Morgunblaðið - 05.07.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 05.07.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 Páll Vilhjálmsson segir:    Fjölmiðlar stunda pólitík meðhönnun frétta.    Nýlegt dæmi afRÚV er þegar Helga Vala Helga- dóttir var kölluð til vitnis um að hér á landi væri réttar- óvissa.    Helga Vala er réttur og slétturþingmaður í stjórnarandstöðu og ekki bær um að úrskurða um réttaróvissu.    Fólk sem þekkir til Mannrétt-indadómstóls Evrópu rak vit- leysuna ofan í Helgu Völu. RÚV var kappsmál að setja á svið leikrit með Helgu Völu og stjórnarandstöð- unni.    Fjölmiðlar búa til staðreyndirmeð vali á viðmælendum. Helga Vala fór með fleipur en RÚV gerði frétt um hugarburðinn og bjó þannig til staðreynd í opinberri um- ræðu.    Ekkert knúði á að RÚV gerðifrétt með stjórnarandstöðu- þingmann sem aðalheimild nema vilji til að stunda pólitík.    Brynjar Níelsson segir fjölmiðla íruslflokki.    Ekkert ofmælt þar.“    Það er nokkuð til í þessu.    En hið fölnaða laufblað „RÚV“réttlætir þó ekki endilega að fordæma allan skóginn. Er það? Páll Vilhjálmsson Eftirköst asnastriks STAKSTEINAR Veður víða um heim 4.7., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 8 skýjað Akureyri 10 alskýjað Nuuk 10 skýjað Þórshöfn 13 rigning Ósló 22 heiðskírt Kaupmannahöfn 23 heiðskírt Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 20 skýjað Lúxemborg 19 þrumuveður Brussel 27 léttskýjað Dublin 24 léttskýjað Glasgow 22 léttskýjað London 23 skúrir París 28 heiðskírt Amsterdam 21 heiðskírt Hamborg 26 heiðskírt Berlín 30 heiðskírt Vín 28 heiðskírt Moskva 15 skúrir Algarve 22 heiðskírt Madríd 27 heiðskírt Barcelona 28 heiðskírt Mallorca 29 heiðskírt Róm 28 heiðskírt Aþena 33 heiðskírt Winnipeg 25 skýjað Montreal 30 léttskýjað New York 29 þoka Chicago 29 heiðskírt Orlando 29 þrumuveður Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:15 23:51 ÍSAFJÖRÐUR 2:17 24:58 SIGLUFJÖRÐUR 1:56 24:46 DJÚPIVOGUR 2:33 23:32 Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Samgöngustofa hefur í hyggju að bæta við spurningu í viðhorfskönn- un sína til almennings, sem gerð er árlega; spurningu um viðhorf fólks til lækkunar hámarkshraða. Þetta segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, í samtali við Morgunblaðið. Í ljósi ný- legra slysatalna Samgöngustofu fyr- ir fyrstu fjóra mánuði ársins og þeirrar miklu fjölgunar framaná- keyrslna sem hefur orðið á því tíma- bili, sem Morgunblaðið greindi frá síðasta þriðjudag, vaknar sú spurn- ing hvort lækkun hámarkshraða á þjóðvegum hafi verið skoðuð hjá Samgöngustofu. „Það mál hefur oft verið rætt hjá Samgöngustofu og þá hafa fulltrúar frá EuroRAP [samtök 29 bifreiða- eigendafélaga í Evrópu sem gera öryggisúttektir á vegum, innsk. blaðamanns] sagt að ódýrasta og áhrifaríkasta aðferðin við að fækka slysum sé að lækka hámarkshraða. Á móti er þetta mjög pólitísk ákvörðun að lækka eða hækka há- markshraða á vegum,“ segir Þór- hildur aðspurð. Fyrsta skrefið sem hver og einn ökumaður getur tekið, segir Þór- hildur, er að taka þá ákvörðun að keyra einfaldlega ekki yfir há- markshraða. „Sú ákvörðun er afar krefjandi, enda þarf að taka hana í hvert einasta skipti sem sest er und- ir stýri,“ segir Þórhildur að auki. Í síðustu viðhorfskönnun Sam- göngustofu kom í ljós að langflestir aðspurðra töldu sig vera í meðallagi eða betri en meðalökumenn. „Það finnst varla fólk sem telur sig vera undir meðallagi og þá vaknar spurn- ingin hvar meðallagið nákvæmlega sé,“ segir Þórhildur. Er hámarkshraði alltaf miðaður við bestu mögulegu aðstæður þann- ig að þegar eitthvað dregur úr því, t.d. skyggni, veður eða ástand veg- ar, ætti að draga úr hraðanum. „Það er því ekki samanasemmerki á milli löglegs hámarkshraða og æskilegs hámarkshraða,“ segir Þórhildur. Kanna hug fólks um ökuhraða  Árleg viðhorfskönnun Samgöngustofu  Lækkun hámarkshraða hefur oft kom- ið til umræðu en ákvörðunin er afar pólitísk, segir samskiptastjóri Samgöngustofu Morgunblaðið/Sigurgeir S. Umferð Almennur hámarkshraði á malbikuðum þjóðvegum er 90 km/klst. Gott ástand vega og réttur hraði er meðal þess sem getur fækkað slysum. Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum Útasalan er hafin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.