Saga - 2011, Page 5
FOR MÁLI R ITST JÓRA
Landshagir á Íslandi, lauslæti og kynsjúkdómar, Gamli sáttmáli, miðalda-
sagnfræði og rannsóknarstyrkir eru meginviðfangsefni vorheftis Sögu 2011.
Hrefna Róbertsdóttir ríður á vaðið með mikla grein um hagstjórnarstefnu
stjórnvalda og viðreisnaráform um Ísland á 18. öld í ljósi þróunar ullarfram-
leiðslu og handiðnaðar. Grein Hrefnu er byggð á viðamikilli rannsókn henn-
ar á efninu þar sem fléttað er saman greiningu á hugmyndum og gögnum um
ullarframleiðslu á þessu tímabili. Vilhelm Vilhelmsson beinir hins vegar sjón-
um sínum að umræðum um lauslæti og frjálsar ástir í Reykjavík við upphaf
20. aldar, einkum með hliðsjón af skrifum þeirra Ingibjargar Ólafsson og
Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Helgi Skúli Kjartansson vekur svo upp umræðu um
aldur Gamla sáttmála, sem hófst árið 2005 með útgáfu doktorsritgerðar brasil -
ísku fræðikonunnar Patriciu Pires Boulhosa. Magnús Lyngdal Magnússon
svarar umfjöllun Sigurðar Gylfa Magnússonar, um stefnu Rannís og styrk -
úthlutanir til vísindastarfa, sem birtist í síðasta hefti. Þá birtir Saga erindi um
Jón Jóhannesson miðaldafræðing sem flutt voru á samkomu í tilefni aldar -
afmælis hans sumarið 2009, og Viðar Pálsson skrifar ítardóm um nýleg verk
um konungsvald á miðöldum.
Landshagir á Íslandi, lauslæti og kynsjúkdómar, Gamli sáttmáli, miðalda-
sagnfræði og rannsóknarstyrkir. Það er hrein tilviljun að öll þessi viðfangsefni
skuli á einn eða annan hátt tengjast þeirri sögupersónu sem bæði prýðir kápu
heftisins að þessu sinni, ásamt eiginkonu sinni, og er viðfangsefni Spurningar
Sögu. En ef til vill er sú tilviljun ekki svo merkileg í ljósi þess hversu margföld
þessi sögupersóna er, bæði í fortíð og nútíð. Hún heitir Jón Sigurðsson, á tvö-
hundruð ára afmæli nú í sumar og hefur frá upphafi 20. aldar ekki aðeins
verið óþrjótandi rannsóknarefni fræðimanna heldur pólitískt og menningar-
legt viðfangsefni.
Ritdómar og fregnir eru átta talsins og endurspeglar fjöldinn þó ekki
umfang sagnfræðirannsókna síðustu tveggja ára, en vonandi næst að gera
flestum þeim sagnfræðiverkum sem komu út á síðasta ári skil með útgáfu
haustheftis 2011.
Sigrún Pálsdóttir
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage