Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 32

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 32
32 33 9. 22. mál, breyting á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007. Samþykkt var að Kirkjuráð feli framkvæmdastjóra að annast um að hinar breyttu starfs reglur verði auglýstar í Stjórnartíðindum og kynntar öllum hlutaðeigandi aðilum. 10. 23. mál, þingsályktun um skýrslu um stefnumótun þjóðkirkjunnar. Ályktun kirkjuþings kvað á um að kirkjuráð hafi málið til ákvörðunar um það hvort sviðsmyndir verði nýttar við vinnu við stefnumótun þjóðkirkjunnar. Samþykkt var að kirkjuráð kalli til sín sérfræðinga á sviði sviðsmyndagerða og kynni sér þá hugmyndafræði sem liggur þar að baki til að undirbyggja ákvörðun ráðsins um hvort farin verður þessi leið í stefnumótun þjóðkirkjunnar. Sjá einnig umfjöllun um 270. fund kirkjuráðs í kaflanum: Önnur mál sem kirkjuráð fjallaði um á kirkjuþingsárinu og rétt þykir að gera kirkjuþingi grein fyrir. 11. Tímasetning framhaldsþings. Fram kom tillaga um að framhaldsþing verði haldið laugardaginn 25. febrúar 2017. Tillagan var samþykkt. 12. Nefnd um kirkjuþingskosningar. Lögð var fram kostnaðaráætlun vegna starfs nefndarinnar. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að kostnaður við starfið verði kr. 300.000. Kirkjuráð ályktar að vísa málinu til næsta fundar og gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs. 13. Kynning á frumvarpi til nýrra þjóðkirkjulaga. Lögð var fram kostnaðaráætlun vegna kynningarinnar. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að kostnaður við starfið verði allt að kr. 3.800.000.Kirkjuráð ályktar að vísa málinu til næsta fundar og gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs. Kirkjuþing unga fólksins 2016 Kirkjuþing unga fólksins kemur saman árlega. Hlutverk þess er að ræða stöðu og hlutverk ungs fólks í þjóðkirkjunni og í samfélagi kirkna um heim allan. Þar eiga sæti fulltrúar prófastsdæma Þjóðkirkjunnar og fulltrúar frá KFUM og KFUK. Fulltrúarnir skulu vera á aldrinum 14 til 30 ára og skráðir í þjóðkirkjuna. Kirkjuþing unga fólksins er vettvangur ungs fólks til að hafa áhrif á starfsemi kirkjunnar. Kirkjuþing unga fólksins var haldið á Biskupsstofu hinn 20. maí 2017. Kirkjuþingsfulltrúar voru 15 frá fimm prófastsdæmum, ásamt fulltrúa frá KFUM/K. Hafdís Ósk Baldursdóttir frá Kjalarnesprófastsdæmi var kjörinn forseti þingsins og hún var jafnframt kjörin áheyrnarfulltrúi á kirkjuþing hið almenna. Fimm mál voru á dagskrá og voru lögð fram til kynningar. Málin fjölluðu um Farskóla leiðtogaefna; samræmt námskeið fyrir starfsfólk í æskulýðsstarfi; umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar; sterkari stöðu unga fólksins á kirkjuþingi og skipan starfshóps til endurskoðunar skipulags æskulýðsmála.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.