Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 birtingarmyndirnar þjóna sem leið- sögn til þeirra sem fylgja honum að málum um hvernig hinn fullkomni maður sé. Þar skoða ég hvernig eldri heimspekihefðir og þær sem voru að mótast á sama tíma og Jes- ús var uppi, vinna með sama stef og birtist í þessum frásögnum,“ segir Rúnar. Spurður út í hvort rannsóknir af þessu tagi hafi ekki verið unnar fram til þessa segir hann að svo sé í raun ekki. „Það kemur á óvart að þessu hafi ekki verið sinnt að neinu verulegu leyti hingað til. Þetta hefur verið gert í tilfelli Jóhannesarguðspjalls sem er mjög heimspekimiðað en samstofna guðspjöllin hafa ekki verið rýnd með þessum hætti. Það skýrist að einhverju leyti af því rofi sem varð milli heimspekinnar og guðfræðinnar í kjölfar Upplýsing- arinnar. Þá hættu menn að líta á þessi svið sem eitt og hið sama eða nátengd og það á ekki síst við um rannsóknir á Jesú. Hann hefur gjarnan verið álitinn hreint og klárt afsprengi hinnar gyðinglegu hefðar og fræðimenn af einhverjum orsök- um ekki skoðað hann í ljósi þeirra áhrifa sem hellenisminn hafði á mótun kristindómsins í víðara sam- hengi á öldunum eftir krossfest- inguna.“ Augljós tengsl til staðar Rúnar segir að víða í textum guð- spjallanna megi finna áhrif þessara hefða. „Augljósasta dæmið sem má nefna eru líkindin milli síðustu dag- anna í lífi Sókratesar, eins og þeir birtast í textum Platóns og í frá- sögnunum af dauða Jesú. Báðir fórna þeir sér og ganga til móts við örlög sín af yfirvegun.“ En þessi tengsl koma víðar fram að sögn Rúnars. „Þessi tengsl sjást víða í þessum guðspjöllum en með mismunandi hætti. En tengslin við stóuspekina og einnig heimspeki kýníka eru ber- sýnileg þótt ólík séu. Almennt er talið að Markúsarguðspjallið sé elst og að Matteus og Lúkas byggi á því. Milli guðspjallanna kemur t.d. fram ákveðin þróun og í frásögn Lúkasar er Jesú lýst sem mjög yfirveguðum manni sem ekki skiptir skapi þótt á móti blási. Það sé breyting frá eldri textum þar sem Jesús átti það til að láta tilfinningar sínar í ljós.“ Bendir Rúnar á að þessi munur komi m.a. fram í lýsingum á píslar- göngunni í átt að Golgata þar sem Jesús var krossfestur. „Í Lúkasarguðspjalli huggar Jesú fólkið við veginn á leið til krossfestingarinnar. Frásögnin virðist til þess gerð að varpa ljósi á mann sem hafi fullkomna stjórn á tilfinningum sínum.“ Segir Rúnar að þessi dæmi og mörg önnur staðfesti hin ríku tengsl milli frásagna guðspjallanna og heimspekihefða fornaldar. Heimspekingurinn frá Nasaret  Dr. Rúnar M. Þorsteinsson prófessor gefur út aðra bók sína hjá stærsta háskólabókaforlagi heims  Hefur rannsakað tengsl þriggja guðspjalla við heimspekihefðir fornaldar  Segir tengslin augljós Morgunblaðið/Hari Fræðistörf Rúnar M. Þorsteinsson er prófessor við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi í nýjatestamentisfræði frá Lundarháskóla 2003. Hann lauk kandídatsprófi í guðfræði frá HÍ árið 1998. Útgáfa Verkið er 224 síður, skiptist í fjóra kafla og er í handhægu broti. Oxford University Press er stærsta háskólaforlag heims en það var stofn- að seint á 16. öld. Þar kjósa margir af virtustu fræðimönnum heims að gefa út verk sín. Rúnar segir að flókið ferli liggi að baki því að fá verk gef- ið út hjá forlaginu. „Það er stíft ferli og nákvæmt en ég ákvað snemma að miða við að fá verkin mín gefin út hjá bestu forlögunum og þekktustu tímaritunum. Það veldur því að stundum fær maður höfnun en það skilar sér margfalt til baka.“ Hann segir að íslenskir færðimenn mættu oft setja markið hærra þeg- ar kemur að birtingum. Það hafi vissulega gagnast sér nú að hafa áður gefið út hjá OUP en að hvergi sé hins vegar slakað á kröfum. „Verkið er lesið yfir af þremur aðilum sem forlagið kallar til og þeir eru harðir dómarar. En þegar upp er staðið verður verkið betra.“ Forlagið stofnað 1586 EKKI AUÐSÓTT AÐ GEFA ÚT HJÁ OXFORD UNIVERSITY PRESS Þrjátíu og þrír nemendur. sem hyggjast hefja nám í Háskóla Íslands í haust. tóku nýverið við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi. Sjóðurinn fagnar tíu ára afmæli í ár. Styrkþegarnir koma úr 12 fram- haldsskólum víða af landinu og eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri í námi til stúdents- prófs. Hver styrkur í ár nemur 375 þúsund krónum og er samanlögð styrkupphæð því rúmar 12 milljónir króna, að því er segir í tilkynningu frá HÍ. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Afreks- og hvatningarstyrkir HÍ Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur í höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum. Getum boðið mjög gott verð á flugi, hótelum og rútu, svo og íslenskan fararstjóra ef þess er óskað. www.transatlantic Sími 588 8900 GLÆSILEGAR MIÐALDA BORGIR Í A-EVRÓPU Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsibyggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Búdapest hefur verið kölluð heilsuborg Evrópu en baðmenningu Ungverja má rekja hundruðir ára aftur í tímann. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningar- áhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Þetta er borg með mikla sögu en hún var helsta vígi Hansakaupmanna í Evrópu. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og fjölmargar tónlistarhátíðir hafa gert borgina við flóann að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI GDANSK Í PÓLLANDI BÚDAPEST NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ Vikuferðirsumarið 2018frá 125.000 kr.á mann í 2ja manna herb. BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Um síðustu mánaðamót kom út hjá Oxford University Press bókin Jes- us as Philosopher. The moral Sage in the Synoptic Gospels. Höfundur verksins er dr. Rúnar M. Þor- steinsson, prófessor í nýjatesta- mentisfræðum við guðfræðideild Háskóla Íslands. Það er ekki ný- lunda að fræðimenn hér á landi gefi út bækur en þau eru ekki mörg dæmin um að íslenskir höfundar fái bækur sínar gefnar út hjá hinu fornfræga bókaforlagi sem telst hið stærsta sinnar tegundar í heim- inum. Það sem gerir útgáfuna nú ekki síður merkilega er sú stað- reynd að þetta er annað verkið sem Oxford Unviersity Press tekur til útgáfu af hendi Rúnars en árið 2010 kom út bók hans Roman Christi- anity and Roman Stoicism: A Comparative Study of Ancient Mor- ality. Sótt í eldri hefðir Rannsóknir Rúnars hafa á síð- ustu árum legið á markalínum guð- fræði og heimspeki og er hin nýút- gefna bók m.a. afrakstur þeirrar vinnu. Þar hefur hann rannsakað með hvaða hætti heimspekistefnur fornaldar hafa haft áhrif á guð- fræði kristinna manna á fyrstu öld- unum eftir dauða Jesú frá Nasaret. Að þessu sinni beinir hann sjónum sínum að textum hinna svokölluðu samstofna guðspjalla en það eru guðspjöllin þrjú sem kennd eru við Matteus, Markús og Lúkas oft nefnd. Þau eru af fræðimönnum al- mennt talin nátengd textafræði- lega en að Jóhannesarguðspjall, hið síðasta í röð þeirra fjögurra sem Nýja testmentið geymir, standi hins vegar sjálfstætt og ekki þeim tengt. „Í verkinu fæst ég við þá spurn- ingu með hvaða hætti höfundar guð- spjallanna draga upp mynd af Jesú sem fyrirmynd og hvernig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.