Morgunblaðið - 05.07.2018, Page 29
Benedikt Bogason hæstaréttar-
dómari hefur áfrýjað dómi héraðs-
dóms í máli hans gegn Jóni Steinari
Gunnlaugssyni, lögmanni og fv.
hæstaréttardómara. Dómur féll í
málinu fyrir um tveimur vikum og
áfrýjaði Benedikt viku síðar, að því
er fram kemur í áfrýjunarskrá á
vef Landsréttar.
Í málinu fór Benedikt fram á að
ummæli í bók Jóns, Steinars í ritinu
Með lognið í fangið – Um afglöp
Hæstaréttar eftir hrun yrðu dæmd
dauð og ómerk. Þá fór hann einnig
fram á að fá tvær milljónir króna í
miskabætur. Byggðist málsóknin á
því að ummælin „dómsmorð“ væru
aðdróttanir. Jón Steinar hefði full-
yrt að Benedikt hefði af ásetningi
komist að rangri niðurstöðu í dóms-
máli svo saklaus maður hefði verið
dæmdur í fangelsi.
Á þetta fellst dómari ekki og seg-
ir að þrátt fyrir að Jón Steinar taki
sterkt til orða í bókinni saki hann
Benedikt hvergi um refsivert at-
hæfi. Ummælunum sé jafnframt
ekki beint að Benedikt persónulega
heldur Hæstarétti í heild.
Máli gegn
Jóni Stein-
ari áfrýjað
Sýknað í héraði
Morgunblaðið/Þórður
Hæstiréttur Dómararnir deila.
„Skógurinn er töfraheimur þar sem
ævintýrin verða til út í hið óendan-
lega,“ segir Guðfinna Mjöll Magn-
úsdóttir sem er í forsvari fyrir
Skógarleikana sem haldnir verða í
Heiðmörk næstkomandi laugardag.
Dagskráin hefst kl. 13 og getur fólk
m.a. fylgst með keppni þar sem
skógarhöggsmenn leiða saman
hesta sína og keppa í axarkasti,
sporaklifri, bolahöggi og afkvistun.
Samhliða keppninni verður fjöl-
breytt dagskrá í boði fyrir fólk á
öllum aldri. Gestum býðst meðal
annars að spreyta sig í tálgun úr
ferskum viði beint úr skóginum
undir leiðsögn Benedikts Axels-
sonar. Auk þess mun Ólafur Odds-
son kenna börnum að kljúfa eldivið
með kjullu og exi. Keppnisstjóri
Skógarleikanna er Gústaf Jarl Við-
arsson, dómari Böðvar Guðmunds-
son og kynnir Björn Bjarndal Jóns-
son.
„Hér í Heiðmörk er margt að sjá
nú þegar hann er með fallegum
sumarsvip. Svo er skógurinn núna
orðinn auðlind og skilar ýmsum
nytjum. Núna munum við til dæmis
kynna hvernig hægt er að lita efni á
náttúrulegan hátt með hráefnum úr
skóginum; það er lúpínu og birki.
Þá verður hægt að kynnast ilm-
kjarnaolíunum úr íslenskum trjá-
tegundum,“ segir Guðfinna Mjöll.
Á skógardeginum verður boðið
upp á snúrubrauð grillað yfir varð-
eldi, ketilkaffi og grillmat. Er þetta
í boði Skógræktarfélagsins Reykja-
víkur en skógurinn í Heiðmörk sem
byrjað var að rækta fyrir 70 árum
er í umsjón þess. sbs@mbl.is
Skógarævintýrin verða til
Morgunblaðið/Ófeigur
Skógarleikar Keppendur rúlla á undan sér trjábolum í keppni síðasta árs.
Hátíð í Heiðmörk Keppt í axarkasti og sporaklifri
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í
vikunni Guðmund Jónsson lögmann
til 2 ára fangelsisvistar fyrir fjár-
drátt sem skipaður skiptastjóri dán-
arbús.
Auk þess var Guðmundur dæmd-
ur til þess að greiða dánarbúinu
bætur sem nema dreginni fjárhæð,
auk vaxta og málskostnaðar.
Guðmundur tók, með sex milli-
færslum, samtals um 53,7 milljónir
kr. af reikningi dánarbúsins yfir á
vörslureikning. Hann millifærði
fjármunina síðar á eigin reikning og
notaði til að greiða persónuleg út-
gjöld. Brotin voru framin á tíma-
bilinu 7. febrúar 2013 til 7. júní 2016.
Guðmundur viðurkenndi brot sín
skýlaust og bar við að þau hefði
hann framið er hann glímdi við
áfengis- og fíkniefnavanda. Héraðs-
dómur mat til refsiþyngingar að um
stórfellt brot í opinberu starfi væri
að ræða. Ófært væri að skilorðs-
binda refsinguna.
Lögmaður
dæmdur fyr-
ir fjárdrátt