Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018
...
M
m
m
ste
ika
rloka
Þú finnur
uppskriftina á
kronan.is/
uppskriftir
3999 kr.kg
Ungnauta innralæri
332 kr.pk.
Sveppir, 250 g
199 kr.stk.
Snittubrauð
499 kr.stk.
Fabrikku Bernaises sósa
Svarið við
erfiðustu
spurningu
dagsins er ...
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Það er aukin eftirspurn eftirumhverfisvænum vörum,fólk er að spá í kolefnis-sporið sitt.“ Þetta segir
Arna Sigrún Haraldsdóttir, dreifing-
araðili Modibodi á Íslandi og heldur
úti samnefndri netverslun. Hún
stendur fyrir Grænum markaði á
laugardag í sal á Fiskislóð 57. Átta
verslanir taka þátt í markaðnum og
eiga þær það allar sameiginlegt að
bjóða umhverfisvænar vörur.
Verslanirnar sem taka þátt í
markaðnum selja mismunandi varn-
ing. Þær eru Modibodi, Hrísla,
Systrasamlagið, Kjaran.is, Fjölnota,
Mena, Davines og Græn viska.
Þá verður svokallaður áfylling-
arbar á markaðnum, sem er nýjung
að sögn Örnu. „Hægt verður að
kaupa hárvörur í stórum einingum
og gestir markaðarins geta komið
með hvaða umbúðir sem þeim sýnist
og látið fylla á þær með sjampói eða
hárnæringu eftir vigt. Þannig að þú
getur komið með gamla sjámpóbrús-
ann þinn eða sultukrukku, hvað sem
er.“
Arna segir það vera að færast í
vöxt að verslanir úti í heimi séu um-
búðalausar og synd að það skuli ekki
vera algengara á Íslandi. „Ísland er
markaðssett sem hreint og umhverf-
isvænt en við erum í rauninni að búa
til mikið af rusli.“ Þó segir Arna að
með aukinni eftirspurn hljóti að
koma alls konar nýjar hugmyndir að
umhverfisvænni kostum.
Netverslun Örnu selur túr-
nærbuxur sem er umhverfisvænni
kostur en t.d. dömubindi og túrtapp-
ar. Hún segir: „Ég brenn fyrir sjálf-
bærni og er að reyna að minnka kol-
efnisspor mitt með alls konar
aðgerðum, ég t.d. borða ekki kjöt og
mjólk, m.a. vegna þess að það er ekki
umhverfisvænt í framleiðslu. Þetta
er hitamál fyrir mér persónulega og
það er ástæðan fyrir því að ég var
spennt fyrir að flytja þetta inn.“
Arna segir að þetta sé í fyrsta
skiptið sem netverslunin skipulegg-
ur markað. Hún hafi áður tekið þátt í
verlsunarmörkuðum en aldrei slík-
um sem eingöngu bjóða upp á um-
hverfisvænar vörur. „Ég sel vöru
sem fólk langar oft að koma og skoða
en þegar maður er bara með net-
verslun vantar þennan möguleika.
Svo langaði mig að fá verslanir með
mér á markaðinn sem höfða til sama
markhóps,“ segir Arna. Hún segir
það hafa verið meðvitaða ákvörðun
að hafa markaðinn í sal vestur í bæ,
þar sem þar búi flestir sem kjósa bíl-
lausan lífsstíl.
Á markaðnum verður einnig
ýmislegt í boði til heimilisins, t.d.
fjölnota ílát og bambustannburstar.
„Svo verða þarna matarílát sem eru
ekki úr plasti heldur stáli,“ segir
Arna. Þá verður hægt að kaupa mat-
arumbúðir sem matarafgangar eru
vafðir inn í, bæði úr býflugnavaxi og
vegan-útgáfu. Þannig sé hægt að
sporna við matarsóun og plastnotk-
un á sama tíma.
Grænn markaður fyrir umhverfið
Eftirspurn eftir umhverfisvænum vörum hefur aukist
mikið að sögn Örnu sem skipuleggur Græna markað-
inn. Þar býðst gestum að kaupa vörur sem eru ýmist
vegan, lífrænar, fjölnota eða umhverfisvænar. Átta
verslanir taka þátt í markaðnum sem allar eiga það
sameiginlegt að hafa umhverfið í fyrirrúmi.
Ljósmynd/Halldóra Kristín Bjarnadóttir
Lífrænt Sápur, baðsölt og aðrar baðvörur verða í boði á markaðnum. Aukin eftirspurn er eftir lífrænum vörum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Nytsemi Á markaðnum verður hægt að koma með eigin ílát og fylla af sjampói og greiða samkvæmt þyngd vörunnar.
Skipuleggjandinn Arna Sigrún
sér um Græna markaðinn.