Morgunblaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 56
56 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2018
✝ Einar HugiGeirsson fædd-
ist 29. mars 1994 á
Sænska sjúkrahús-
inu í Seattle í
Bandaríkjunum.
Hann lést 19. júní
2018 á Landspít-
alanum við Hring-
braut.
Foreldrar hans
eru Geir Oddsson,
f. 26. apríl 1962,
og Ragna Björg Guðbrands-
dóttir, f. 28. ágúst 1965. Bræð-
ur hans eru: 1) Oddur, f. 3.
apríl 1991, sambýliskona hans
er Sandra Ýrr Sonjudóttir, f.
27. júní 1994, sonur þeirra er
Ýmir Máni, f. 6. júní 2018. 2)
Heiðar Ingi, f. 10. júní 2001.
Foreldrar Geirs eru Oddur
Geirsson, f. 10. maí 1921, d.
Einar Hugi hafði áhuga á
mörgu og var í góðu sambandi
við fjölmarga vini sína um all-
an heim.
Hann hafði mikinn áhuga á
tónlist, kvikmyndum, sögu,
japanskri menningu og manga-
sögum, einnig voru tölvur og
tölvuleikir honum hugleikin.
Einar Hugi var mikill
áhugamaður um náttúru og
dýralíf sem hann gat ræktað
jafnt í regnskógum Mið-
Ameríku sem á gresjum Aust-
ur-Afríku. Hann kafaði einnig
víða í Kyrrahafi, Karíbahafi og
Indlandshafi; m.a. með hvít-
hákörlum við Suður-Afríku á
sextán ára afmælisdeginum
sínum.
Einar Hugi greindist með
bráðahvítblæði í ágúst 2016 og
undirgekkst mergskipti á Kar-
olinska sjúkrahúsinu í Stokk-
hólmi í Svíþjóð 2. febrúar
2017.
Útför Einars Huga fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 28. júní 2018, kl. 13. Jarð-
sett verður í Garðakirkjugarði.
15. október 2010,
og Margrét
Einarsdóttir, f. 6.
ágúst 1925. Móðir
Rögnu er Edda
Einarsdóttir, f. 11.
janúar 1943.
Einar Hugi ólst
upp hjá foreldrum
sínum í Seattle í
Bandaríkjunum, í
Árbænum í
Reykjavík, í Man-
agva í Níkaragva og Kampala
í Úganda.
Einar Hugi stundaði nám í
rafiðn við Tækniskóla Íslands
þegar hann veiktist. Hann
vann sumarvinnu í Húsdýra-
og fjölskyldugarðinum, hjá
Eimskip og sumarið sem hann
veiktist hjá Ölgerðinni Agli
Skallagrímssyni.
Má ég fá knús, mamma?
Svona mun ég minnast þín,
elsku drengurinn minn. En þetta
sagðir þú við mig þegar ég kom
til þín í síðasta sinn áður en síð-
asta bakslagið kom. Og svo sann-
arlega máttir þú fá knús. Þau eru
sem betur fer búin að vera mörg í
gegnum tíðina en þú áttir líka eft-
ir að fá enn fleiri knús alveg óend-
anleg eins og ég elskaði þig óend-
anlega.
Það sem þú ert búinn að kenna
mér, elsku Einar Hugi, ekki bara
þessi síðustu tvö ár heldur allan
þann allt of stutta tíma sem ég
fékk með þér. Að fá að sjá heim-
inn með þér og í gegnum þín fróð-
leiksfúsu augu. Þú varst alltaf
skrefi á undan mér, elsku kallinn
minn. Þú varst náttúruunnandi
eins og hann langafi þinn Einsi
Zaut sem þú ert skírður i höfuðið
á. Þú elskaðir dýr, sérstaklega
hunda, og þar þurfti ég sko ald-
eilis að læra, sem ég gerði með
glöðu geði. Þú vissir allt þegar
kom að dýralífi enda var það sam-
eiginlegt áhugamál hjá ykkur
pabba þínum og bræðrum. Við
duttum í lukkupottinn þegar við
bjuggum í Úganda og þú sagðir
okkur að þig langaði svo að sjá
Shoebill, sem er einn af sjaldgæf-
ustu fuglum heims, en það hafði
ég ekki hugmynd um. Það var
ógleymanleg stund þegar sá
draumur varð að veruleika og það
sem við glöddumst saman.
Þú og við vorum ekki jafn
heppin þegar þú dróst Svarta
Pétur í lífsspilinu og greindist
með bráðahvítblæði. Þú sagðir
mér að þú vildir ekki berjast við
þetta einn og vildir alla þá hjálp
frá öllum sem væri í boði og þá
ósk fékkstu uppfyllta því það
voru allir í liðinu þínu „Áfram
Einar Hugi“. Stuttu eftir að þú
greindist spurði ég hvort þú vær-
ir ekki reiður en þú sagðir mér
svo ekki vera, þú hefðir tekið það
út fyrstu nóttina. Þú sagðir „af
hverju ekki ég“ og að þú vildir
ekki að nokkur maður þyrfti að
upplifa þetta og var þarna æðru-
leysi þitt komið fram fullþroskað
á óskiljanlegan hátt.
Við munum minnast þín alla
okkar ævi, ljúflingurinn okkar,
því betri son, bróður, frænda,
ömmudreng og mág var ekki
hægt að hugsa sér. Af því að okk-
ur leið alltaf best með þér.
Ég kveð þig með ljóði sem við
lærðum saman þegar þú varst
ungur og þér fannst alltaf mjög
skemmtilegt því í húmornum
varstu bestur.
Það er svo vont að liggja á köldum
klaka
kalinn í gegn og skjálfa allur og braka.
Hugsa bara þetta: – Svaka svaka
svakalega er vont að liggja á klaka.
Það er svo gott að liggja í mjúkum
mosa
mæna upp í himininn og brosa.
Hugsa bara þetta: – Rosa rosa
rosalega er gott að liggja í mosa.
(Þórarinn Eldjárn)
Elsku Einar Hugi, mömmu-
knús.
Mamma.
Elsku Einar minn. Þegar þú
fæddist var ég svo spennt að ég
flaug alla leið til Seattle í Amer-
íku til að sjá þig. Það var mjög
gaman. Síðan höfum við átt mörg
kósíkvöld saman og margar góð-
ar stundir. Ég var svo heppin að
þú vildir búa hjá mér í þrjú ár
þegar foreldrar þínir voru í
Kaupmannahöfn en þú í skóla hér
heima og bjóst hjá mér í Hraun-
bænum. Það var gaman að hafa
þig og þú duglegur að hjálpa
ömmu þinni við ýmsa snúninga.
Síðustu tvö árin voru erfið hjá
þér og ég var fegin að þú vildir
leyfa mér að sitja hjá þér, og þeg-
ar þér leið það vel þá varst þú í
tölvunni og ég að lesa. Það voru
notalegar stundir.
Ætla að kveðja þig að lokum
með þessu fallega versi:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Góða nótt, elsku Einar minn,
ömmuknús.
Edda amma.
Ég man þig ungan dreng, þitt blíða
bros
og birtuna sem skein af hreinum
svip
og augun hlýju, full af bláum bjarma.
Sú mynd er ein af gjöfum lífs og ljóss
í leynum hugar míns, og skýrist öll
á þessari stundu þagnar, skilnaðar,
harma.
(Hannes Pétursson)
Ég man þegar við afi fórum til
Seattle, það var um vor. Kirsu-
berjatrén stóðu í blóma. Það var
allt svo fallegt. Við fórum til að
vera nærri við fæðingu Einars
Huga. Þegar var hringt í okkur
og okkur sagt að við mættum
koma með Odd stóra bróður á
fæðingardeildina ljómaði hann af
gleði. Þetta var svo bjartur og fal-
legur vormorgunn. Það voru
stoltir foreldrar sem við hittum
þennan morgun. Einar Hugi var
fallegt ungbarn með mikla sveipi
í dökku hári og sterkan svip. Fal-
leg augu og alltaf stutt í brosið
hans þegar hann varð eldri.
Ömmu finnst svo ósanngjarnt
að Einar Hugi minn þurfi að fara
frá okkur svona ungur. Hann átti
allt lífið fram undan. Ég man þeg-
ar hann kom til mín og sagði mér
hvað hann ætlaði að gera í fram-
tíðinni. Hann ætlaði að læra raf-
virkjun og var svo ánægður með
þá ákvörðun.
Elsku Einar Hugi minn. Ég
vona að Oddur afi og afi Einar
hafi tekið vel á móti þér.
Þín amma,
Margrét.
Stundum eru engin orð sem
lýsa nógu vel því sem býr í
brjósti. Okkur langar samt að
minnast hans Einars Huga bróð-
ursonar okkar, sem fékk hvít-
blæði fyrir tæpum tveimur árum
og barðist fyrir lífi sínu á
aðdáunarverðan máta. Einar
Hugi var skapandi, ljúfur, húm-
oristi með svo mörg áhugamál.
Hann langaði að læra að vinna við
hljóðblöndun kvikmynda og hóf
undirbúning að því námi. Hann
naut þess að kafa og hafði farið í
ævintýralega ferð um sjávardjúp
Indlandshafs við Seychelles-eyj-
ar með vinum sínum frá Úganda.
Í raun hafði Einar Hugi lifað lífi
sem marga dreymir aðeins um.
Við munum gleðina og ham-
ingjuna þegar hann fæddist vest-
ur í Seattle og bjó þar, á Íslandi, í
Úganda og Níkaragva. Alls stað-
ar átti hann góða vini. Hann var
heppinn með foreldra og fékk að
lifa auðugu lífi.
Bræðurnir þrír, Oddur, Einar
Hugi og Heiðar Ingi, voru ein
sterk heild. Að fylgjast með Oddi,
stóra bróður, hugsa um Einar
Huga í veikindum hans var eins
og að vera staddur í sögunni um
Bróður minn Ljónshjarta. Og
Heiðar Ingi að taka nýjustu dans-
sporin á stofugólfinu, að létta
lund. Sandra og Oddur með ný-
fædda frænda, sem Einar Hugi
hafði beðið með eftirvæntingu og
náði að sjá og halda á. Fyrsta
barnabarn foreldra þeirra
bræðra.
Mörg okkar bera armbönd þar
sem segir: „Lífið er núna“. Bönd-
in eru til styrktar Krafti, félagi
ungs fólks með krabbamein. Ein-
ar Hugi okkar lifði sannarlega og
barðist af krafti og naut alls þess
besta sem lífið bauð hverju sinni,
af mikilli hugmyndaauðgi. Við
gleymum bróðursyni okkar ekki,
lífsvilja hans og dugnaði. Og ber-
um stolt áfram böndin um úlnliði
okkar, fyrir hann.
Við kveðjum Einar Huga nú,
en sjáum hann brosandi í sóleyja-
breiðunni að morgni.
Ég hljóp af stað. Eftir litla stígnum nið-
ur að ánni. Ég hljóp eins hratt og ég gat
– og þarna niðri á brúnni sat Jónatan.
Bróðir minn, hann sat þar, það glamp-
aði á hár hans í sólskininu. Og þó að ég
sé að reyna að segja frá þessu get ég
samt ekki lýst því hvernig mér leið að
sjá hann aftur.
(Bróðir minn Ljónshjarta,
Astrid Lindgren)
Sigrún, Einar, Sigríður
og Erna Oddsbörn.
Vilmundur og Eva.
Það er alltaf sárt að kveðja þá
sem eru manni kærir. Sárt að
missa og sárt að sakna. En þegar
sá sem fer er enn ungur að árum
er sársaukinn þúsundfaldur og
missirinn svo óendanlega sár og
óréttlátur. Því á hugann leita
hugsanir um það sem hefði getað
orðið og hefði átt að verða í rétt-
látri veröld.
En veröldin er hvorki réttlátt
né lífið alltaf sanngjarnt og nú er
elsku frændi, Einar Hugi Geirs-
son, fallinn frá aðeins nýorðinn
tuttugu og fjögurra ára gamall.
Fallinn fyrir sjúkdómi sem herj-
aði á hann af alefli í tæp tvö ár og
hafði að endingu af honum lífið og
framtíðina sem hefði átt að verða.
Það er svo sárt og óréttlátt að
mig brestur orð svo ég þarf að
horfa til þess sem var og þess
sem við eigum saman. Minning-
arinnar um góðan dreng.
Ég ætla að halda fast í
minninguna um góðan dreng. Um
ungan mann sem háði hetjulega
baráttu svona lengi við ómann-
legt ofurefli. Um ungan mann
sem valdi lífið, kærleikann og
vonina og barðist langt umfram
það sem nokkur gat ætlast til.
Langt umfram allt sem getur tal-
ist mannlegt en í þessari baráttu
var lífi lifað af meira hugrekki og
fegurð en mörg okkar sjá nokk-
urn tímann. Ég ætla að halda í
minninguna um það líf. Um þá
hetjudáð og allt sem Einar Hugi
gaf sínum nánustu með lífsgleði
sinni, nærveru og fegurð. Enginn
sjúkdómur getur nokkurn tím-
ann tekið það frá okkur.
Og í því haldi góðra minninga
finn ég elsku Einar Huga og finn
þar þá huggun sem er svo sárlega
þörf fyrir á þungum tímum. Finn
þá huggun sem ég vil umfram allt
deila með okkar nánustu; með
elsku Geir og Rögnu, með bræðr-
um Einars Huga og ömmu
Möggu, Eddu og öllum þeim sem
sakna Einars Huga og syrgja.
Öllum þeim sem létu sér annt um
Einar Huga og öllum þeim sem
láta sér annt um ykkur sem eftir
standið. Góðu fólki sem gefur af
sér í gæsku og kærleika en hefur
misst svo óendanlega mikið og
saknar svo sárt.
Við Magnús og fjölskylda
sendum ykkur, Geir og Rögnu,
Oddi, Söndru, Ými Mána og
Heiðari Inga, okkar innilegustu
samúðarkveðjur á þessum erfiðu
tímum með vissu um að minning-
in um góðan dreng muni lifa.
Margrét Einarsdóttir.
Það er erfitt og óraunverulegt
að setjast niður og skrifa minn-
ingarorð um ungan mann sem
varla var byrjaður á lífsgöngunni.
En þó að lífsganga Einars Huga
væri stutt í árum talin var hann
víðförull. Hann fæddist í Seattle í
Bandaríkjunum og bjó auk þess
og gekk í skóla í Níkaragva í Mið-
Ameríku og Úganda í Afríku.
Hann hafði því séð með eigin aug-
um örbirgð og misskiptingu og
ekki fór á milli mála að það mót-
aði afstöðu hans. Á sama hátt
hafði hann séð fegurð og marg-
breytilega heimsins og tækifærin
í veröldin og útþráin bjó honum í
brjósti.
Einar Hugi bar nafn pabba
míns og langafa síns, Einars Sig-
urjónssonar frá Eskifirði. Þó að
hann hefði ekki mikið af langafa
sínum að segja var hann um
margt líkur honum, góðhjartaður
húmoristi sem öllum vildi vel,
ekki alltaf margmáll en hnyttinn
og orðheppinn.
Einar Hugi hafði m.a. áhuga á
teiknimyndasögum, tónlist og
köfun. Í veikindum sínum hafði
hann nægan tíma til að sökkva
sér ofan í teiknimyndasögur og
allan þann heim. Tónlistina sótti
hann líka mikið í, var búinn að
kaupa sér vandaðan plötuspilara
og gott safn af vínylplötum með
ljúfri tónlist sem hann leyfði okk-
ur að hlusta á með sér. Einar
Hugi var búinn að fara með vini
sínum til Sesileyja og kafa og
hafði það að sjálfsögðu verið mik-
il upplifun. Hann stefndi á að
læra meira á því sviði og ná sér í
köfunarréttindi.
Fyrir tæpum tveimur árum
greindist Einar Hugi með bráða-
hvítblæði og var honum þá í einu
vetfangi kippt úr amstri hvers-
dagsins. Hófst þá hörð barátta
sem hann háði bæði hér heima og
á Karolinska sjúkrahúsinu í
Stokkhólmi, þar sem hann gekkst
undir mergskipti. Í þessari bar-
áttu sýndi Einar Hugi hvað í hon-
um bjó.
Hann tókst á við þessi veikindi
af aðdáunarverðu æðruleysi og
jafnaðargeði, vongóður og bjart-
sýnn til hinstu stundar. Við höf-
um fengið að vera með honum all-
an þennan tíma og fyrir það erum
við þakklát. Þakklát fyrir allar
stundirnar. Oftast var frænka
með prjónana og Einar Hugi í
tölvunni, að lesa eða að hlusta á
tónlist. Stundum var heilsan
þannig, að það var bara hægt að
vera, og þá var gott að geta dvalið
saman í þögninni.
Þegar Einar Hugi veiktist var
tekið á móti honum á deild 11-G á
Landspítalanum við Hringbraut
og þar hefur hann dvalið mikið og
verið sinnt af einstakri fag-
mennsku og manngæsku. Þar
bar aldrei skugga á og fyrir það
erum við mjög þakklát. Sama á
við um starfsfólk gjörgæslunnar
sem annaðist hann undir það síð-
asta.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Kæra fjölskylda og vinir. Það
er óumræðanlega sárt að kveðja
hann Einar Huga, þennan góða
og fallega dreng sem okkur öllum
þótti svo vænt um. Hann skilur
eftir sig sjóð af fögrum minning-
um. Megi þær verða okkur hugg-
un um ókomin ár.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Signý frænka og Örn.
Einar Hugi
Geirsson
„Sæll, frændi“
voru oftast orðin
sem þú notaðir í
upphafi samskipta
okkar. Þó þau hafi
ekki verið mikil upp á síðkastið
voru þau ansi náin og góð á
mínum yngri árum.
Eftir að við mamma fluttum
var nú oftast leitað til þín þeg-
ar ég kom í öllum mínum frí-
tímum til Hafnar, hvort sem
það voru jólafrí, páskafrí eða
sumarfrí.
Þá varst þú alltaf til í að
koma mér í vinnu, annaðhvort
við að passa Elsu og Sigurgeir
eða fylla á hillur í matvörudeild
Helgi Geir
Sigurgeirsson
✝ Helgi Geir Sig-urgeirsson, var
fæddur 3. apríl
1958. Hann lést 11.
júní 2018.
Útförin fór fram
21. júní 2018.
KASK. Það er ekki
sjálfgefið að koma
unglingi út á
vinnumarkaðinn en
ég verð þér sann-
arlega ævinlega
þakklátur fyrir
hvað þú studdir við
bakið á mér hvað
þetta varðar því þú
sást mér fyrir
vinnu frá 13 til 17
ára aldurs. Og all-
an þann tíma sýndir þú mér
gríðarlegt traust í því sem ég
tók mér fyrir hendur og var
tíminn á Shellskálanum hjá þér
sennilega bestur hvað það varð-
ar, þar var alltaf hægt að fá að
hlaupa í vinnu þegar skólafríin
byrjuðu.
Fyrir tveimur árum hringdir
þú svo í mig til að segja mér að
þú ætlaðir að flytja austur á
Eskifjörð og fara að kenna við
Verkmenntaskólann á Norð-
firði. Það var það sem þig lang-
aði mest og þar yrðir þú nær
Kjartani bróður þínum. Þú
varst tilbúinn að flytja aftur á
æskuslóðirnar. En lífið er nú
ekki svo einfalt eins og þú
fékkst að kenna á þegar Kjart-
an féll frá langt fyrir aldur
fram síðastliðið vor.
Og enn heldur lífið áfram að
vera snúið. Nú rúmlega ári síð-
ar kom símtal frá Ellu systir
þar sem hún sagði mér að þú
værir fallinn frá einnig langt
fyrir aldur fram.
Ég mun sakna þess að fá
ekki símtal sem hefjast á orð-
unum „Sæll, frændi“.
Elsku Elsa og Sigurgeir, lífið
heldur áfram, það get ég stað-
fest en þetta er erfiður tími og
ég veit að þið systkinin standið
vel saman og finnið stuðning í
hvort öðru á þessum erfiðu tím-
um.
Kveðja, þinn frændi
Friðrik Jónas.
Það er sárt þegar æskufélag-
ar hverfa á braut, við Helgi
vorum miklir vinir og ólumst
upp á sömu þúfunni á Eskifirði
sem börn, hann í Setbergi og
ég í Gerði þar sem nokkrir
metrar voru á milli húsanna.
Leiksvæðin voru bryggjurnar
og hlíðin fyrir ofan þar sem
bílar voru dregnir um stíga í
hlíðinni.
Helgi var með mikla bíla-
dellu og það kom mér ekki á
óvart þegar hann fór og lærði
bifvélavirkjun og fór að keyra
leigubíl í seinni tíð. Ég var mik-
ið heima hjá honum sem strák-
ur þar sem við lékum okkur og
Lilla mamma hans var einstök
kona og mæður okkar miklar
vinkonur.
Ekki má gleyma ferðunum
upp í kofa með Geira þar sem
hænur og annar fiðurfénaður
var, þangað fórum við oft með
honum og inn í dal með gæs-
irnar og sóttum aftur með við-
komu hjá Huldu í Eskifirði.
Villi Guðmunds var mikið með
okkur og var stéttin innan við
Eyfell oft okkar leiksvæði þar
sem safnast var saman í alls
konar leikjum.
Bryggjurnar voru vinsælar
og sjórinn og fengum við þegar
við höfðum getu til skektuna
hans Geira oft lánaða og rérum
út á fjörð og jafnvel yfir og út í
Hólmanes. Þegar síldarplanið
Oddi kom fyrir neðan hjá okkur
vorum við mikið þar og kíktum
um borð í bátana sem voru að
landa og var Sigurbjörg ÓF-1
okkar uppáhalds bátur, fór svo
að við vorum svo velkomnir þar
að Helgi fór með þeim einn túr
á síldarmiðin en ég fór með
frænda mínum á öðrum bát, þá
höfum við verið um 10 ára ald-
urinn.
Leiðir okkar liggja svo í sitt-
hvora áttina en alltaf vorum við
í góðu sambandi og hittumst af
og til eða heyrðumst í síma.
Helgi var heilsulítill síðustu
ár og síðast þegar hann heim-
sótti mig vildi hann endilega
gefa mér sprengitöflu sem
hann sagðist alltaf vera með á
sér, það væri öruggara að hafa
eina í vasanum.
Jæja vinur, nú ert þú farinn
síðasta túrinn þinn og er það
mikill heiður fyrir mig að fá að
hjálpa til.
Hvíld þú í friði, elsku vinur.
Elsa Særún, Sigurgeir Þór,
Sigga og aðstandendur, votta
ykkur mína dýpstu samúð.
Grétar Rögnvarsson.