Morgunblaðið - 21.07.2018, Side 2

Morgunblaðið - 21.07.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir passann, ökuskírteinið, ferilskrána o.fl. Skjót og hröð þjónusta Engar tímapantanir Góð passamynd skiptir máli Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Nýjar meðalhraðamyndavélar á Grindavíkurvegi og í Norðfjarðar- göngum verða teknar í notkun í haust. Þetta staðfestir Guðrún Hauksdóttir, lögreglufulltrúi í hraðamyndavéla- og sektadeild lög- reglunnar á Vesturlandi, í samtali við Morgunblaðið. Þetta verður í fyrsta sinn sem notast verður við meðalhraða- myndavélar hér á landi, en tæknin hefur mikið verið notuð í Kanada og á Ítalíu. Guðrún segir að vonir séu bundn- ar við að meðalhraðamyndavélar muni með tímanum leysa punkt- mælingamyndavélar af hólmi. „Ég held að það sé von manna að næst þegar vélar verða endurnýj- aðar verði þær með þessum hætti,“ segir Guðrún og bætir við að með- alhraðamyndavélar séu talsvert ná- kvæmari en sú tækni sem notuð er í dag. „Meðalhraðamyndavélar virka þannig að tveir staurar með mynda- vélum eru settir upp á ákveðnum vegarkafla, í þessu tilfelli á Grinda- víkurvegi og í Norðfjarðargöngum. Báðar myndavélarnar eru með skynjara sem nemur það þegar bílar keyra framhjá og geta með því móti reiknað hversu langan tíma það tek- ur bíla að komast á milli stauranna. Þannig er hægt að finna meðalhraða ökumanns á vegarkaflanum auk þess sem þetta kemur í veg fyrir að fólk geti hægt á sér rétt áður en það kemur að myndavél og sloppið þannig með sekt,“ segir Guðrún. Hefur gefið góða raun á Ítalíu Meðalhraðamyndavélarnar sem notast verður við hér á landi eru frá ítalska fyrirtækinu Kria, sem varð hlutskarpast í útboði Vegagerðar- innar. Guðrún segir að myndavél- arnar hafi gefið góða raun á Ítalíu. „Svona meðalhraðaeftirlit hefur mikið verið notað á Ítalíu og öðrum löndum Evrópu. Þetta hefur virkað vel erlendis og þess vegna hefur verið vilji fyrir því að taka þetta upp hér heima,“ segir Guðrún. Spurð hvenær megi ráðgera að myndavélarnar verði teknar í notk- un vill Guðrún ekki gefa upp ná- kvæma dagsetningu en býst við því að tæknin verði komin í gagnið á næstu mánuðum. Mæla meðal- hraða bifreiða  Nýjar hraðamyndavélar væntanlegar Hraðamyndavél Nýjar myndavélar verða teknar í notkun í haust. Forn kirkjugarður fannst á Utan- verðunesi í Skagafirði við forn- leifauppgröft í sumar. Gröfturinn er hluti Skagfirsku kirkju- og byggða- sögurannsóknanna í Hegranesi, sem fara nú fram fjórða árið í röð. Tilgangur rannsóknanna er að skoða aldur og dreifingu elstu byggðar í Hegranesi og tengsl byggðaþróunar við kirkjusögu svæðisins. Hefur rannsóknin að mestu leyti snúið að uppgreftri kirkjugarðs í Keflavík í Hegranesi. Fundu kistu með beinagrind „Þetta er hápunkturinn á rann- sókn okkar. Þarna erum við að stað- festa annan kirkjugarð sem getið er í fornbréfi frá 14. öld. Það voru sögu- sagnir um hvar hann væri, en við fundum hann með jarðsjármæl- ingum síðasta sumar,“ segir Guðný Zoëga, deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga. Könnunarskurður var tekinn og í ljós kom kista með beinagrind. „Þetta er 11. aldar heimiliskirkju- garður með kirkju, sem virðist hafa verið á hverjum bæ á þessu svæði. Það eru sex bæir þarna í röð sem voru með kirkju,“ segir Guðný. Ekki verður grafið meira á Utanverðu- nesi, en könnunarskurðurinn var að- eins til staðfestingar á tilvist kirkju- garðsins. Rannsókninni lýkur í ár og verður restin af árinu notuð til að fara yfir sýni og greina gögn síðustu fjögurra ára. jbe@mbl.is Kirkjugarður fannst á Utanverðunesi í Skagafirði Ljósmynd/Byggðasafn Skagfirðinga Gröf Á myndinni sjást útlínur leggjabeina og kistu í gröf.  Kirkju- og byggðasögurannsókninni lýkur á árinu Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Áhrif kjarabaráttu ljósmæðra má nú sjá og finna á fæðingardeildum um land allt og segjast ljósmæður á öllum hornum landsins finna fyrir auknu álagi. Yfirvinnubann hefur nú staðið yfir í rúma þrjá sólar- hringa og hefur meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans í Reykjavík verið lokað. Var kölluð inn „Það hefur bara gengið vel. Við reynum bara að taka á þessu eins og við getum,“ sagði Anna Björnsdótt- ir, deildarstjóri á kvennadeild Heil- brigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi, í samtali við Morgunblað- ið í gær. Anna byrjaði í sumarfríi á fimmtudag en var kölluð inn á vakt í gær sökum anna. „Það var bara ein ljósmóðir á vakt. Hún þurfti að fara í keisara þannig að einhver þurfti að vera hjá konunni sem var í fæð- ingu,“ sagði Anna. Nína Hrönn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, hefur svipaða sögu að segja. „Það er aukið álag. Konur sem myndu ann- ars fara suður eða norður eru síður að gera það.“ Hún segir þó starf- semina hingað til hafa gengið stór- slysalaust fyrir sig, en síðasta fæð- ing fór þar fram í gærmorgun og er von á fleiri verðandi mæðrum á næstu dögum. Ekki komist hjá yfirvinnu Spurð hvort áhrifin hafi náð til fæðingardeildarinnar á Ísafirði seg- ir Erla Rún Sigurjónsdóttir, ljós- móðir hjá Heilbrigðisstofnun Vest- fjarða: „Já, að einhverju leyti gera þau það. Meðan ég er í burtu er bara önnur fyrir mig.“ Hún bætir einnig við: „Undanþágunefnd gefur að svo miklu leyti undanþágur fyrir okkur. Það er ekki hægt að öllu jöfnu að reka deild- ina án yfirvinnu. Það er yfirvinna þar alla daga. Á meðan það er fæðing þá er hún kláruð.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nýbökuð Fríða Rún Guðjónsdóttir og Árni Gunnlaugsson með dóttur sína sem fæddist í gærmorgun á Akureyri. Hún var 15 merkur og 47 sentímetrar, tekin með keisaraskurði á fæðingardeildinni. Þau eru búsett á Akureyri. Ljósmæður á hlaup- um um allt land  Einn dag í sumarfrí  Bannið stöðvar ekki fæðingar „Breytingar á þjónustu við þungaðar og fæðandi konur frá 1. júlí eru víðtækar. Þjónustan er minni, konur eru sendar heim strax og öruggt er eftir fæðingu og í sumum tilvikum hafa konur verið fluttar lands- hluta á milli til fæðinga eða annarra meðferða sem Land- spítali veitir,“ segir Páll Matt- híasson, forstjóri Landspítal- ans, m.a. í pistli til starfsfólk spítalans í gær. Þar lýsir hann því hvernig kjaradeilan hafi færst á nýtt og alvarlegra stig aðfaranótt mið- vikudags þegar yfirvinnuverk- fall bættist við uppsagnir. Lífs- nauðsynlegt sé að leysa deiluna sem fyrst. Forstjórinn áhyggjufullur LANDSPÍTALINN Páll Matthíasson Elísabet Ronaldsdóttir kvikmynda- gerðarkona hyggst skila heiðurs- merki hinnar íslensku fálkaorðu sem hún fékk árið 2016. Ástæðan er sú að Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, var sæmd stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Í bréfi til orðunefndar- innar ritar hún að Pia sé „trúlega hættulegasti og mest sjarmerandi kynþáttahatari norrænna stjórn- mála“. „Það er nú einu sinni þannig að kynþáttahatur er á uppleið um alla Evrópu og Norður-Ameríku. Það eru augljós merki um þetta og það er hræðileg tilhugsun að við séum að normalísera slíkar hugmyndir. Undir merkjum formlegheita og hugsunarleysis erum við að efla þessar hug- myndir og gera þær gildandi,“ segir Elísabet við Morgunblaðið. „Ef fólki finnst ég sýna Piu, orð- unni, dönsku eða íslensku þjóðinni vanvirðingu, þá spyr ég hvaða virðingu við séum að sýna Íslendingum sem eru af öðru bergi brotnir, með annan húðlit en hvítan, samkynhneigðir o.s.frv., með því að heiðra einhvern með hugmyndir á borð við þær sem Pia Kjærsgaard hefur?“ Elísabet skilar fálkaorðunni vegna Piu Elísabet Ronaldsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.