Morgunblaðið - 21.07.2018, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Daniel Or-tega, for-seti Ník-
aragva, hefur með
öllum ráðum hert
tök sín á stjórn-
artaumum landsins. Í apríl sauð
uppúr vegna óvinsælla breyt-
inga á lífeyriskerfinu og und-
anfarna þrjá mánuði hafa mót-
mæli gegn Ortega verið tíð.
Hann hefur mætt þeim af fullri
hörku og er talið að sveitir
stjórnvalda hafi drepið 300
manns.
Ortega leiddi Sandinista til
valda árið 1979 þegar hann
steypti harðstjóranum Anas-
tasio Somoza af stóli. Hann var
þá við völd í 11 ár þar til hann
féll í kosningum. Hann hélt
áfram að bjóða sig fram, hafði
ekki erindi sem erfiði 1996 og
2001, en 2007 var hann kjörinn
forseti að nýju og hefur nú setið
önnur ellefu ár. Það hefur hann
gert með því að sniðganga
stjórnarskrána, sölsa undir sig
allar greinar ríkisvaldsins,
kæfa umræðu og kúga fjöl-
miðla.
Á fimmtudag var haldið upp
á það í Níkaragva að 39 ár væru
liðin frá byltingunni. Þar
kenndi hann katólskum bisk-
upum og Bandaríkjunum um og
sagði hann að mótmælendur
væru fjármagnaðir af stórveld-
inu í norðri og
kaupsýslumönnum
heima fyrir, sem
lagt hefðu á ráðin
um valdarán. Það
yrði að „særa út
satanistana“.
Ásamt Ortega á sviðinu voru
Rosario Murillo, kona hans og
varaforseti landsins, og utan-
ríkisráðherrar Kúbu og Vene-
súela.
Á seinna valdaskeiði Ortega
hefur byltingarboðskapurinn
vikið og hefur honum meðal
annars tekist að halda völdum
með því að sækja stuðning til
kirkjunnar og leiðtoga í við-
skiptalífi, sem hann nú sakar
um að grafa undan sér.
Efnahagslíf Níkaragva er í
vanda, þótt ekki sé ástandið
orðið jafn svart og í Venesúela.
Ef áfram heldur að kreppa að
er víst að Ortega mun missa
stuðning efnahagslífsins.
Í Dýrabæ Orwells (sem í
eldri þýðingu hét Félagi
Napóleon) fer á endanum svo
að dýrin geta ekki lengur
greint byltingarleiðtogana,
svínin, frá mönnunum sem þau
steyptu. Nú er eins komið fyrir
íbúum Níkaragva og þeir farnir
að bera Ortega saman við So-
moza, harðstjórann sem hann
steypti fyrir 39 árum. Þá er
sagan komin í hring.
Hangir á valdinu
með blóðsúthell-
ingum og ofbeldi}
Hitnar undir Ortega
Vandræðagang-ur spænskra
yfirvalda vegna
Katalóníu heldur
áfram. Carles
Puigdemont, fyrr-
verandi forseti
heimastjórnarinnar í Katalón-
íu, er landflótta. Heima fyrir er
hann borinn þungum sökum
fyrir að hafa gert tilraun til að
efna til þjóðaratkvæðis um
sjálfstæði Katalóníu.
Alls eru 13 manns sakaðir um
að hafa blásið til uppreisnar.
Níu eru í haldi á Spáni. Puigde-
mont og þrír aðrir eru erlendis.
Hæstiréttur Spánar hefur
gefið út handtökuskipun á
hendur honum og fór jafnframt
fram á að hann yrði framseldur
fyrir uppreisn og misferli með
peninga. Sú beiðni var dregin
til baka en þegar Puigdemont
fór í ferðalag ákvað rétturinn
að láta á það reyna aftur hvort
hann fengist framseldur.
Þýska leyniþjónustan brást
hratt við og handtók hinn
hættulega mann. Fyrr í mán-
uðinum féllst þýskur dómstóll á
að framselja Puigdemont, en þó
ekki fyrir „uppreisn“, heldur
illa meðferð almannafjár.
Á fimmtudag ákvað svo
spænski hæstaréttardómarinn
sem rekið hefur málið að falla
frá framsalskröfunni á hendur
Puigdemont vegna
þess að þýski dóm-
stóllinn tók ekki til
greina allar sakar-
giftir framsalskröf-
unnar. Er fjallað
um það í spænsk-
um fjölmiðlum að fengist hann
framseldur á þeim forsendum
myndi það takmarka þær sakir
sem bera mætti á Puigdemont
fyrir spænskum dómstólum.
Yrði hann borinn vægari sökum
myndi það um leið veikja mála-
tilbúnaðinn á hendur þeim sem
sitja þegar inni.
Puigdemont og félagar hans
eru því frjálsir ferða sinna utan
Spánar, en þar er handtöku-
skipunin á hendur þeim í fullu
gildi.
Aðfarir Spánverja í þessu
máli vekja furðu. Þær vekja
spurningar um réttarfar á
Spáni. Ekki vekur minni undr-
un fálætið í Evrópusambandinu
vegna þessa máls. Á Spáni
fjallar hæstiréttur sem fyrsta
og eina dómstig landsins um
mál grunaðra „uppreisnar-
manna“ og úrskurðar þá í póli-
tískt varðhald án þess að áfrýja
megi. Þessar aðfarir ættu að
vera tilefni til meira uppnáms
en raun ber vitni og eru síst lík-
legar til að gera Katalóna vilj-
ugri til að lúta valdinu í Madr-
íd.
Aðfarirnar gegn
Carles Puigdemont
vekja spurningar um
réttarfar á Spáni}
Vandræðagangur á Spáni
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Því miður tókst Breivik ekkiað drepa þig. Annars stóðhann sig bara vel.“ „Það hefði verið best
fyrir okkur öll ef þú hefðir ekki lifað
árásina á Útey af. Það er synd að
Breivik hitti ekki betur en þetta.“
„Þú áttir skilið að vera skotin.“
Þetta eru dæmi um skilaboð sem
ungmenni, sem lifðu af árás hægri
öfgamannsins og hryðjuverkamanns-
ins Anders Behrings Breiviks á
sumarbúðir AUF, ungliðahreyfingar
norska verkamannaflokksins í Útey í
Noregi 22. júlí 2011, hafa fengið á
þeim sjö árum sem síðan eru liðin.
Þau eru kölluð föðurlandssvik-
arar, múslímasleikjur, réttdræp og
fleira í þeim dúr og að þau hafi kallað
árásina yfir sig vegna stjórnmála-
skoðana sinna. Til áhersluauka fylgja
myndir af hengingarólum, Breivik og
legsteinum. Þó að Breivik hafi nú set-
ið á bak við lás og slá í sex ár og verði
hugsanlega aldrei látinn laus er mar-
tröð þeirra sem lifðu árás hans af
hvergi nærri lokið. Martröðin heldur
áfram með hótunum og áreitni og um
það er fjallað á vef norska dagblaðs-
ins Aftenposten.
„Ég hef séð þetta hatur áður“
Meðal þeirra sem þar segja sögu
sína er Tarjei Jensen Bech, sem núna
er aðstoðarfylkisstjóri í Finnmörku.
Hann var 19 ára þegar hann særðist
alvarlega í árás Breiviks og segist
ekki hafa tölu á þeim hótunum sem
honum hafa borist. „Það er í alvör-
unni einhver þarna úti sem óskar
þess að ég deyi. Ég verð verulega
hræddur. Ég hef nefnilega séð þetta
hatur áður. Það var á bak við byssu-
hlaup í Útey 22. júlí og vinir mínir
létu lífið vegna þess,“ segir Tarjei.
Hann hefur margoft tilkynnt
hótanirnar en enginn hefur hlotið
dóm vegna þeirra. Ein ástæða þess er
að margar þeirra eru sendar úr gervi-
netföngum og símum með einnota
símakortum.
Strax eftir árásina fóru hótan-
irnar að berast ungmennunum í
AUF. Fljótlega var Silje Grytten,
sem þá starfaði sem ráðgjafi Verka-
mannaflokksins á norska stórþinginu,
beðin um að grípa inn í. Hún tók við
þeim bréfum og tölvupóstum sem
bárust á skrifstofu AUF og í grein
Aftenposten segir hún að inntakið í
hótununum hafi verið að árásin hafi
verið AUF og hugmyndafræði Verka-
mannaflokksins að kenna. „Ljótustu
bréfin voru oft skrifuð með fallegustu
rithöndinni,“ rifjar Grytten upp í við-
talinu.
Færsla leysti hatur úr læðingi
Í umfjöllun Aftenposten segir að
eftir að Sylvi Listhaug, þingmaður
norska Framfaraflokksins, sem var
dóms- og innflytjendamálaráðherra
Noregs, skrifaði umdeilda færslu á
Facebook-síðu sína í mars síðast-
liðnum hafi tilkynningum um haturs-
orðræðu fjölgað mjög, ekki síst í garð
flokksmanna og þingmanna norska
Verkamannaflokksins.
Í færslunni skrifaði Listhaug að
Verkamannaflokkurinn setti réttindi
hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi
og var þar vísað til þess að þingmenn
flokksins kusu á móti tillögu um að
svipta mætti þá Norðmenn, sem
væru grunaðir um að hafa gengið til
liðs við erlendar hersveitir, ríkisborg-
ararétti og vegabréfi án aðkomu dóm-
stóla. Viðmælendur Aftenposten
segja að umræðan sem á eftir fylgdi
hafi leyst gríðarlegt hatur úr læðingi.
Haft er eftir talsmanni Kripos,
norsku ríkisrannsóknarlögreglunnar,
að embættinu berist að meðaltali 60-
70 tilkynningar um hótanir í hverjum
mánuði. Í mars, þegar mesta umræð-
an var um ummæli Listhaug, bárust
Kripos meira en 200 tilkynningar og
að mati talsmannsins má rekja það
beint til ummælanna.
„Du r død!“
Rætt er við Eskil Pedersen, sem
var í Útey 22. júlí 2011, en hann var
þá formaður AUF. Fyrsta hótunin
barst honum að kvöldi árásardagsins,
síðan þá hafa þær komið reglulega og
þegar hann kemur fram opinberlega
ríður holskeflan yfir. Hann hefur
kært fimm hótanir til lögreglu, í
nokkrum tilvikum hefur lögregla átt
frumkvæðið að því að fylgja eftir hót-
unum og einu sinni hefur karlmaður
verið dæmdur fyrir að hóta Pedersen.
Sá fékk 30 daga fangelsi eftir að hafa
sent honum textann „Du r død!“ (Þú
ert dauður) með SMS.
Pedersen, sem er hættur öllum
afskiptum af stjórnmálum, segir
mikilvægt að láta hatrið ekki buga
sig. „Ég vil ekki að litið sé á mig sem
fórnarlamb. Þrátt fyrir að það sé vont
að verða fyrir öllu þessu hatri læt ég
það ekki draga úr mér.“
Martröðin heldur
áfram sjö árum síðar
Útey Eyjan varð í júlí 2011 vettvangur eins voðalegasta glæps síðari tíma.
Hryðjuverk
» Alls létust 77 fyrir hendi
Breiviks 22. júlí 2011; átta eftir
sprengingu í stjórnarráðshverf-
inu í Ósló og 69 í Útey.
» Í Útey voru árlegar sumar-
búðir ungliðahreyfingar Verka-
mannaflokksins, AUF.
» Breivik elti unglingana um
eyjuna og myrti þá.
» Breivik var dæmdur í 21 árs
fangelsi árið 2012. Heimild er
fyrir því að framlengja dóminn.
Hótun „Synd að Breivík hitti ekki
betur,“ segir í skilaboðunum.
Skjáskot/Aftenposten
M
enning geymir sjálfsmynd
þjóðar og fléttar saman for-
tíð, nútíð og framtíð. Þannig
eru listir og menning mik-
ilvægir þættir í burðarvirki
samfélagsins, afl sem bindur okkur saman.
Á síðustu árum hefur átt sér stað vitund-
arvakning í verkefnum tengdum barnamenn-
ingu, meðal annars með tilkomu menning-
arstefnu sem samþykkt var á Alþingi.
Þátttaka barna og ungmenna í menningarlíf-
inu er einn af fjórum meginþáttum hennar,
en þar kemur til að mynda fram að aðgengi
að menningar- og listalífi er mikilvægur
þáttur þess að lifa í frjálsu samfélagi.
Við höfum séð jákvæð áhrif þess að auka
aðgengi barna og ungmenna að listum og
menningu, meðal annars í gegnum verkefnið
List fyrir alla. Þar er lögð áhersla á að tryggja aðgang
yngri kynslóðarinnar að menningu í hæsta gæðaflokki
óháð búsetu og efnahag. Verkefnið hefur aukið fjöl-
breytni í skólastarfi og styrkt listfræðslu í skólum. Við
viljum gera enn betur í því að styrkja vitund barna og
ungmenna um menningararf okkar og auka læsi þeirra
á menningu.
Það er því sérstaklega ánægjulegt að í tilefni af 100
ára fullveldisafmæli Íslands hefur Alþingi samþykkt að
stofnaður verði öflugur barnamenning-
arsjóður, Barnamenningarsjóður Íslands,
sem njóti framlaga af fjárlögum næstu
fimm ár. Heildarframlög til sjóðsins verða
hálfur milljarður á tímabilinu. Meginmark-
mið hins nýja sjóðs er að styrkja börn til
virkrar þátttöku í menningarlífi, listsköpun,
hönnun og nýsköpun. Þannig er lagt til að
sérstök áhersla verði lögð á að styrkja verk-
efni sem efla sköpunarkraft barna og ung-
menna sem og hæfni þeirra til þess að
verða þátttakendur í þeirri þróun sem nú á
sér stað í aðdraganda hinnar svonefndu
fjórðu iðnbyltingar. Sjóðurinn mun einnig
leggja áherslu á verkefni sem efla sam-
félagsvitund í takt við Barnasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna.
Gott samfélag er barnvænt samfélag. Það
var því vel til fundið að allir stjórnmálaflokkar á Al-
þingi hafi sammælst um að leggja áherslu á menning-
arstarf barna og ungmenna í tilefni af fullveldisafmæl-
inu. Börn og ungmenni munu móta íslenskt samfélag í
framtíðinni – næstu 100 ár fullveldis Íslendinga eru
þeirra. Hvetjum þau áfram og styðjum við menningar-
starf þeirra.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Barnamenningarsjóður Íslands
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.