Morgunblaðið - 21.07.2018, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018
//////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Tónlist ferðast, það hefur húnalltaf gert, en á örari ogauðveldari hátt nú en áður
fyrr. Frá örófi alda hafa straumar
og stefnur ferðast milli Atlantsála
og heilu heimsálfanna, tekið sér
bólfestu í hafnarbæjum og útnár-
um og lúrt þar, lengi lengi, og erf-
itt að rýna í nákvæmlega hvaðan
þetta kom og hvers vegna. Í dag
er þetta hins
vegar allt frem-
ur auðrekjan-
legt, á tímum of-
urupplýsinga og
stafrænna fót-
spora. Salsa-
tónlistin, hér í
meðförum Íslendinga, er reyndar
sjálf dæmi um þetta, er samsláttur
tónlistarbrota sem koma víðsvegar
vegar að. Stefnan varð reyndar til
norður í New York á sjöunda ára-
tugnum, fyrir tilstilli aðfluttra
Kúbverja og Púertó Ríkó-búa, og
blandast þar saman kúbverskt
„son“ (sem er hristingur hins
spænska canción og afrískrar
ásláttalistar), „latín“-djass og fleiri
stefnur sem væri ógjörningur að
telja upp í ekki lengri grein. Salsa
dreifðist síðan um báðar Amerík-
urnar – og um heim allan á end-
anum.
Þrátt fyrir nafnið skilgreinir
Salsakommúnan sig breitt, tekur í
raun inn alls kyns stefnur frá
Rómönsku Ameríku. Kommúnan
er skipuð ungu tónlistarfólki, vin-
um og félögum úr tónlistarskólum
m.a. og hefur nú verið starfandi í
tæp tvö ár (og fetar í fótspor sam-
landa eins og Bubba, Tómasar R.,
Samúels J. Samúelssonar, Egils
Ólafssonar og Milljónamæringana
svo fáeinir séu nefndir sem hafa
látið sig þennan víða geira varða).
Rok í Reykjavík heitir fyrsta
breiðskífa hennar og innihaldið
níu frumsamin lög eftir meðlimi,
öll í þessum rómanska stíl. Um
leið eru textasmíðarnar undir
áhrifum töfraraunsæisins sem ein-
kennir bókmenntir Suður-Ameríku
og er því hrært saman við grá-
móskulegan, skandinavískan veru-
leika og þessum tveimur ólíku
menningarheimum þannig att
saman. Það er á vissan hátt kími-
legt þegar fólk í norðangarra
reynir sig við sólbakaða takta en
útkoman er oftast forvitnileg – og
á stundum stórskemmtileg (sjá t.d.
Hjálma). Geislaplatan sjálf er þá
hin vandaðasta hvað hönnun varð-
ar og meðlimir skilja það greini-
lega gjörla að smáatriðin skipta
öllu máli. Litir og teikningar und-
irstrika þar súrrealískt texta-
þemað og á útgáfutónleikum var
t.d. boðið upp á kennslu í salsa-
dansi. Auk þess fengu 60 fyrstu
kaupendur plötunnar sérstaka
Salsakommúnu-salsasósu, fram-
leidda af Ó. Johnson & Kaaber.
Snilld!
Platan var tekin upp af
Kommúnumeðliminum Baldvini
Snæ Hlynssyni og Kjartani Kjart-
anssyni og fóru upptökur fram í
Hljóðrita að mestu leyti, og tóku
tvo daga. Platan fæst í Eymunds-
son, Smekkleysu, 12 tónum og
Lucky Records, er einnig á Spotify
og svo er sveitin með fínustu við-
vist á Fésbókinni þar sem hægt er
að nálgast frekari upplýsingar.
Dansinn dunar
Ljósmynd/Hans Vera
» Þrátt fyrir nafniðskilgreinir Salsa-
kommúnan sig breitt,
tekur í raun inn alls
kyns stefnur frá Róm-
önsku Ameríku
Rok í Reykjavík er ný plata með Salsakommúnunni, innihaldið lög undir
ríkum áhrifum frá suðrænni sveiflu eins og nafnið gefur til kynna
Sjóðheit Salsakommúnan ber nafn með rentu og er hér í miklu stuði.
Verkfærakistan góða
„Ég vel mér þann miðil sem mér
finnst henta hugmyndinni best
hverju sinni og get ómögulega gert
upp á milli hvaða listform er mér
kærast. Þetta er svolítið eins og að
vera smiður, eiginlega þúsundþjala-
smiður. Afi minn var þannig karl,
hann smíðaði jafnt úr tré og járni
og gat búið til allt úr öllu og engu.
Mamma er líka sniðug týpa sem
getur lagað allt og saumað allt
mögulegt. Uppeldið og það að horfa
á fólk búa til og laga hluti hafði
mikil áhrif. Ég lít bara svo á að ég
eigi góða verkfærakistu sem ég
bæti reglulega í og nota úr henni
það sem ég þarf,“ segir hún.
Þótt Bjargey búi og starfi í
Reykjavík, dvelur hún oft í útlönd-
um og vinnur að list sinni. Núna er
hún nýkomin af fjöllum, en hún
starfar sem landvörður í Kverk-
fjöllum og Hvannalindum í sumar.
„Áður var ég í Kaupmannahöfn að
undirbúa ljósmyndasýninguna og
einnig að vinna hljóðverk,“ segir
hún og fer nokkrum orðum um til-
urð þess. Hún kynntist nefnilega
hundi, Wookie, sem bjó í sama húsi
og hún.
Listrænar hundshrotur
„Hugmyndin kom raunar þegar
ég sat á kaffihúsi og las viðtal við
dönsku ofurfyrirsætuna Helenu
Christensen í gljásíðutímariti. Þar
talaði hún um hundinn sinn, Kuma,
sem er með augu eins og David Bo-
wie, annað brúnt og hitt blátt. Í
viðtalinu sagðist hún sakna hans
svo mikið þegar hún væri á ferða-
lögum að hún tæki alltaf með sér
upptökur af hrotunum í honum og
spilaði þær þegar hún færi að sofa
á kvöldin til að róa sig. Mér fannst
þetta afbragðs pæling, tók í kjölfar-
ið upp hrotur Wookie og nefndi
verkið „Ef það róar Helenu Chris-
tensen þá getur það róað þig.““
Bjargeyju finnst mikilvægt að
fram komi að hundar sleiki stund-
um á sér nefið í svefni og þá mynd-
ist furðulegt hljóð sem sofandi
mannvera myndar ekki. En til að
gera langa sögu stutta þá keypti
listamaðurinn Goodiepal, vinur
Bjargeyjar, hljóðverkið og skellti
inn í viðvarandi innsetningu sína í
danska Þjóðlistasafninu. Og þar
hafa hrotur Wookie hljómað síðan.
Næst liggur leið fjöllistakon-
unnar til Lófóten í Noregi, þar sem
hún verður í fjórar vikur með frítt
spil í listinni, síðan fer hún til Riga
í Lettlandi til að vinna að ljós-
myndaverkefni, en áætlar að vera
komin heim fyrir jól. Hvert leiðin
liggur síðan er enn óráðið, en
næsta víst að hún verður á vegum
listarinnar.
Svipur Myndin Svipur úr ljósmyndaseríunni Vasaljós er í Þjóðarlistasafni Danmerkur (Statens Museum for Kunst).
Töfralæknir Draumkennd ljósmynd,
sem nefnist Töfralæknir.