Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 35
FRÉTTIR 35Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Nýja göngubrúin er afar þörf og mikilvæg framkvæmd sem greiðir götu fólks um svæði sem er æ fjöl- farnara. Við erum satt að segja mjög stolt af þessari framkvæmd, sem er afar skemmtilega útfærð,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Um síðastliðna helgi var formlega tekin í notkun ný göngubrú yfir Svartá við Árbúð- ir á Biskupstungnaafrétti. Þetta er vestan við Kjalveg og skammt fyrir norðan Bláfellsháls og Hvítárvatn. Mun brúin auðvelda gangandi og hjólandi fólki að komast yfir Svartá þegar farið er á milli Árbúða og Hvítárness, en þar er vel þekktur skáli í eigu Ferðafélags Íslands. Milli þessara skála eru örfáir kíló- metrar. Byggt í sjálfboðaliðsstarfi Að koma upp brú yfir Svartá er, að sögn oddvitans, hluti af þeirri viðleitni heimamanna að vernda viðkvæma náttúru hálendisins, sem felst meðal annars í því að stýra umferð ferðafólks um ákveðnar leiðir til að draga úr óþarfa álagi á viðkvæman gróður. Brúarsmíðin er frumkvæðisverk og sjálfboðastarf tveggja manna í Biskupstungum, þeirra Lofts Jón- assonar í Myrkholti og Guðmundar Ingólfssonar vélvirkjameistara á Iðu. Guðmundar hannaði og smíð- aði brúna, sem er 17 metra löng, en burðarvirki hennar er gamall byggingarkrani. Undir brúnni eru svo öxlar með hjólum, svo draga má hana á þurrt land á hverju hausti. Það verður raunar gert, því áin bólgnar svo upp af krapa og ís á veturna að yfirborð hennar getur hækkað um marga metra svo allt sem í nágrenninu er flýtur út. Loftur Jónasson, sem sér um rekstur fjallaskálans í Árbúðum, lagði svo timburgólf brúarinnar. Allt var þetta unnið á ódýrasta máta, en Ferðafélag Íslands styrkti efniskaup enda fara hópar á þess vegum oft um þessar slóðir. Afréttur er fólki kær „Biskupstungnaafréttur er okk- ur kær og að mínu mati eru engir betur fallnir til þess að gæta óbyggðanna en einmitt heimamenn á hverjum stað. Hér í sveit sækir fólk mikið inn á fjöll og sinnir ýmsu sem kemur landinu til góða. Þarna hefur til dæmis verið ekið miklu af heyi í rofabörð, sem hefur haldið aftur af uppblæstri og sandfoki. Þá hafa verið byggðir þarna upp fjallaskálar og þjónusta verið efld, enda er svæðið áhugavert og gam- an að fara þar um,“ segir Helgi Kjartansson. Breytti gömlum byggingar- krana í göngubrú á hjólum  Nýstárlegt mannvirki á Biskupstungnaafrétti  Milli Árbúða og Hvítárness Ljósmynd/Aðsend Mannvirki Brúin var smíðuð eftir máli inn í staðhætti við Svartá. Nú kemst fólk þurrum fótum yfir ána en þessar slóðir á afréttinum eru fjölfarnar og nú í júnílok er greið leið um Kjalveg sem er þarna skammt frá. Tungnamenn Frá vinstri: Guðmundur Ingólfsson á Iðu, Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, og Loftur Jónasson í Myrkholti. Lísbet Sigurðardóttir lisbet@mbl.is Yfirlýsing um aukna áherslu á vatnsöryggi meðal smáríkjanna Ís- lands, Andorra, Kýpur, Lúxem- borgar, Möltu, Mónakó og Svart- fjallalands var undirrituð á smáríkjafundi Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar, WHO, sem fram fór í gær og fyrradag í Reykja- vík. Yfirlýsingin miðar að því að bregðast við auknum áhrifum lofts- lagsbreytinga á vatn og vatnsöryggi. Í yfirlýsingunni kemur fram að ríkisstjórnir og valdhafar á öllum stjórnsýslustigum landanna beri al- menna ábyrgð á að standa vörð um umhverfismál, þvert á flokkslínur. Svandísi annt um umhverfismál Áhrif loftslagsbreytinga og marg- víslegar ógnir sem af þeim stafa voru meðal þess sem rætt var á fundinum. Dr. Zsuzsanna Jakab, framkvæmdastjóri Evrópuskrif- stofu WHO, og Svandís Svav- arsdóttir heilbrigðisráðherra héldu erindi á fundinum en að auki sækja fundinn heilbrigðisráðherrar þátt- tökuþjóðanna, framkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu WHO, embætt- ismenn og sérfræðingar. „Sem fyrrverandi ráðherra um- hverfismála er mér ofarlega í huga hvernig áhrif loftslagsbreytinga ógna heilbrigði þjóða,“ sagði Svandís meðal annars í opnunarávarpi sínu. WHO hefur undanfarin ár staðið fyrir fundum smáríkja um heilbrigð- ismál, en öll ríkin eiga það sam- eiginlegt að íbúafjöldi þeirra er minni en milljón. Á þessum fundum er meðal annars fjallað um það hvernig smáríki geti skapað for- dæmi og verið fyrirmynd annarra þjóða á sviði sjálfbærra verkefna í þágu velferðar og heilsu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundur smáríkja Ríkin vilja skapa fordæmi í umhverfismálum. Yfirlýsing um vatnsöryggi  Smáríkjafundur WHO í Reykjavík Börn af leikskólanum Krílakoti tóku skóflustungu að nýju frysti- húsi Samherja á Dalvík fyrir skömmu og var starfsfólk Sam- herja þeim til halds og trausts. Undanfarið hefur verið unnið að landfyllingu á svæðinu og er henni nú að mestu lokið. Skrifað var und- ir lóðaleigusamning á milli Dalvík- urbyggðar og Samherja í maí í fyrra og við það tilefni sagði Þor- steinn Már Baldvinsson, forstjóri fyrirtækisins, að þar með væri stig- ið stórt skref í átt að nýrri og full- komnari vinnslu fyrirtækisins í bænum. Við sama tilefni sagði hann að með nýrri vinnslu á Dalvík og smíði Björgúlfs EA væri Samherji að fjár- festa í veiðum og vinnslu á Dalvík fyrir a.m.k. 6.000 milljónir króna. Í frétt á vef Dalvíkurbyggðar segir að svæðið sé nú tilbúið fyrir næsta áfanga framkvæmdarinnar. Leikskólabörn tóku fyrstu skóflustung- una að frystihúsi Landsréttur hefur dæmt karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir, hótanir, ólögmæta nauðung, nauðgun og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni. Landsréttur mildar þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur úr þriggja og hálfs árs langri fangels- isvist vegna tafa á útgáfu ákæru. Manninum er einnig gert að greiða konunni 2 milljónir króna í miskabætur auk vaxta, en héraðs- dómur hafði gert honum að greiða 3 milljónir. Brotin sem ákærði er sakfelldur fyrir voru framin í mars og apríl 2014, en ákæra var gefin út 28 mán- uðum seinna og því mildaði Lands- réttur dóm héraðsdóms. Í dómi Landsréttar kemur meðal annars fram að við skýrslutöku hafi brotaþoli lýst því að ákærði hafi reynt að drekkja henni í baðkari, reynt að sættast við hana og í fram- haldi haft við hana samræði gegn vilja hennar. Framburður brota- þola þótti trúverðugur en fram- burður ákærða misvísandi og óljós. Þriggja ára dómur fyrir ofbeldi gegn sambýliskonu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.