Morgunblaðið - 05.07.2018, Side 65

Morgunblaðið - 05.07.2018, Side 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 ICQC 2018-20 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Kærastan mín, Nanna Gunnars, samdi fyrir um tveimur árum tveggja manna leikrit sem hét Kassinn og var sýnt í Tjarnarbíói. Svo þegar Menningarnótt nálg- aðist í fyrra hugsaði ég með mér: „Þetta leikrit er gott, einfalt og súrrealískt. Hvað ef við not- um áhorfanda í eitt af hlutverk- unum og fram- kvæmum allt leikritið í sýnd- arveruleika?““ Þetta segir Owen Hindley um gagnvirkt leikverk sitt, Kass- ann, sem sýnt verður í Tjarnarbíói á föstudags- og laugardagskvöld og er hluti af hátíðinni Reykjavík Fringe Festival. Einn leikari og einn áhorfandi Hindley, sem er Englendingur en býr nú hérlendis, hefur nokkra reynslu í sýndarveruleikabrans- anum en hann er einn af stofn- endum fyrirtækisins Horizons Studio, sem er með aðsetur í London, og hefur meðal annars starfað við sýndarveruleikaverk- efni fyrir Google. Kassinn er eins og áður segir sýndarveruleikaleikrit en slíkt leik- rit var í fyrsta skipti flutt á Íslandi þegar Hindley og félagar fluttu sýningu sína í kassa undir berum himni í Reykjavík á Menningarnótt í fyrra. „Við smíðuðum kassa úr vörubrettum á Hlemmi og fengum yfir daginn fjörutíu áhorfendur. Fólk elskaði þetta,“ segir Hindley um sýninguna á Menningarnótt. „Söguþráðurinn var mjög einfald- ur. Þú varst fastur í kassanum og hin sögupersónan hugðist hjálpa þér út. Þú reyndir mismunandi hluti og á endanum kom hin per- sónan inn í kassann,“ segir Hind- ley. Að forminu til er sýningin í ár keimlík þeirri fyrri en hún fer þannig fram að áhorfandinn, ein- ungis einn í einu, fer inn í stóran kassa með sýndarveruleikabúnað fyrir augum og eyrum. Leikari sér svo um að framkvæma sýninguna en hann stendur ýmist utan eða innan við kassann og vinnur með áhorfandanum í gegnum sýning- una. Hindley vill ekki gefa upp of mikið um söguþráð nýja verksins en segir þó að hann hafi breyst að einhverju leyti frá því í fyrra. „Sýningin snýst um traust. Röddin í hausnum á þér vill ekki að þú treystir hinni manneskjunni, sem er þó mjög vingjarnleg.“ Ekki fyrir viðkvæma? Ljóst er að samspil áhorfandans og leikarans er mikið en Hindley segir: „Leikarinn getur heyrt í þér og þú getur heyrt í honum. Þú sérð hann sem persónu í sýndar- veruleikanum. Þið getið veifað hvor öðrum og bent á hluti. Leik- arinn sér það sem þú sérð og öf- ugt.“ Á miðasölusíðunni tix.is segir að þeir sem þjást af innilokunarkennd eigi mögulega að hugsa sig tvisvar um áður en þeir kaupa sér miða á sýninguna. Spurður út í þetta seg- ir Hindley: „Við höfum gert þetta þónokkrum sinnum og það hefur gengið klakklaust fyrir sig. Ég setti þetta inn því ég á sjálfur stundum erfitt með lítil rými. Her- bergið sem þú ert í er opið. Þú ert ekki bókstaflega settur í kassa.“ Hann segir þó að það séu nokkur spennuþrungin augnablik í sýning- unni en bætir við: „Ef fólk getur höndlað spennumynd þá getur það höndlað þetta.“ Vegna þess að einungis einn áhorfandi er á hverri sýningu er hver þeirra tiltölulega stutt, um 20 mínútur. Eins og áður segir verður verkið sýnt í Tjarnarbíói og fer fram á 20 mínútna fresti á milli 19 og 23 á föstudag og 13 og 17 á laugardag. Sýndarveruleikrit í Tjarnarbíói  Aðeins einn áhorfandi sér hverja sýningu af Kassanum  Owen Hindley framleiddi fyrsta sýndarveruleikaleikritið á Íslandi  „Snýst um traust“ Upplifun Íris Thorarins, tónlistarhöfundur Kassans, lifir sig inn í svipað verk á Menningarnótt í fyrra. Owen Hindley Sýndarveruleiki Mannvera í verki Hindley, Kassanum, sem er á dag- skrá Reykjavík Fringe Festival. Listasafn Reykjavíkur býður gest- um upp á leiðsögn með listamönn- unum Pétri Thomsen og Steinunni Gunnlaugsdóttur kl. 20 í kvöld um þann hluta sýningarinnar Einskis- mannsland – Ríkir þar fegurðin ein? sem er í Hafnarhúsinu. Á sýningunni er sjónum beint að verkum listamanna sem spegla tengsl Íslendinga við víðerni lands- ins og breytilegt verðmætamat í náttúrunni. Sýningin rekur sögu hugmynda Íslendinga um víðerni landsins með augum myndlistar- manna. Pétur og Steinunn eiga bæði verk á sýningunni. Leiðsögn með listamönnum Steinunn Gunnlaugsdóttir Pétur Thomsen Alþjóðlega orgel- sumarið stendur nú sem hæst í Hallgrímskirkju. Veislan heldur áfram og kl. 12 í dag leikur Kitty Kovács, organisti Landakirkju í Vestmanna- eyjum, verk eftir Johann Sebast- ian Bach, Tournemire og hina und- urfögru Vocalisu Rachmaninovs. Kocács, sem er ungversk, kom til Íslands árið 2006 og hefur verið organisti í Landakirkju og kennari við Tónlistarskóla Vestmannaeyja frá árinu 2011. Hin fagra Vocalisa Rachmaninovs Kitty Kovács Í Gamla skóla á Dalvík stendur nú yfir viðamikil málverkasýning með hugverkum J.S. Brimars, sem lifði og starfaði á Dalvík og skapaði hundruð listaverka á stuttri ævi. Verkin eru flest máluð með olíu- litum og í ýmiskonar stílum. Sýn- ingin er sett upp á einum 600 fer- metrum og er opin daglega kl. 13 til 17 og lýkur á Fiskideginum mikla 11. ágúst. Listamaðurinn hét fullu nafni Jón Stefán Brimar Sigurjónsson. Hann fæddist á Dalvík árið 1928 og varð bráðkvaddur á sinni fyrstu og einu einkasýningu í Ráð- húsi Dalvíkur í desember 1980 en þá var hann aðeins 52 ára gamall. J.S. Brimar var sjálfmenntaður listamaður sem naut þess að tjá sig með myndsköpun. Er hann lést voru um 300 málverk í íbúð hans á Dalvík. Þar skóp hann nær flest sín verk á um tuttugu árum og öll eiginlega í frístundum því hann starfaði sem húsamálari auk þess að sinna allrahanda smíðavinnu. Hann hellti sér í myndlistina um þrítugt og telja aðstandendur að hann hafi gert um eitt þúsund myndverk. Verk eftir hann má sjá á heimasíðunni brimar.is en þau eru nær öll í eigu Listasafns Dal- víkur. Sýningin Málverkin þekja veggina í Gamla skóla á Dalvík. Fjöldi verka eftir J.S. Brimar sýnd á Dalvík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.