldstæði, sumarhús og gistiheimili leyfa hunda í auknum mæli þrátt fyrir að það sé kannski ekki mjög mikið um það.“ Kolbrún segir sömuleiðis að sam- félagsmiðlar komi sterkir inn í um- ræðu um úrræði fyrir dýraeigendur sem þurfi að bregða sér af bæ. „Það eru til hópar á Facebook sem snúa að þessu, til dæmis hópurinn „Skiptipössun hundaeigenda“, en þar er að finna einstaklinga sem passa gjarnan hunda í heimahúsum.“ Á síðunni skiptist fólk einnig á að passa hunda hvert annars. „Ég held að samfélagsmiðlarnir hjálpi mikið til í þessum efnum, þar sem þeir tengja fólk saman,“ segir Kolbrún. Meðvitaðir hundaeigendur Kolbrún segir að hundaeigendur séu orðnir mun ábyrgðarfyllri nú en áður var. „Hundaeigendur vilja gera vel og eru orðnir talsvert meðvitaðri um hundahald. Það er alltaf að aukast framboð á námskeiðum fyrir þennan hóp, hundaeigendur fara til dæmis gjarnan á námskeið um merkjamál hunda og læra að lesa hunda.“ Samkvæmt Kolbrúnu er það í raun það fólk sem ekki á gæludýr sem er stærsta hindrunin fyrir því að hundaeigendur taki hundana sína með sér í ferðalög um landið. „Það er mjög skrýtið að það sé ár- ið 2018 og að við sem eigum hunda getum ekki verið frjáls ferða okkar í ferðalögum með hundana okkar um landið.“ Aukið umburðarlyndi Kolbrún segir þó að fólk sé að verða umburðarlyndara og að sú þróun sé í rétta átt. Svo hundaeig- endur haldi áfram að finna fyrir auknu umburðarlyndi þurfi þeir samt sem áður sjálfir að standa sig. „Til þess að það gerist þurfum við sem eigum gæludýr að axla ábyrgð á dýrunum okkar og passa upp á þær aðstæður sem við setjum hundana okkar í. Við eigum ekki að bjóða þeim upp á aðstæður sem þeir höndla ekki og vonandi heldur fólk áfram að bæta sig í því.“ Minna um aflífanir vegna sumarfría Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hundar Hundaeigendur þurfa að standa sig og axla ábyrgð á hundunum sínum svo að umburðarlyndi í þeirra garð haldi áfram að aukast.  Fleiri úrræði en áður í boði fyrir gæludýraeigendur  Helsta hindrunin fyrir því að hundaeigendur ferðist um landið með hunda er fólk sem ekki á gæludýr  Hópar á samfélagsmiðlum koma sterkir inn Kolbrún Arna Sigurðardóttir Ísland er eftirbátur Evrópuríkja þeg- ar kemur að því að leggja mat á færni- og menntunarþörf á vinnu- markaði til lengri eða skemmri tíma og of lítil þekking er hér á landi um lengri tíma þróun á vinnumarkaði. Slíkt ástand dregur úr getu einstak- linga, stofnana og stjórnvalda til þess að taka upplýstar ákvarðanir um menntun og færni. Þetta kemur fram í mati sérfræðingahóps sem kynnti niðurstöður skýrslunnar á mánudag- inn ásamt tillögum að framtíðarfyrir- komulagi við gerð færni- og mann- aflaspár á íslenskum vinnumarkaði, en skýrslan var birt var á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Sérfræðingahópurinn sem skipað- ur var fulltrúum Vinnumálastofnun- ar, ASÍ, SA og Hagstofunnar skilaði af sér fimm tillögum til úrbóta. Að metnir verði kostir þess að Hagstofa Íslands fái formlegt hlut- verk við tölfræðilega spágerð til langs tíma. Að skemmri tíma greiningar á færniþörf verði efldar innan Vinnu- málastofnunar. Að sett verði á fót landfærniráð að írskri og finnskri fyr- irmynd. Að settur verði á fót sérfræð- ingahópur um færnispár og að starfs- greinanefndir fái formlegt ráðgefandi hlutverk í spáferlinu. Í skýrslu sérfræðingahópsins kem- ur fram að færniþörf í sinni einföld- ustu mynd byggist á mati framboðs og eftirspurnar og að til þess að geta metið þörfina þarf að skoða hver verði áhrif af hækkandi lífaldri þjóð- arinnar á vinnuaflseftirspurn og end- urnýjunarþörf ólíkra starfa, hvaða áhrif hefur tækniþróun á samsetn- ingu starfa á vinnumarkaði, hvaða áhrif hefur nýgengi örorku á vinnu- markaði, hvaða áhrif hefur brottfall nemenda úr skóla á endurnýjunar- þörf í ólíkum störfum og hvar er fyr- irséð að verði skortur á færni á næstu tíu til fimmtán árum. Niðurstöður spáferla nýtast ekki eingöngu til stefnumótunar í mennta- kerfinu og aðgerða á mörgum sviðum heldur geta þær stutt við ákvarðana- töku einstaklinga þegar kemur að vali á námi eða starfsvettvangi. ge@mbl.is Of lítil þekking á þróun á vinnumarkaði á Íslandi  Ísland eftirbátur Evrópuríkja  Fimm tillögur til úrbóta LISTHÚSINU Mikið af fallegum vörum fyrir heimilið og bústaðinn. Opið virka daga kl. 11-18, lokað laugardaga í sumarListhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.