Morgunblaðið - 21.07.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.07.2018, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 Um sextíu skógareldar loguðu í Sví- þjóð í gær og talsmaður almanna- varnastofnunar landsins sagði að ekki væri hægt að slökkva þá stærstu eins og staðan væri núna. Liðið gætu nokkrir mánuðir þar til síðustu eldarnir slokknuðu. „Fjórir eldanna eru nú skil- greindir sem alvarlegir; þeir eru orðnir svo stórir að ógerningur er að slökkva þá sem stendur,“ sagði Mar- cus Årskog, talsmaður almanna- varnastofnunarinnar. „Það sem við getum gert er að hefta útbreiðslu þeirra þannig að þeir nái ekki til þorpa eða byggðra svæða.“ Stærstu eldarnir loga allir í mið- hluta Svíþjóðar, þ.e. Fågelsjö og Lillåsen í Jämtland-sýslu, Kårböle í Gävleborg-sýslu, Brattsjö í Väster- norrland og Trängslet í Dölunum. Alls hafa 300 til 500 manns þurft að forða sér af heimilum sínum vegna eldanna, samkvæmt síðustu upplýs- ingum frá almannavarnastofnuninni. Talið er að um tvær milljónir rúm- metra skóglendis hafi brunnið. Þurfa að slátra kúm Þyrlur og flugvélar frá Noregi og nokkrum Evrópusambandslöndum hafa tekið þátt í slökkvistarfinu þar sem eldarnir eru mestir, að sögn fréttavefjar sænska ríkisútvarpsins í gær. Langvarandi þurrkar og hlýindi hafa verið á stórum hluta Svíþjóðar, auk Danmerkur, Suður-Noregs og Norður-Finnlands. Að sögn veður- fræðinga er ólíklegt að breyting verði á því á næstunni. Að frátalinni lítils háttar úrkomu um miðjan júní hefur nánast ekkert rignt í Svíþjóð frá byrjun maí. „Hlý- indin voru óvenjumikil í maí í suður- og miðhluta Svíþjóðar og júní var sá hlýjasti í rúm 100 ár syðst á land- inu,“ segir Sverker Hellström, veðurfræðingur sænsku veðurstof- unnar. Þurrkarnir hafa valdið skorti á fóðri fyrir búpening og sænskir bændur hafa þurft að grípa til þess ráðs að slátra kúm. „Þetta er mesta erfiðleikatímabil fyrir sænska bænd- ur í rúm 50 ár,“ segir Ulf Wallin, talsmaður samtaka þeirra. bogi@mbl.is AFP Alvarlegir eldar Þyrla notuð til að slökkva skógareld í Jämtland-sýslu í miðhluta Svíþjóðar. Flugvélar frá Noregi og nokkrum Evrópusambandsríkjum hafa tekið þátt í slökkvistarfinu. Talið er að það geti tekið nokkra mánuði. Segja það ógerning að slökkva stærstu eldana  Talið er að eldarnir í Svíþjóð geti logað í nokkra mánuði Mannfrekt slökkvistarf » Um 700 slökkviliðs- og björgunarmenn og 500 her- menn taka þátt í slökkvistarf- inu þar sem skógareldarnir eru stærstir. » Hundruð sjálfboðaliða hafa verið skráð og Rauða kross- inum í Svíþjóð hefur verið falið að samhæfa aðstoð þeirra við slökkvistarfið. Moskvu. AFP. | Vladimír Pútín Rúss- landsforseti hefur notið mikils stuðn- ings meðal landsmanna en vinsældir hans hafa minnkað verulega vegna óvinsæls stjórnarfrumvarps um að hækka lágmarkseftirlaunaaldur karl- manna í 65 ár og kvenna í 63 ár. Pútín sagði árið 2005 að eftirlaunaaldurinn yrði aldrei hækkaður í Rússlandi svo fremi sem hann væri við völd. Stjórn- málaskýrendur segja að vaxandi ólga í landinu vegna frumvarpsins og versnandi lífskjara geti orðið erf- iðasta úrlausnarefni Pútíns á nær 20 ára valdatíma hans. Nýleg könnun bendir til þess að 89% Rússa séu and- víg breytingunni á eftir- launaaldrinum. Lágmarkseftirlaunaaldurinn hefur verið óbreyttur frá valdatíma Jósefs Stalíns sem var kjörinn aðalritari sovéska kommúnistaflokksins árið 1922 og varð seinna alráður í Sovét- ríkjunum þar til hann lést árið 1953. Konur hafa fengið eftirlaun frá 55 ára aldri og karlmenn frá 60 ára. Meðallífslíkur Rússa eru 70,5 ár, kvenna 76,3 og karla 64,7 ár. Verði lágmarkseftirlaunaaldur karla hækk- aður í 65 ár verður það til þess að margir rússneskir karlmenn fá aldrei eftirlaun frá ríkinu. Ríkisstjórn Rússlands segir að breytingin sé óhjákvæmileg vegna þess að greiðslurnar vegna núverandi lífeyriskerfis séu að sliga ríkissjóð landsins. Atvinnumálaráðherra Rússlands, Maxím Topílín, sagði þeg- ar hann varði frumvarpið á þinginu að núverandi lífeyriskerfi ætti rætur sínar að rekja til fjórða áratugar ald- arinnar sem leið þegar meðallífslík- urnar hefðu verið „allt aðrar“. „Tím- arnir eru að breytast. Efnahagurinn er að breytast. Við getum ekki verið föst í fjórða áratugnum.“ Þolinmæðin á þrotum Stjórnarfrumvarpið var samþykkt í Dúmunni, neðri deild þingsins, eftir fyrstu umræðu í fyrradag með 328 at- kvæðum gegn 104. Aðeins einn þing- manna stjórnarflokksins Sameinaðs Rússlands greiddi atkvæði gegn því. Þingmenn kommúnista, Frjálslyndra demókrata og Réttláts Rússlands hafa yfirleitt stutt stjórnvöld í Kreml á þinginu en höfnuðu breytingunni á eftirlaunaaldrinum. Götumótmæli gegn stjórnvöldum í Kreml hafa verið fátíð en stjórnar- frumvarpið varð til þess fyrr í mán- uðinum að nokkur þúsund manns tóku þátt í tugum mótmælafunda sem helsti andstæðingur stjórnarinnar, Alexej Navalní, skipulagði ásamt flokkum sem hafa hingað til verið vin- veittir ráðamönnunum í Kreml þótt þeir eigi ekki aðild að stjórninni. Um þúsund manns tóku þátt í mótmælum í Moskvu gegn frumvarpinu kvöldið fyrir atkvæðagreiðsluna og 200 manns fyrir utan þinghúsið þegar hún fór fram. „Lífskjörin eru mjög slæm, þolinmæði fólksins er á þrot- um,“ sagði 54 ára kona á meðal mót- mælendanna. Þingmenn kommúnista tóku þátt í mótmælunum fyrir utan þinghúsið og einn þeirra sagði að stjórnarfrum- varpið væri „viðbjóðslegt og ómann- úðlegt“. Navalní sagði að þingmenn- irnir sem styðja frumvarpið væru „óvinir fólksins í landinu“. „Dúman samþykkti frumvarp sem sviptir tugi milljóna Rússa hundruðum þúsunda rúblna.“ Pútín hefur haft sig lítið í frammi í deilunni þrátt fyrir loforð hans um að eftirlaunaaldurinn yrði aldrei hækk- aður í forsetatíð hans. Rússneska dagblaðið Vedomostí sagði að þing- mönnum hefði verið „ráðlagt“ að gagnrýna ekki Pútín í umræðunni um stjórnarfrumvarpið. Nokkrir af þing- mönnum kommúnista kröfðust þó þess að forsetinn tæki afstöðu til stjórnarfrumvarpsins. Pútín sagði í gær að sér líkaði ekki neinar tillögur um hækkun eftirlaunaaldursins en bætti við: „Við verðum samt að taka einhverja ákvörðun.“ Stuðningur við Pútín minnkar  Hækkun eftirlaunaaldurs mótmælt AFP Óvinsæl breyting Hækkun eftir- launaaldurs mótmælt í Moskvu. Traustið á Pútín minnkar » Stuðningurinn við Vladimír Pútín minnkaði um 14 pró- sentustig á tíu dögum í júní, úr 78% í 64%, ef marka má könn- un VCIOM, ríkisrekins kann- anafyrirtækis í Rússlandi. » Aðeins 48% sögðust treysta forsetanum, 12 prósentustig- um færri en í janúar, í könnun Levada-miðstöðvarinnar, óháðrar rannsóknarstofnunar. Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.isHAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.