Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 44

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 44
44 45 2. mál kirkjuþings 2017 Flutt af kirkjuráði Skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar Fjárlög næsta árs og samanburður Í skýrslu þessari er hefðbundið að fjalla fyrst um tekjur þjóðkirkjunnar í frumvarpi til komandi fjárlaga og bera saman við gildandi fjárlög. Nú er hins vegar svo sem kunnugt er uppi sú óvenjulega staða að frumvarp til fjárlaga næsta árs var lagt fram af ríkisstjórn sem síðan féll og situr nú sem starfsstjórn. Þetta veldur auðvitað ákveðinni óvissu en eftir sem áður er ljóst hverjar grunnforsendur þær eru sem gengið var út frá varðandi framreikning á gildandi fjárlagaramma. Þar er miðað við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Hún gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs muni hækka milli áranna 2017 og 2018 um 2%. Það er því sú grunnforsenda sem miðað er við varðandi verðlagsbreytingar fjárlaganna milli ára á öllum rekstrartölum nema launum. Launavísitalan mælir þær breytingar en nú háttar svo til að úrskurðir Kjararáðs eru að baki með umtalsverðum launabreytingum. Kjarasamningar bhm félaga eru hins vegar lausir með viðeigandi óvissu um breytingar launakostnaðar þeirra félaga. Hugsanlegri hækkun á honum skal hins vegar mætt með launabótum í fjárheimildum þannig að hún á ekki að hafa áhrif á fjárhagslega stöðu kirkjunnar. Taflan á næstu bls. sýnir fjárlagafrumvarp 2018 í samanburði við gildandi fjárlagaramma og fjárvöntun til að kirkjujarðasamkomulagið sé uppfyllt og fylgt ákvæðum laga um sóknargjöld o.fl. Gerð hefur verið krafa um að framlög komi á fjáraukalögum ársins vegna þessa svo sem verið hefur síðustu tvö ár hvað varðar kirkjujarðasamkomulagið. Samtals vantar 1.748,2 m.kr. til að staðið sé við gerða samninga af hálfu ríkisins og farið eftir lögum um sóknargjöld o.fl. sem sundurliðast þannig: Til að kirkjujarðasamkomulagið sé virt vantar 497,5 m.kr. á fjárlagaliðinn Biskup Íslands og höfuðkirkjur og 58,1 m.kr. á fjárlagaliðinn Kristnisjóður. Til að fara eftir lögum um sóknargjöld o.fl. vantar 932,8 m.kr. á fjárlagaliðinn Sóknargjöld, 113,3 m.kr. á fjárlagaliðinn Kirkjumálasjóður og 146,5 m.kr. á fjárlagaliðinn Jöfnunarsjóður sókna. Í fjárlagafrumvarp til næsta árs vantar 1.667,6 m.kr. í sama skyni og sú tala er á verðlagi gildandi fjárlaga og á þannig að hækka um 2% með verðlagsbótum og verða 1.701 m.kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.