Morgunblaðið - 05.07.2018, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 05.07.2018, Qupperneq 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 ICQC 2018-20 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Kærastan mín, Nanna Gunnars, samdi fyrir um tveimur árum tveggja manna leikrit sem hét Kassinn og var sýnt í Tjarnarbíói. Svo þegar Menningarnótt nálg- aðist í fyrra hugsaði ég með mér: „Þetta leikrit er gott, einfalt og súrrealískt. Hvað ef við not- um áhorfanda í eitt af hlutverk- unum og fram- kvæmum allt leikritið í sýnd- arveruleika?““ Þetta segir Owen Hindley um gagnvirkt leikverk sitt, Kass- ann, sem sýnt verður í Tjarnarbíói á föstudags- og laugardagskvöld og er hluti af hátíðinni Reykjavík Fringe Festival. Einn leikari og einn áhorfandi Hindley, sem er Englendingur en býr nú hérlendis, hefur nokkra reynslu í sýndarveruleikabrans- anum en hann er einn af stofn- endum fyrirtækisins Horizons Studio, sem er með aðsetur í London, og hefur meðal annars starfað við sýndarveruleikaverk- efni fyrir Google. Kassinn er eins og áður segir sýndarveruleikaleikrit en slíkt leik- rit var í fyrsta skipti flutt á Íslandi þegar Hindley og félagar fluttu sýningu sína í kassa undir berum himni í Reykjavík á Menningarnótt í fyrra. „Við smíðuðum kassa úr vörubrettum á Hlemmi og fengum yfir daginn fjörutíu áhorfendur. Fólk elskaði þetta,“ segir Hindley um sýninguna á Menningarnótt. „Söguþráðurinn var mjög einfald- ur. Þú varst fastur í kassanum og hin sögupersónan hugðist hjálpa þér út. Þú reyndir mismunandi hluti og á endanum kom hin per- sónan inn í kassann,“ segir Hind- ley. Að forminu til er sýningin í ár keimlík þeirri fyrri en hún fer þannig fram að áhorfandinn, ein- ungis einn í einu, fer inn í stóran kassa með sýndarveruleikabúnað fyrir augum og eyrum. Leikari sér svo um að framkvæma sýninguna en hann stendur ýmist utan eða innan við kassann og vinnur með áhorfandanum í gegnum sýning- una. Hindley vill ekki gefa upp of mikið um söguþráð nýja verksins en segir þó að hann hafi breyst að einhverju leyti frá því í fyrra. „Sýningin snýst um traust. Röddin í hausnum á þér vill ekki að þú treystir hinni manneskjunni, sem er þó mjög vingjarnleg.“ Ekki fyrir viðkvæma? Ljóst er að samspil áhorfandans og leikarans er mikið en Hindley segir: „Leikarinn getur heyrt í þér og þú getur heyrt í honum. Þú sérð hann sem persónu í sýndar- veruleikanum. Þið getið veifað hvor öðrum og bent á hluti. Leik- arinn sér það sem þú sérð og öf- ugt.“ Á miðasölusíðunni tix.is segir að þeir sem þjást af innilokunarkennd eigi mögulega að hugsa sig tvisvar um áður en þeir kaupa sér miða á sýninguna. Spurður út í þetta seg- ir Hindley: „Við höfum gert þetta þónokkrum sinnum og það hefur gengið klakklaust fyrir sig. Ég setti þetta inn því ég á sjálfur stundum erfitt með lítil rými. Her- bergið sem þú ert í er opið. Þú ert ekki bókstaflega settur í kassa.“ Hann segir þó að það séu nokkur spennuþrungin augnablik í sýning- unni en bætir við: „Ef fólk getur höndlað spennumynd þá getur það höndlað þetta.“ Vegna þess að einungis einn áhorfandi er á hverri sýningu er hver þeirra tiltölulega stutt, um 20 mínútur. Eins og áður segir verður verkið sýnt í Tjarnarbíói og fer fram á 20 mínútna fresti á milli 19 og 23 á föstudag og 13 og 17 á laugardag. Sýndarveruleikrit í Tjarnarbíói  Aðeins einn áhorfandi sér hverja sýningu af Kassanum  Owen Hindley framleiddi fyrsta sýndarveruleikaleikritið á Íslandi  „Snýst um traust“ Upplifun Íris Thorarins, tónlistarhöfundur Kassans, lifir sig inn í svipað verk á Menningarnótt í fyrra. Owen Hindley Sýndarveruleiki Mannvera í verki Hindley, Kassanum, sem er á dag- skrá Reykjavík Fringe Festival. Listasafn Reykjavíkur býður gest- um upp á leiðsögn með listamönn- unum Pétri Thomsen og Steinunni Gunnlaugsdóttur kl. 20 í kvöld um þann hluta sýningarinnar Einskis- mannsland – Ríkir þar fegurðin ein? sem er í Hafnarhúsinu. Á sýningunni er sjónum beint að verkum listamanna sem spegla tengsl Íslendinga við víðerni lands- ins og breytilegt verðmætamat í náttúrunni. Sýningin rekur sögu hugmynda Íslendinga um víðerni landsins með augum myndlistar- manna. Pétur og Steinunn eiga bæði verk á sýningunni. Leiðsögn með listamönnum Steinunn Gunnlaugsdóttir Pétur Thomsen Alþjóðlega orgel- sumarið stendur nú sem hæst í Hallgrímskirkju. Veislan heldur áfram og kl. 12 í dag leikur Kitty Kovács, organisti Landakirkju í Vestmanna- eyjum, verk eftir Johann Sebast- ian Bach, Tournemire og hina und- urfögru Vocalisu Rachmaninovs. Kocács, sem er ungversk, kom til Íslands árið 2006 og hefur verið organisti í Landakirkju og kennari við Tónlistarskóla Vestmannaeyja frá árinu 2011. Hin fagra Vocalisa Rachmaninovs Kitty Kovács Í Gamla skóla á Dalvík stendur nú yfir viðamikil málverkasýning með hugverkum J.S. Brimars, sem lifði og starfaði á Dalvík og skapaði hundruð listaverka á stuttri ævi. Verkin eru flest máluð með olíu- litum og í ýmiskonar stílum. Sýn- ingin er sett upp á einum 600 fer- metrum og er opin daglega kl. 13 til 17 og lýkur á Fiskideginum mikla 11. ágúst. Listamaðurinn hét fullu nafni Jón Stefán Brimar Sigurjónsson. Hann fæddist á Dalvík árið 1928 og varð bráðkvaddur á sinni fyrstu og einu einkasýningu í Ráð- húsi Dalvíkur í desember 1980 en þá var hann aðeins 52 ára gamall. J.S. Brimar var sjálfmenntaður listamaður sem naut þess að tjá sig með myndsköpun. Er hann lést voru um 300 málverk í íbúð hans á Dalvík. Þar skóp hann nær flest sín verk á um tuttugu árum og öll eiginlega í frístundum því hann starfaði sem húsamálari auk þess að sinna allrahanda smíðavinnu. Hann hellti sér í myndlistina um þrítugt og telja aðstandendur að hann hafi gert um eitt þúsund myndverk. Verk eftir hann má sjá á heimasíðunni brimar.is en þau eru nær öll í eigu Listasafns Dal- víkur. Sýningin Málverkin þekja veggina í Gamla skóla á Dalvík. Fjöldi verka eftir J.S. Brimar sýnd á Dalvík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.