Morgunblaðið - 05.07.2018, Síða 55

Morgunblaðið - 05.07.2018, Síða 55
verið í leikfélagi í menntaskóla áttaði ég mig fljótt á því að minn styrkur lá ekki á leiksviðinu. Það var hins vegar frábær reynsla að taka þátt í starfi leikhópa og eftir menntó vann ég um hríð sem sviðsstjóri og aðstoðarmaður leik- stjóra við þó nokkrar uppsetn- ingar, m.a. í Iðnó og Loftkast- alanum.“ Baldvin var þjónn í mörg ár með skóla. Hann og kona hans fluttu til Stokkhólms þar sem þau bjuggu í sex ár á meðan eig- inkonan var að ljúka læknanámi. Þar tók Baldvin þátt í alþjóðlegu rannsóknarverkefni við háskólann í Trento á Ítalíu þar sem skoðað var ferli stjórnarskrárbreytinga í nokkrum Evrópulöndum. Þau fluttu síðan heim árið 2015. Eftir heimkomuna hóf Baldvin stundakennslu við HÍ, m.a. í meistaranámi í fjölmiðla- og boðskiptafræðum þar sem hann kenndi námskeiðið Stafrænir miðl- ar, en eftir hann hafa birst rit- rýndar greinar og bókakaflar. Aðalstarf Baldvins hefur þó ver- ið hjá RÚV: „Þar hóf ég reyndar störf í Barnaútvarpinu árið 1990 þannig að ég segi stundum að starfsævin þar (með hléum) sé orðin 28 ár.“ Ég varð íþróttafréttamaður á RÚV 2002 en í ársbyrjun 2005 flutti ég mig yfir á fréttastofu Sjónvarps, var vaktstjóri frétta frá 2007 þar til ég hóf nám í Skot- landi haustið 2008. Árið 2015 kom ég inn í Kastljós- hópinn og var þar þangað til ég tók við nýrri stöðu sem dagskrár- stjóri númiðla og Rásar 2 um síð- ustu áramót.“ Baldvin hefur setið í stjórn Fé- lags fréttamanna innan RÚV og var um hríð formaður starfs- mannasamtaka RÚV. „Dætur mínar tvær eru helsta áhugamálið þessi misserin. Mér finnst afskaplega gaman að kom- ast í veiði, hvort heldur fisk- eða skotveiði. Þar er aflinn ekki endi- lega aðaltakmarkið heldur er úti- veran mikilvæg. Ætli ég hafi það ekki frá afa mínum, Þorleifi, sem var einn af stofnendum Útivistar og mikill göngugarpur. Enn í dag kemur fólk til mín og segir mér sögur af honum og bláu kaffikönn- unni sem var alltaf með í för.“ Fjölskylda Eiginkona Baldvins er Helga Margrét Skúladóttir, f. 10.5. 1979, hjartalæknir. Foreldrar hennar eru hjónin Skúli Bjarnason, f. 15.12. 1953, hrl., og Sigríður Lillý Baldursdóttir, f. 8.6. 1954, for- stjóri Tryggingastofnunar, en þau búa í Reykjavík. Dætur Baldvins og Helgu eru Soffía Sigríður, f. 12.11. 2015, og Erla Margrét, f. 19.9. 2017. Systur Baldvins eru Guðrún, f. 27.7. 1970, starfsmaður hjá styrkt- arfélaginu Ási, og Gréta María, f. 26.11. 1972, verkefnastjóri hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Foreldrar Baldvins eru Bergur Þorleifsson, f. 12.7. 1942, fyrrv. hafnarstjóri í Reykjavík, og Sig- ríður Baldvinsdóttir Skaftfell, f. 13.10. 1943, fulltrúi á lögmanns- stofu og flugfreyja. Baldvin Þór Bergsson Sigríður Kristjánsdóttir húsfr. í Rvík Jóel Sumarliði Þorleifsson trésmíðam. í Rvík Gréta Jóelsdóttir Skaftfell húsfr. í Rvík Baldvin Bjarnason Skaftfell fulltr. og rithöfundur í Rvík Sigríður Baldvinsdóttir Skaftfell fulltrúi á lögmannsstofu og flug­ freyja, búsett í Kópavogi Þorgerður Baldvinsdóttir húsfr. á Seyðisfirði Bjarni Þorgeir Sigurðsson Skaftfell gullsmiður og rafstöðvarstj. á Seyðisfirði Benedikt Bogason verkfr. og alþm. í Rvík Eggert Þorleifsson leikariÞorleifur Örn Arnarsson leikstjóri Sólveig Arnars- dóttir leikkona Bogi Eggertsson verkstj. í Rvík Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og fyrrv. leikhússtj. og alþm. Eggert Haukdal oddviti og alþm. á Bergþórshvoli Benedikta Eggertsdóttir húsfr. í Flatey og á Bergþórshvoli Sigurður Sveinbjörnsson forstjóri í Garðabæ Sveinbjörn Kristjánsson byggingameistari í Rvík Bergþóra Jóelsdóttir kaupm. í Rvík Rósa Sigríður kennari, dóttir Eggerts Benediktssonar alþm. í Laugardælum Bergur Sigurðsson kennari á Siglufirði og í Rvík Guðrún Bergsdóttir húsfr. í Rvík Þorleifur Guðmundsson fasteigna­ og verðbréfasali í Rvík Sigmunda Katrín Jónsdóttir húsfr.á Hróastöðum Guðmundur Jónasson b. á Hróastöðum og Ferjubakka í Öxarfjarðarhr. Úr frændgarði Baldvins Þórs Bergssonar Bergur Þorleifsson fyrrv. hafnarstj. í Rvík, búsettur í Kópavogi Göngumaðurinn Baldvin á fjöllum. ÍSLENDINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Full búð af fallegum sundfötum Hörður Þórhallsson fæddist5.7. 1916. Foreldrar hansvoru Þórhallur Árnason sellóleikari og Abelína Gunnars- dóttir, Einarssonar, Ásmundssonar í Nesi. Hörður var alinn upp í kaþólskum sið og var tengdur sterkum böndum söfnuðinum hér á landi. Afi hans, Gunnar Einarsson, mun hafa verið fyrsti Íslendingurinn sem tók kaþ- ólska trú eftir lát Jóns Arasonar. Hörður las viðskiptafræði í Þýskalandi, Frakklandi og Íslandi og útskrifaðist úr þeirri grein 1940. Hann starfaði meðal annars hjá Landsbankanum og Almenna byggingarfélagi Reykjavíkur. Hann ritstýrði blaði sjálfstæðismanna Vogum um tíma. Hörður var víðlesinn í bók- menntum og talaði fjölda tungumála sem endurspeglast í einu ljóðabók hans, Söngvar frá Sælundi sem kom út 1947. Hann vildi helst kynnast verkunum sem hann las á frummál- inu og gat hann víst klórað sig fram úr 12 tungumálum. Ljóðmælandinn er heimspekilega þenkjandi og greina má heimsádeilu. Mörg ljóðanna eru rómantísk ættjarðar- kvæði sem vísa til fornfrægrar sögu landsins. Fjallkonan birtist sem hin allt umlykjandi móðir náttúra. Ljóð Harðar eru formföst, unnið er úr arfinum og skipar goðafræðin vega- mikinn sess. Náttúrufyrirbæri á borð við regnið, hafið og fjöllin eru persónugerð með sterkri vísun til goðanna og örlaga þeirra og gætir nokkurrar feigðar. Nokkur ljóðanna eru óhefðbundin nútímaljóð. Samin hafa verið nokkur lög við ljóðin en hafa ekki oft verið flutt. Titill ljóðabókarinnar vísar í heiti hússins sem þau hjónin bjuggu í. Fleiri ljóð hefðu eflaust litið dagsins ljós ef hans hefði notið lengur við. Hörður kvæntist Guðrúnu Þór og eignuðust þau fimm börn, Gunnar, Helgu, Hildi, Hrafn Andrés og Huldu. Hörður Þórhallsson lést 17.12. 1959. Merkir Íslendingar Hörður Þórhallsson 85 ára Jenný S. Þorsteinsdóttir Sverrir Sveinsson Unnur I. Þórðardóttir 80 ára Guðlaugur Guðmundsson Halldór V. Andrésson Iðunn Elíasdóttir Kristbjörg Rúna Ólafsdóttir Þórunn Oddsteinsdóttir 75 ára Bjarni Árnason Guðbjörg Conner Guðjón Helgason Ingibergur D. Hraundal Ívar Ketilsson Mary Kristín Coiner Reynir Martensen Sigurður Marz Björnsson 70 ára Auður G. Sigurðardóttir Birgir Símonarson Edda M. Halldórsdóttir Erna Friðfinnsdóttir Eyjólfur Kristófersson Guðbjörg Magnúsdóttir Magnús Sigurður Jónasson Sólveig Jóhannsdóttir 60 ára Guðlaugur Kristjánsson Guðmundur Sigurjónsson Guðrún Guðmunda Gröndal Ingjaldur Ragnarsson Karólína Guðjónsdóttir Magnús Jónsson Már Kristjánsson Ólöf Guðrún Jónsdóttir Sigurdís J. Hauksdóttir Vilhjálmur S. Vilhjálmsson 50 ára Axel Örn Rafnsson Guðmundur Sveinsson Guðrún Mary Ólafsdóttir Hafrún Inga Daníelsdóttir Ingvi Óskarsson Joanna M. Dominiak Lára Gyða Bergsdóttir Rosalba Ortiz Ordonez Runólfur Þórhallsson 40 ára Árni Kristján Guðmundsson Baldvin Þór Bergsson Bjarkey Sigurðardóttir Elsa Eðvarðsdóttir Elzbieta Stankiewicz Eymundur Sigurðsson Iwona Maria Gruba Íris Eva Sigurgeirsdóttir Ívar Helgason Joanna Dolgan Jón Ólafur Sigurjónsson Júlía Jörgensen Kristín Davíðsdóttir Lilja G. Guðmundsdóttir Mariusz Januszewicz Michael Patrick Sheehan Sigurborg Sóley Snorradóttir Styrmir Gíslason Tómas Ingason Þórhallur Sigurðsson 30 ára Agnes Kristín Einarsdóttir Egill Antonsson Elí Harðarson Ewelina B. Pstragowska Friðrik Brynjar Friðriksson Guðmundur Samúelsson Haraldur Arnarson Hildigunnur Katrínardóttir Ilja Smals Jóhannes Arnar Logason Karolina Antoniak María Björk Baldursdóttir Sara Ósk Eiðsdóttir Sæunn Pétursdóttir Þóra Kjartansdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Sara er félagsliði og nemur tanntækni. Maki: Gunnar Óli Guð- jónsson, f. 1984, verktaki. Börn: Marinó Gauji, f. 2013; Karólína Rós, f. 2015. Stjúpdóttir: Liliana, f. 2009. Foreldrar: Íris Ösp Birgis- dóttir, f. 1965, og Eiður Th. Gunnlaugsson, f. 1959. Fósturfaðir: Kristján Rafn Kristjánsson, f. 1959. Fósturmóðir: Eva Zwitser, f. 1969. Sara Ósk Eiðsdóttir 30 ára Jóhannes fæddist á Akranesi, býr í Kópa- vogi, lauk leiðsögumanns- prófi og er leiðsögu- maður. Maki: Petra Weidner, f. 1983, barnahjúkrunar- fræðingur hjá Ási Styrkt- arfélagi. Foreldrar: Logi Arnar Guðjónsson, f. 1951, framkvæmdastjóri, og Jó- hanna G. Jóhannesdóttir, f. 1954, húsfreyja. Þau búa í Kópavogi. Jóhannes Arnar Logason 30 ára Elí ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Sund og er næturvörður hjá Alþingi. Bróðir: Kjartan Harðar- son, f. 1989, búsettur í Reykjavík. Foreldrar: Þórunn Elí- dóttir, f. 1958, kennari við Hamraskóla, og Hörður Kjartansson, f. 1961, hús- vörður við Hrafnistu í Reykjavík. Þau er búsett í Reykjavík. Elí Harðarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.