Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 44

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 44
44 45 2. mál kirkjuþings 2017 Flutt af kirkjuráði Skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar Fjárlög næsta árs og samanburður Í skýrslu þessari er hefðbundið að fjalla fyrst um tekjur þjóðkirkjunnar í frumvarpi til komandi fjárlaga og bera saman við gildandi fjárlög. Nú er hins vegar svo sem kunnugt er uppi sú óvenjulega staða að frumvarp til fjárlaga næsta árs var lagt fram af ríkisstjórn sem síðan féll og situr nú sem starfsstjórn. Þetta veldur auðvitað ákveðinni óvissu en eftir sem áður er ljóst hverjar grunnforsendur þær eru sem gengið var út frá varðandi framreikning á gildandi fjárlagaramma. Þar er miðað við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Hún gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs muni hækka milli áranna 2017 og 2018 um 2%. Það er því sú grunnforsenda sem miðað er við varðandi verðlagsbreytingar fjárlaganna milli ára á öllum rekstrartölum nema launum. Launavísitalan mælir þær breytingar en nú háttar svo til að úrskurðir Kjararáðs eru að baki með umtalsverðum launabreytingum. Kjarasamningar bhm félaga eru hins vegar lausir með viðeigandi óvissu um breytingar launakostnaðar þeirra félaga. Hugsanlegri hækkun á honum skal hins vegar mætt með launabótum í fjárheimildum þannig að hún á ekki að hafa áhrif á fjárhagslega stöðu kirkjunnar. Taflan á næstu bls. sýnir fjárlagafrumvarp 2018 í samanburði við gildandi fjárlagaramma og fjárvöntun til að kirkjujarðasamkomulagið sé uppfyllt og fylgt ákvæðum laga um sóknargjöld o.fl. Gerð hefur verið krafa um að framlög komi á fjáraukalögum ársins vegna þessa svo sem verið hefur síðustu tvö ár hvað varðar kirkjujarðasamkomulagið. Samtals vantar 1.748,2 m.kr. til að staðið sé við gerða samninga af hálfu ríkisins og farið eftir lögum um sóknargjöld o.fl. sem sundurliðast þannig: Til að kirkjujarðasamkomulagið sé virt vantar 497,5 m.kr. á fjárlagaliðinn Biskup Íslands og höfuðkirkjur og 58,1 m.kr. á fjárlagaliðinn Kristnisjóður. Til að fara eftir lögum um sóknargjöld o.fl. vantar 932,8 m.kr. á fjárlagaliðinn Sóknargjöld, 113,3 m.kr. á fjárlagaliðinn Kirkjumálasjóður og 146,5 m.kr. á fjárlagaliðinn Jöfnunarsjóður sókna. Í fjárlagafrumvarp til næsta árs vantar 1.667,6 m.kr. í sama skyni og sú tala er á verðlagi gildandi fjárlaga og á þannig að hækka um 2% með verðlagsbótum og verða 1.701 m.kr.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.