Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 57
DÆGRADVÖL 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nú er tími ævintýranna svo gríptu
þau tækifæri sem gefast til að upplifa þau.
Gefðu þér tíma til þess að íhuga málin og
gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar
eru.
20. apríl - 20. maí
Naut Leggðu hart að þér í vinnunni í dag,
því þér getur orðið vel ágengt. Settu
markið hátt og þá muntu ná miklum ár-
angri.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert eitthvað eirðarlaus og ut-
an við þig í dag og það getur hæglega leitt
til misskilnings eða einhvers konar óhapps.
Einhver er á höttunum eftir rifrildi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur svo margt á þinni könnu
að þú þarft að gæta þess að lofa ekki upp
í ermina á þér. Gerðu þér glaðan dag og
bjóddu vini þínum út að borða.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur lagt hart að þér en munt nú
uppskera árangur erfiðis þíns. Stundum
kunna breytingar að vera nauðsynlegar
breytinganna vegna.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er um að gera að grípa tæki-
færin sem gefast og spila síðan eins vel úr
þeim og frekast er unnt. Gerðu það fyrir
skemmtanagildið, spennuna, ástina.
23. sept. - 22. okt.
Vog Margt er þér hagstætt um þessar
mundir. Sýndu fólki fram á að þú hafir trú
á því sem það er að gera og að þú viljir
vinna með því.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er alltaf best að horfast í
augu við raunveruleikann og haga orðum
og gerðum í samræmi við hann. Svo er að
spila rétt úr og gera sitt besta.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ef einhver hefur hæfileika til
að heilla aðra upp úr skónum ert það þú.
Mundu því að koma fram við aðra eins og
þú vilt að þeir komi fram við þig.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú tekur hugsanlega upp á ein-
hverju í dag sem vekur athygli yfirboðara á
þér. Þótt áhugi þinn á vinnunni sé mikill er
óþarfi að taka verkefnin með sér heim.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú þarft ekki að fyllast sekt-
arkennd þótt þig langi til þess að draga
þig í hlé og eiga stund fyrir þig. Minntu
fólk ljúflega á það.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Nú er komið að því að þú verður að
setjast niður með fjölskyldunni og ræða
þau mál sem hafa komið upp en verið látin
danka.
Ólafur Stefánsson yrkir veður-vísu, – „gagaraljóð, þrælbund-
ið, í anda Bjarna Gissurarsonar í
Þingmúla (sautjánda öld ):
Vond er þessi vætutíð,
vart neitt þurrt og útlit svart.
Skondin vessin skamma hríð,
skarta’ en burtu feykjast snart.
Bjarni var eitt af austfirsku
skáldunum. Í Menntaskólanum á
Akureyri lásum við kvæðið „Um
samlíking sólarinnar“ undir leið-
sögn Gísla Jónssonar.
Síðan hef ég aldrei getað gleymt
viðlaginu, svo fallegt er það, hreint
og tært:
Hvað er betra en sólarsýn,
þá sveimar hún yfir stjörnurann?
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleður mann.
„Um heilbrigt húsgangsfólk“ er
eitt kvæða Bjarna og hátturinn
gagaraljóð þrælbundið. Ég tek
fjórar vísur þar sem kvæðið er of
langt til að birta það í heild:
Heyin túna hjá oss öll
hríðum mæta fyrr og síð,
slegin krúna væn um völl
víða blotnar þessa tíð.
Nokkru síðar er þessi staka:
Baggaþjóðin bragðafull
ber nú þungt á hvörri mer
kagga, skjóður, osta, ull;
er að éta fisk og smér.
Og lýkur svo:
Letifólkið liggur samt,
leikur sér með beinin keik,
étur tólk og kjötið kramt,
kveikir eld og vellir steik.
Búa plágan sönn er sén,
sjóðinn fylla letiblóð.
Sú er þágan gefa ígen
góðu fólki last og móð.
Baldur Hafstað frændi minn
sendi mér og sagðist hafa sett
þetta á „sveitasímann“ áður en Ís-
lendingarnir luku keppni í Rúss-
landi. Því miður hafði það ekki til-
ætluð áhrif:
„Nú ríður á að hugsa jákvætt til
strákanna okkar í Rússlandi. För-
um með nöfn þeirra og látum hug-
arorkuna berast í austurátt. Þeir
munu finna kraftinn.
Gylfi, Hannes, Aron Einar,
Alfreð, Ragnar, Birkir Már,
Emil, Birkir: brattir sveinar,
Berg og Rúrik, Daði og Kár.
Áfram Ísland, þeir eru snill-
ingar.
Lifið heil.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Bjarna Gissurarsyni
og strákunum okkar
BALLI HAFÐI GAMAN AF BÍLTÚRUM – EN
EKKI SÁLFRÆÐIBRELLUM.
„NÁÐI ÞÉR!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hún mætir
snemma.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
TAKK FYRIR!
OSTURINN SEM ÉG VAR
AÐ BORÐA VAR SEIGUR...
OG ÞÁ FATTAÐI ÉG
AÐ HANN VAR ENNÞÁ Í
PLASTUMBÚÐUNUM!
MJÖG
FYNDIÐ
VIÐ ÞÖKKUM FYRIR SAMVERUNA
OG ÞENNAN LJÓMANDI
GRÆNMETISRÉTT SEM HANN EDDI
OKKAR ÚTBJÓ!
TAKK
FYRIR!
TAKK
FYRIR!
TAKK
FYRIR!
TAKK
FYRIR!
TAKK
FYRIR!
ÉG ÆTLAÐI
AÐ SEGJA
„SORGLEGT“
Íslenska sumarveðrið lætur ekki aðsér hæða. Víkverji minnist þess
ekki að hafa upplifað annað eins.
Áhrifa „góðviðrisins“ gætir ekki síst
á samfélagsmiðlunum, þar sem vinir
Víkverja keppast við að birta mynd-
ir af sér á einhverri sólarströndinni,
og oftar en ekki er viðkvæðið að
þarna hafi verið um „skyndi-
ákvörðun“ að ræða.
x x x
Ber ekki á öðru en slíkar „skyndi-ákvarðanir“ séu farnar að verða
æði algengar, þegar þeir kunningjar
Víkverja sem helst bursta ekki
tennurnar án þess að hafa gert ítar-
legt plan fyrirfram eru farnir að
panta sér sólarlandaferðir með eng-
um fyrirvara – og setja svo minn-
ingarnar beint á vefinn fyrir okkur
hina, sem fastir eru á skerinu.
x x x
Í öllu falli er Víkverji ekki á leiðinnineitt í bráð, einfaldlega vegna
þess að hann tímir því ekki. Engu
að síður verður hann að játa að það
hefur alveg smááhrif á hann þegar
allar sólstrandarmyndirnar demb-
ast yfir hann, þar sem nánast allir
vinir og kunningjar Víkverja eru
komnir með einhvern drykk í hönd
þar sem munnurinn kemst varla að
glerinu fyrir „sólhlífum“ og öðru
skrauti.
x x x
Skýjaborgir þær sem Víkverjihefur reist í huganum af þess-
um utanlandsferðum verða hins
vegar frekar hjákátlegar þegar haft
er í huga að hann veit fátt leiðin-
legra sjálfur en að liggja kyrr á
sendinni sólarströnd og bíða eftir að
verða sólbrenndur í steikjandi hita.
Raunar hryllir Víkverja eiginlega
við tilhugsuninni, á sama tíma og
hann skoðar hraðtilboð til útlanda.
x x x
Allavega veit Víkverji að fari hanntil útlanda er alveg eins líklegt
að sú „skyndiákvörðun“ verði ekki
tekin nema að mjög vel ígrunduðu
og íhuguðu máli, og þá til lands þar
sem hitastigið er ekki miklu meira
en þær 15-20 gráður sem íslenska
sumarið hefur hingað til skaffað
Víkverja. vikverji@mbl.is
Víkverji
Kenn mér að gera vilja þinn því að þú
ert Guð minn, þinn góði andi leiði
mig um slétta braut.
(Sálm: 143.10)
Kynntu þér úrvalið hjá sérfræðingum okkar á rannsóknarsviði.
Þar starfar fólk með mikla þekkingu og reynslu.
VINNUR ÞÚ Á
RANNSÓKNARSTOFU?
Hjá Fastus færðu allar almennar rannsóknarvörur