Morgunblaðið - 21.07.2018, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 21.07.2018, Qupperneq 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 Mín fyrstu kynni af tengdamömmu voru 1976 þegar Helga var að sækja þau Pálínu og Sigmund eftir dansleik hjá Oddfellow. Pálína vildi þá vita hver væri með í bílnum og Helga svaraði því að þetta væri draumaprinsinn að vestan og sagði ákveðin að hann kæmi með henni heim. Þegar heim var komið var tengda- mamma svo fljót að vísa mér á herbergið hans Helga og sagði að þarna væri autt rúm fyrir mig. Við urðum strax góðir vinir og í þau 42 ár sem hún var tengdamóðir mín fylgdist ég með henni í hinum ýmsu fé- lagsstörfum. Þar komu hennar styrkleikar og persónuleiki sér vel en Pálína var afar sterk kona, öflug og klók. Gat svo ver- ið ákveðin og jafnvel ýtin þegar þess þurfti sem kom sér vel hvort sem er í kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga eða sem ein af stofnendum golfklúbbs í Mos- fellssveit. Áhugamál okkar lágu saman í golfi og svo fylgdist tengdamamma grannt með knattspyrnuferli mínum. Eftir leiki var dekrað við mig með mat og nuddi. Það voru stund- um fjörugar stundir í eldhúsinu, Pálínu fannst ég of áhugasamur og afskiptinn af matseld hennar og gekk að hennar mati of langt í að smakka. Það var gott að leita til Pál- ínu með ýmislegt er varðaði fé- lagsmál og sterkar minningar sem koma við fráfall hennar frá Arnartanga, Álftamýri, Álfta- nesi og nú síðast Eyri á Ísafirði. Ég er þakklátur fyrir góð kynni Pálína Sigurjónsdóttir ✝ Pálína Þ. Sig-urjónsdóttir fæddist 17. júní 1931. Hún lést 4. júlí 2018. Útför hennar fór fram 16. júlí 2018. og dýrmætar stundir með fjöl- skyldu hennar og ekki síst hvað Pál- ína var börnum mínum góð amma. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Jóhann Króknes Torfason. Pálína Sigurjónsdóttir, heið- ursfélagi í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, er látin. Pálína útskrifaðist frá Hjúkr- unarskóla Íslands árið 1953. Hún lauk framhaldsnámi í heilsuvernd við Danmarks sy- geplejerske höjskole í Árósum 1969, námi í kennslu-og uppeld- isfræði við Kennaraháskóla Ís- lands 1976 og námskeiði í stjórnun á vegum Hjúkrunar- félags Íslands 1979. Lengst af starfaði Pálína innan heilsu- gæslunnar og var hjúkrunarfor- stjóri heilsugæslustöðvarinnar í Asparfelli 1978-1997. Hún var áhugasöm um menntun hjúkr- unarfræðinga og framgang hjúkrunar einkum heilsugæslu- hjúkrunar og sótti sér viðbót- armenntun og reynslu til Dan- merkur, Noregs, Svíþjóðar, Kanada og Englands. Pálína hafði mikinn áhuga á félagsstörfum og var alla tíð mjög virk í félagsstörfum fyrir hjúkrunarfræðinga. Hún hafði m.a. forystu í uppbyggingu trúnaðarmannakerfis Hjúkrun- arfélags Íslands og var formað- ur trúnaðarráðs þess 1977-1980. Pálína starfaði í hinum ýmsu nefndum félagsins, sat í stjórn og var varaformaður Hjúkrun- arfélags Íslands frá 1983 og for- maður í forföllum formanns árin 1986-1988. Pálína var einnig mjög virk í norrænu samstarfi hjúkrunarfræðinga (SSN) og var fulltrúi hjúkrunarfélagsins í ýmsum nefndum á vegum þeirra samtaka. Pálína kynnti sér m.a. uppbyggingu danska hjúkrunar- félagsins. Þar var félagið byggt upp af svæðisdeildum og var því fyrirkomulagi komið á hér á landi. Pálína var formaður fagdeild- ar heilsugæsluhjúkrunarfræð- inga og síðar formaður öldunga- deildar 1999-2007. Sem formaður öldungadeildar félags- ins sýndi Pálína sögu-og minjum um hjúkrun sérstakan áhuga og sat m.a. í nefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um varð- veislu og sýningu hjúkrunarm- inja 2000-2003. Í framhaldinu setti félagið á fót minjanefnd og var Pálína skipuð formaður hennar. Í hennar formannstíð var öldungadeildin virkur þátt- takandi í starfi minjanefndar þar sem Pálína hafði mikinn áhuga á að koma á fót hjúkrunarminjasafni hér á landi í líkingu við hjúkrunarminjasafn danska hjúkrunarfélagsins í Kolding á Jótlandi. Í þeim til- gangi fór hún ásamt Guðrúnu Guðnadóttur til Danmerkur sumarið 2000 til að kynna sér safnið og koma á fót sambandi milli danskra og íslenskra hjúkrunarfræðinga sem komnir voru á eftirlaun. Í kjölfarið stofnuðu þessir hópar með sér formlegt samband sem stuðla skyldi að auknum kynnum og samstarfi þessara hjúkrunar- fræðinga. Minjanefnd undir for- mennsku Pálínu vann að því í um áratug að koma hjúkrun- arminjum í eigu félagsins til varanlegrar varðveislu og sýn- ingar. Því starfi lauk með sam- komulagi milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Lækn- ingaminjasafns Íslands um varðveislu og sýningu á hjúkr- unarminjum í byrjun árs 2011. Hjúkrunarfræðingar þökkuðu Pálínu fyrir langt og farsælt starf að félagsmálum hjúkrunar- fræðinga með því að gera hana að heiðursfélaga í Félagi ís- lenskra hjúkrunarfræðinga vor- ið 2005. Blessuð sé minning Pálínu Sigurjónsdóttur hjúkrunarfræð- ings. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Sæl og blessuð ég heiti Pál- ína Sigurjónsdóttir,“ Þannig byrjaði samtal okkar Pálínu vorið 1982 en erindið var að vita hvort ég ætlaði að gefa kost á mér sem formaður fyrir Hjúkr- unarfélag Íslands á aðalfundin- um í maí. Jú, ég ætlaði það og við ræddum lengi um þau mál er heitast brunnu þá stundina. Um haustið tók við tíu ára sam- starf okkar að málefnum hjúkr- unarfræðinga, ég sem formaður og Pálína sem varaformaður. Hún var ólíkt betur sjóuð í fé- lagsmálunum en ég, hafði sér- menntað sig í heilsugæsluhjúkr- un í Danmörku og starfað lengi sem hjúkrunarforstjóri á Heilsugæslustöðinni í Efra- Breiðholti. Pálína var fríð kona, kát og skemmtileg og einstak- lega úrræðagóð. Samstarfið gekk vel, bæði það sem sneri að innanlands- málum og eins þeim norrænu og alþjóðlegu. Margar ógleyman- legar stundir áttum við á fund- um hjá SSN, Samvinnu nor- rænna hjúkrunarfræðinga, þar voru stórveldi hvert frá sínu landi. Saman fórum við tíu manna hópur til Seoul í Kóreu á alþjóðlegt þing hjúkrunarfræð- inga. Fargjaldið fyrir mig sem formann greiddi þingið, annað sáum við ferðalangarnir um. Þingfulltrúar máttu taka með sér einn þátttakanda og makar okkar Pálínu komu með. Þar kynntist ég enn betur hennar góða manni, Sigmundi, en þeir Smári náðu vel saman. Ferðin var í alla staði einstök, við fór- um fyrst til Japans og dvöldum þar áður en á þingið var haldið. Eftir á var haldið til Taílands í tíu daga frí. Við höfðum mikið rætt það að reyna að komast einnig til Kína, en á þessum tíma lokaðist landið vegna hörmunganna á Torgi hins him- neska friðar. Að sameina hjúkrunarfræð- inga í eitt fag og stéttarfélag var mál sem brann á okkur en sitt sýndist hverjum á þeim tíma. Eitthvað sem fólk skilur í raun ekki í dag. Allt þokaðist þetta þó áfram. Húsnæðið okk- ar að Þingholtsstræti 30 var á þessum tíma algjörlega sprung- ið utan af starfseminni. Þá ger- ist það einn daginn að María Pétursdóttir, fv. formaður, hringir í mig og segist vera með hugmynd að húsnæði. María var á þeim tíma skólastjóri Nýja hjúkrunarskólans er var til húsa að Suðurlandsbraut 18. Jú, það var verið að byggja skrifstofu- húsnæði nokkrum húslengdum frá. Skemmst frá því að segja að Hjúkrunarfélagið keypti þar fokhelda hæð, standsetti hana síðan utan um starfsemina og er þar enn. Árið 1987 þurfti formaðurinn að bregða sér lengi frá. Pálína tók við sem formaður og leysti það vel af hendi eins og annað. Það kom því í hennar hlut að vígja nýja húsnæðið sem var opnað með pompi og prakt. Þar var gerð Sigríðarstofa en Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti, gaf félaginu mikið af hlutum frá móður sinni er tengdust hennar starfi. Sigríður Eiríksdóttir var formaður félagsins í 36 ár. Eftir að við létum báðar af störfum fyrir félagið skildi leiðir en ávallt varð fagnaðarfundur er við hittumst. Sigmundur lést fyrir nokkrum árum og syrgði Pálína hann mjög. Við ræddum mikið gamla daga þegar ég kom til hennar eftir lát hans og eins er ég hitti hana á Heilbrigð- isstofnun Vestfjarða á Ísafirði í fyrrasumar en þangað flutti Pálína þar sem Helga dóttir hennar bjó þar. Mæt og merk kona er gengin, hjúkrunarfræðingur er hefur skilað sínu dagsverki með sóma og sæmd. Ég þakka Pálínu sam- starfið og ógleymanlegar stund- ir um leið og ég sendi börnum og þeirra fjölskyldum samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Pálínu Sigurjónsdóttur. Sigþrúður Ingimundardóttir. Pálína Sigurjónsdóttir hjúkr- unarfræðingur er fallin frá. Skarð er fyrir skildi. Hún var stórbrotin atorkukona í orðsins fyllstu merkingu. Leiðir okkar lágu saman innan heilbrigðis- geirans. Árin 1983-1986 vann ég undir styrkri stjórn hennar að aðstoð við ungviði og foreldra. Frá 1990-2002 við heimahjúkrun á Heilsugæslunni í Efra-Breið- holti, aðstoð í heimahúsum en einnig á heilsugæslunni sjálfri. Skjólstæðingar okkar voru á aldrinum tveggja til hundrað ára. Ekkert verkefni var svo lít- ilfjörlegt að því væri ekki sam- viskusamlega sinnt. Hún stóð keik í stafni, sinnti hverfinu sínu af alúð, skjólstæðingurinn var ávallt í fyrirrúmi. Það var hennar verkahringur með sínu frábæra starfsfólki sem hún kallaði svo. Hún treysti okkur öllum að standa vaktina – aldrei spurning um það. Sérhvert vafamál var rætt á faglegum forsendum. Heill og hagsmunir skjólstæðingsins voru alltaf í fyrirrúmi og málin leyst á þeirri forsendu. Önnur sjónarmið komu aldrei til greina. Ég á Pálínu mikið að þakka. Hún var svo sannarlega glæsi- leg fyrirmynd og það átti jafnt við um hjúkrunarfræðinginn og einstaklinginn. Hún treysti mér alltaf fullkomlega og ég tel það hafa göfgað mig og gert mig að betri manneskju. Þegar árin færðust yfir var það af sömu reisn og ævinlega. Hún tók því sem að höndum bar af einurð og æðruleysi. Pálína og Sigmundur voru samhent og samstiga. Fráfall hans var henni sár missir, en hún hélt ótrauð áfram lífsgöngu sinni, glæsileg, hnarreist og keik. Pálína var vönduð kona, alls ekki allra, en stóð ævinlega fyr- ir sínu og gott betur. Það vita þeir sem þekktu hana best og gleggst. Ég votta aðstandendum Pál- ínu samúð og hluttekningu okk- ar Haraldar. Við mátum hana mikils. María Aldís Kristinsdóttir hjúkrunarfræðingur. ✝ Ástþór Krist-berg Ósk- arsson fæddist í Reykjavík 12. apríl 1945. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 1. júlí 2018. Hann var yngri sonur hjónanna Óskars E.M. Guð- jónssonar, f. 15. júní 1897, d. 4. október 1972, og Guðrúnar J.Ó. Jónsdóttir, f. 21. júní 1902, d. 2. júní 1955. Bróðir Ástþórs var Kolbeinn Guðjón Óskarsson, f. 28. október 1930, d. 12. september 2006. eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. Óskar Á. Ástþórs- son, f. 18. mars 1970, hans maki er Grétar Einarsson. Guðrún Ástþórsdóttir, f. 27. febrúar 1973, hennar maki er Ingólfur Kristjánsson og eiga þau þrjú börn. Ástþór starfaði sem sjómað- ur frá 1959-1973. Eftir að hann hætti sjómennsku starf- aði hann sem sendibílstjóri. Síðustu tvo áratugina starfaði hann sem innkaupafulltrúi hjá Ríkiskaupum. Jafnframt var hann mikill áhugamaður um íþróttir og helgaði hann Knatt- sprnufélaginu Fram krafta sína til margra ára. Hann starfaði lengi sem liðsstjóri hjá meistaraflokki liðsins ásamt stjórnarsetu og öðrum störfum innan félagsins. Útför Ástþórs fór fram í kyrrþey í Háteigskirkju 10. júlí 2018. Eiginkona Ást- þórs er Sigrún Pétursdóttir, f. 19. september 1944, en þau gengu í hjónaband 28. des- ember 1979. Þau hófu búskap í Vestmannaeyjum árið 1970 og bjuggu þar fram að eldgosinu á Heimaey 1973. Fluttust þau þá til Reykjavíkur og bjuggu þar allan sinn bú- skap. Börn þeirra eru Agnes Karen Ástþórsdóttir, f. 1. nóv- ember 1964, hennar maki er Benedikt J. Guðlaugsson og Þegar ég sest niður til að skrifa minningarorð um pabba minn er það þakklæti sem er mér efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa fengið akkúrat hann sem pabba minn og þakklæti fyrir það að hafa fengið að njóta síðustu 9 daganna hans saman. Það er ómetanlegt fyrir mig að hafa á þessum 9 dögum getað að litlu leyti gefið honum brot af því sem hann gaf mér. Pabbi átti sinn fjársjóð í okk- ur afkomendunum, hann vildi alltaf vita hvað við vorum að gera, hvernig við hefðum það og hvað væri framundan hjá okkur. Hann var virkur þátt- takandi í lífi okkar og eftir að hann veiktist eftir síðustu jól fór síminn minn að hringja sjaldnar og á endanum hætti hann að hringja þar sem sjúk- dómurinn yfirtók allan mátt. Þegar við systkinin vorum lítil voru pabbi og mamma mjög dugleg að ferðast með okkur um landið og er það mér minnisstætt þegar við vorum úti að leika frekar seint á föstu- dagskvöldi um hásumar að það er kallað til okkar og við viss um að nú væri kominn hátta- tími. Þar höfðum við rangt fyr- ir okkur því það var verið að skella sér í útilegu, skyndi- ákvörðun hjá þeim var að bruna til Þingvalla og njóta samveru og náttúru. Pabbi vissi fátt skemmti- legra en að keyra um og voru ófáir bryggjurúntar teknir því þar sameinaðist tvennt af því sem pabba þótti ákaflega skemmtilegt, rifja upp gamla tíma síðan hann var á sjó og að keyra. Hann var alltaf tilbúinn til að skutlast með mann og seinna þegar ég var komin með mína eigin fjölskyldu þá sá hann um að skutla barnabörn- unum á fótboltaæfingar eða kappleiki. Oft var gert grín að því þegar pabbi spurði mömmu hvort hana vantaði ekki eitt- hvað í Bónus og hún svaraði því játandi, settust þau pabbi inn í bíl og haldið var af stað. Mamma hélt að það væri bara rúntur í hverfisverslunina í Grafarvoginum en pabbi hélt nú ekki, í Bónus í Borgarnesi var haldið og gerð vikuinnkaup- in. Það er mér minnisstætt þegar við fórum norður til Ak- ureyrar í dagsferð, þá sagði pabbi að ólíkt flestu fólki þá fyndi hann fyrir hvíld við akst- ur, svo dagsferð úr höfuðborg- inni norður var endurnærandi fyrir hann. Til Kanarí fóru mamma og pabbi einu sinni til tvisvar á ári frá árinu 1995 og árið 2008 fór- um við með þeim, þar vorum við stórfjölskyldan saman yfir jól og áramót, þar sáum við hvað þau nutu þess að vera í sólinni. Þar höfðu þau eignast góða vini, innfædda sem og aðra Íslendinga í sömu erinda- gjörðum og þau, að safna í góð- an D-vítamínskammt. Við fór- um níu sinnum með þeim til Kanarí eftir þetta og eigum við fullt af góðum minningum það- an og verður skrítið að fara þangað án pabba. Pabbi var hraustasta eintak af manni sem ég veit um. Hann var aldrei veikur og man ég ekki eftir að hann hafi nokkurn tímann tekið inn lyf né farið til læknis. Því var það erfitt fyrir hann, manninn sem kunni ekki að vera veikur, að leggjast í þessi miklu veikindi sem felldu hann á um 5 mánuðum. Eitt sinn sagði hann við mömmu að þegar hann yrði veikur þá yrði hann virkilega veikur og þannig endaði það, hann varð virkilega veikur. Farðu vel með þig, elsku pabbi minn, við pössum mömmu fyrir þig. Guðrún Ástþórsdóttir. Mig langar að minnast í nokkrum orðum Ástþórs frænda míns og uppeldisbróður sem lést 1. júlí síðastliðinn. Það má segja að við höfum alist upp saman frá barnæsku, hann var einu og hálfu ári eldri en ég. Þegar hann var 10 ára missti hann móður sína. Þá kom hann í Kópavoginn í fóstur til móðursystur sinnar og manns hennar sem þá bjuggu í sambýli með foreldrum mínum, en faðir minn og Ástþór voru systkinabörn. Það var þröngt búið á heimili okkar í Kópavoginum þá en frelsið hjá okkur krökkunum og samhjálp nágranna á þessum frumbýlisárum í Kópavogi eru eftirminnileg. Við fórum saman í gegnum æsku- og unglingsárin með öll- um þeim ævintýrum sem þau buðu upp á í samræmi við tíð- arandann á þessum árum. Við vorum sendir í sveit austur á Fljótsdalshérað í nokkur sum- ur, fórum síðan snemma að vinna eitthvað. Ástþór var kominn á sjó fermingarárið sitt 1959 á skóla- skipið Rifsnes sem þá um vorið var gert út sem skólaskip á handfæraveiðum. Um haustið fékk hann svo pláss á sama skipi sem fór á síldveiðar í mánuð. Ég man hvað mér þótti þetta merkilegt og var stoltur af hon- um. Ég var þá síðasta sumarið mitt í sveit og við skrifuðumst á, hann að segja mér frá æv- intýrunum á sjónum en ég var að reyna að tína til eitthvað merkilegt úr fásinninu í sveit- inni. Ástþór stundaði síðan sjó áfram og nokkrum árum seinna plataði hann mig með á togara eitt sumar og fram á haust. Það var mikið ævintýri, þetta var á seinni árum síðutogaranna og mikil lífsreynsla fyrir 16 ára strák. Ég man hvað mér fannst þá gott að eiga hann að en hann var þá þegar orðinn reyndur sjómaður og hjálpaði mér og kenndi vinnubrögðin- .Við vorum seinna saman líka eina vertíð á línu og netabát. Árin liðu, Ástþór giftist stofnaði heimili og fór að búa í Vestmannaeyjum og samband okkar varð minna um tíma eins og gengur. En alltaf þegar við heyrðumst eða hittumst fann ég hvað tengingin frá uppvaxt- arárunum var sterk á milli okk- ar og velvilji hans til mín og míns fólks greinilegur, sem sýndi sig meðal annars í því hvað hann og Sigrún voru dug- leg að heimsækja aldraða for- eldra mína síðustu ár þeirra. Við hjónin erum þakklát fyr- ir hvað við áttum góðar stundir með Ástþóri og Sigrúnu á Kan- aríeyjum í september 2016 en þar voru þau oft og undu sér vel. Þar fann ég vel að þau vildu allt fyrir okkur hjónin gera. Þar héldu þau upp á af- mæli með okkur á skemmti- legum stað sem þau þekktu. Ástþór leigði líka bíl og tók okkur með í skemmtilega dags- ferð upp í fjöllin. Kæra Sigrún Innilegustu samúðarkveðjur frá okkur Sissu, til þín, Óskars, Guðrúnar, Agnesar og fjöl- skyldna. Eiríkur Jónsson. Ástþór Kristberg Óskarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.