Morgunblaðið - 21.07.2018, Side 45

Morgunblaðið - 21.07.2018, Side 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hreinsaðu út úr skápum, raðaðu í hillur og losaðu þig við það sem þú ert hætt/ur að nota. Einhver leysir frá skjóð- unni varðandi gamalt leyndarmál. 20. apríl - 20. maí  Naut Hafðu ekki of miklar áhyggjur af öðru fólki því þú þarft að hafa tíma fyrir sjálfa/n þig. Viðgerðir dragast á langinn og best væri að forða sér að heiman á með- an. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Leitaðu réttar þíns og farðu fram á það sem þú átt skilið. Ef þú skrifar markmið þín niður þá rætast þau frekar. Þú hrósar sigri í deilumáli. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Blómvönd- ur eða gott súkkulaði getur bjargað deg- inum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur ákveðnar skoðanir á málum í dag en kemur þér ekki að því að láta þær í ljós. Vandaðir hlutir eldast vel. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er engin skoðun svo skotheld að hún geti ekki breyst vegna nýrrar vitn- eskju. Það gengur hvorki né rekur í ásta- málunum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Að hanga í einni hugmynd um hvernig þú eigir að upplifa ást og hamingju mun einungis færa þér vanlíðan og hræðslu. Líf- ið er núna, lifðu því. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Dagurinn í dag er kjörinn til að takast á við gamalt vandamál sem þér hefur ekki tekist að leysa. Sjaldan veldur einn þá tveir deila og þú skalt ganga fram fyrir skjöldu með sáttaboð. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Útbúðu skjal með öllum draumunum þínum og kíktu oft á það næstu þrjá daga. Sýndu þinn innri mann og láttu verkin tala. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vertu ekki móðgaður yfir tilboði sem þér var gert í fullri einlægni. Láttu það ekki fæla þig frá því að fá betra tilboð. Reynsla þín og innsæi á eftir að fleyta þér langt í atvinnuleitinni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Yfirstandandi ágreiningur gæti komið róti á heimilislífið. Stuttar ferðir, samræður við ættingja, lestur og skriftir, verslun og viðskipti taka tíma þinn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér myndi leiðast ef allt væri auð- velt. Einbeittu þér að því að tala hreint út um hlutina frekar en byrgja þá inni. Stundum er snúið að gæta samræm-is í skoðunum sínum. Mynd mann- sins af heiminum tekur til ótal aðskilj- anlegra þátta og er vandrötuð slóð að vera ávallt samkvæmur sjálfum sér í öllu. Þetta veldur því að menn standa í langvinnum innherjadeilum við sjálfa sig. Víkverji er sjálfur sjaldnast sam- mála samferðamönnunum og enn sjaldnar sammála sjálfum sér. x x x Víkverji var í vikunni á rabbi við vin.Víkverji sagðist vera farinn að fara svolítið í golf. Það hnussaði fyrirlitlega í viðmælanda, sem sagði golf sport fyrir snobbara og flottræfla. Víkverji varð hugsi yfir þessu, því þessi sami maður veiðir lax og skýtur hreindýr. Þegar maður prédikar með einn fingur á lofti, snúa enn þrír að manni sjálfum. x x x Víkverji fór líka í klemmu um daginnþegar hann sá auglýsingaskilti á förnum vegi. Það var nærmynd af hvít- fyssandi öli og á stóð eitthvað um að ódýr bjór væri mannréttindi. Nema hvað að bjórinn var ekki nefndur ber- um orðum heldur beinlínis sett „það sem má ekki tala um“ þar sem átti að standa bjór. Þetta var svo klaufalegt að Víkverji vissi ekki hvorum hann átti að vorkenna, auglýsendum eða neyt- endum. Svo ekki sé talað um túrista og alkóhólista. x x x Enn var Víkverji á báðum áttum í vik-unni, önnur snýr í austur, á Þing- velli, hin vestur á Austurvöll. Tvö sjón- armið togast á og það er aldagamalt reiptog. Annað er hefðin og hitt hentugleikinn. Það hefði alveg mátt halda upp á fullveldisafmælið í Reykja- vík. Víkverji efast allavega ekki um að fleiri hefðu lagt leið sína þangað, enda hún Snorrabúð hvort eð er hálfgerður stekkur. x x x Víkverji á sem sagt völina og kvölina.Það er sennilega hollast að taka síður afstöðu til dægurmála. Það er allavega ekki sönnum golfara sæmandi að vera sífellt að mynda sér skoðanir á pólitískum hitamálum. Hann unir bara vel við sinn hlut, á golfvellinum, ævin- lega við sama heygarðshornið. vikverji@mbl.is Víkverji Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra. (Matteusarguðspjall 18.20) Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Oft hann til úr bréfi bjó. Betri þó úr tré á sjó. Hann er dáta höfuðfat. Á höfði flugfreyjunnar sat. Sigmar Ingason svarar: Bréfbátarigningin – bók eftir Gyrði. Bátur í óskabyr siglir á firði. Freyjurnar í háloftunum festa á sig báta finna má þá líka oft á hausum dáta. Rétt ég tel að ráðin sé nú gáta. Guðrún Bjarnadóttir á þessa lausn: Úr pappír bát ég bjó. Um borð í Húna spjó. Með dátabát faldi fló flugþjónn með bát og hló. Helgi Seljan leysir gátuna þann- ig: Úr bréfi gjörði bátinn sinn, en betri í þetta reyndist eik. Dáta berandi báta finn, brosmildar freyjur eiga leik. Helgi R. Einarsson á þessa lausn: Forðum til úr bréfi bjó, nú bruna á honum kátur. Held ég gruflað hafi nóg. Hér er lausnin bátur. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Úr bréfi oft varð bátur til. Bát úr tré þó frekar vil. Dátar báru bát með sann. Bera flugfreyjurnar hann. Þá er limra: Benóný bátasmiður er búinn að vera, því miður. Lagður var’ann á Landspítalann, og læknar skáru hann upp og niður. Síðan kemur Guðmundur með nýja gátu: Úr sér regni skýin skvetta, skerpir það mitt hugarflug er á kollinn dropar detta. Dettur mér nú gáta í hug: Fjarðarmynni má sá vera. Maður varla nokkur hér. Í þeim rándýr börn sín bera. Á byssuhlaupi jafnan er. Jón S. Bergmann orti: Auður dramb og falleg föt fyrst af öllu þérist og menn sem hafa mör og kjöt meir en almennt gerist. Hjálmar Árnason kvað: Auðvaldskúgun, ill og hörð, orðin nú að vana. Auðnurúin er vor jörð, ef menn trúa á hana. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hvað skulu börn í bát hjá mér? Í klípu BACHELORETTE-ÞÁTTURINN Í HEIMAHÚSI. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA ER FYRRVERANDI KÆRASTINN MINN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... hverful, ef hún er ekki hin eina sanna. ÉG GEF HONUM TVÖ ROP ÉG VONA AÐ ÞÉR HAFI LÍKAÐ MATURINN EKKI SLÆMT BARNIÐ MITT, JÖRÐIN SNÝST!! (KANNSKI ÆTTIRÐU AÐ FELA FLÖSKUGJÖFINA OKKAR…) GOTT – ÞÚ KOMST.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.