Morgunblaðið - 28.06.2018, Page 38

Morgunblaðið - 28.06.2018, Page 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 SKAGASTRÖND Ólafur Bernódusson olbern@simnet.is Sigurvegarar Músíktilrauna frá árinu 1988, Jójó frá Skagaströnd, komu saman aftur á 30 ára afmæli sigursins á tónleikum sem haldnir voru á dögunum í húsnæði björg- unarsveitarinnar Strandar. Hljómsveitin hafði þá ekki komið saman í áratugi en sló rækilega í gegn á tónleikunum með sínu þekkt- asta lagi, Stæltir strákar, sem fór hátt á vinsældalistunum í gamla daga. Auk Jójó komu fram fimm aðrar hljómsveitir sem gerðar hafa verið út frá Skagaströnd eða tengjast bænum á einhvern hátt. Ein þeirra, Nýríki Nonni, er starfandi af fullum krafti í dag og spilar kraftmikið rokk eftir meðlimi sveitarinnar. Elsta sveitin sem fram kom á tónleikunum var aftur á móti unglingahljóm- sveitin Tíglar, sem starfaði á Skaga- strönd um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Meðlimir sveitarinnar verða víst ekki kallaðir unglingar lengur en þrátt fyrir að vera farnir að nálgast mjög sjötugsaldurinn sýndu þeir með flutningi sínum að lengi lifir í gömlum glæðum. Skagabandið kom á óvart Yngsta sveitin var svo Skaga- bandið. Hana skipa sex 14-16 ára krakkar, sem allir hafa stundað nám í Tónlistarskólanum á Skagaströnd og hafa verið að gera það gott í Sam- fés-keppnum og mótum. Sveitin kom virkilega á óvart með flutningi sín- um, sem ekki var með neinum byrj- endabrag. Einnig spilaði á tónleik- unum hljómsveitin Janus, sem kemur saman endrum og sinnum og hefur oft spilað á uppákomum tengdum Skagaströnd. Guðmundur Jónsson gítarleikari, þekktasti meðlimur Janusar, átti ekki heimangengt að þessu sinni en hinir meðlimir sveitarinnar stóðu sig með prýði og fluttu gamla slagara þar sem salurinn tók undir fullum hálsi. Gagnaver er svo hljómsveit sem er samstarfsverkefni tónlistar- manna frá Skagaströnd og Blöndu- ósi, þétt sveit með tvo frábæra söngvara. Húsfyllir var á tónleikunum í björgunarsveitarhúsinu og mikil ánægja með framtakið, enda voru allar sveitirnar klappaðar upp og fólk tók fullan þátt í gleðinni, söng með og dansaði. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Starfsafmæli Hljómsveitin Jójó hélt upp á 30 ára sigurafmæli sitt í Músíktilraunum. Frá vinstri á sviðinu eru Fannar Viggósson, Ingimar Oddsson, Valtýr Sigurðsson, Viggó Magnússon og Jón Arnarson. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Skagaströnd Húsfyllir var á tónleikunum og skemmtu gestir sér frábærlega. Sveitirnar voru oft klappaðar upp. Gamlar og nýjar sveitir stigu á svið  Góð stemmning á endurkomutónleikum á Skagaströnd  Húsfyllir  30 ár liðin frá sigri Jójó í Músíktilraunum Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Skagabandið Unglingahljómsveitin, frá vinstri eru Kristmundur Baldvins- son, Jón Árni Baldvinsson, Arna Rún Arnarsdóttir, Snæfríður Dögg Guðmundsdóttir Freydís Kristjánsdóttir og Ólafur Halldórsson. Er stærsti framleiðandi sportveiðarfæra til lax- silungs- og sjóveiða. Flugustangir og fluguhjól í úrvali. Gott úrval af fylgihlutum til veiða stólar, töskur, pilkar til sjóveiða, spúnabox margar stærðir, veiðihnífar og flattningshnífar. Abulon nylon línur. Gott úrval af kaststanga- settum, fyrir veiðimenn á öllum aldri, og úrval af „Combo“ stöng og hjól til silungsveiða, lax veiða og strandveiða. Flugustanga sett stöng hjól og lína uppsett. Kaststangir, flugustangir, kast- hjól, fluguhjól, gott úrval á slóðum til sjóveiða. Lokuð kasthjól. Úrval af flugustöngum, tvíhendur og hjól. Balance Lippa, mjög góður til silungsveiða „Original“ Fireline ofurlína, gerfi- maðkur sem hefur reynst sérstaklega vel, fjölbreitt gerfibeita fyrir sjóveiði og vatnaveiða, Berkley flattnings- hnífar í úrvali og úrval fylgihluta fyrir veiðimenn. Flugnanet, regnslár, tjaldhælar, og úrval af ferðavörum Helstu Útsölustaðir eru: Veiðivon Mörkinni Vesturröst Laugavegi Veiðiportið Granda Veiðiflugur Langholtsvegi Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi Kassinn Ólafsvík Söluskáli ÓK Ólafsvík Skipavík Stykkishólmi Smáalind Patreksfirði Vélvikinn Bolungarvík Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki SR-Bygginavöruverslun Siglufirði Útivist og Veiði Hornið Akureyri Veiðiríkið Akureyri Hlað Húsavík Ollasjoppa Vopnafirði Veiðiflugan Reyðarfirði Krían Eskifirði Veiðisport Selfossi Þjónustustöðvar N1 um allt land. Dreifing: I. Guðmundsson ehf. Nethyl 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com. Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum „Betri sportvöruverslunum landsins“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.