Saga - 2011, Síða 7
erla hulda halldórsdóttir
er fortíðin öll þar sem hún er séð?*
Myndina hafa þau Ingibjörg einarsdóttir og Jón Sigurðsson látið
taka af sér nýgiftum, ef til vill þegar þau voru komin til kaup -
mannahafnar haustið 1845, og hún gagntók mig þegar ég sá hana
fyrst í bók Guðjóns Friðrikssonar um Jón.1 Myndin hefur augljóst
sögulegt gildi, en það var ekki það sem dró mig að henni heldur var
eitthvað í henni sem truflaði og rauf hugsun mína. Franski bók-
menntafræðingurinn Roland Barthes kallar þessi áhrif punctum í bók
sinni Camera Lucida þar sem hann ræðir hvernig við hugsum um,
bregðumst við og lesum í ljósmyndir. Hann heldur því fram að alla-
jafna skoðum við ljósmyndir út frá því sem hann kallar studium, ein-
hvers konar lærðum, hógværum áhuga sem tekur mið af menntun
og sögulegri þekkingu. Myndir sem höfða til okkar á þann hátt geta
verið áhugaverðar og jafnvel merkilegar, en þær hreyfa ekki endi-
lega við þeim sem horfir. Punctum er aftur á móti það sem birtist
óvænt í myndinni, „skýst út eins og ör, nístir“, skrifar Barthes.
Punctum hefur tilfinningaleg áhrif og truflar hina yfirveguðu skoð un,
studium, þess sem horfir.2
Þannig er myndin af Ingibjörgu og Jóni. Hún sýnir mér eitthvað
annað en ég átti von á, eins og heimild sem dregur mig frá þeim
þægilega farvegi sem ég hafði valið mér. ef til vill vegna þess hvað
mér fannst hún falleg og óþægileg í senn, er gædd báðum þeim
Saga XLIX:1 (2011), bls. 7–11.
F O R S Í Ð U M y N D I N
* Hér er stuðst við grein sem ég skrifaði um þessa ljósmynd árið 2006. Sjá erla
Hulda Halldórsdóttir, „Myndin af Ingibjörgu“, Spunavél handa G.H. 1. febrúar
2006 (Reykjavík: án útg. 2006), bls. 39–46.
1 Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson. Ævisaga I (Reykjavík: Mál og menning 2002),
bls. 363.
2 Roland Barthes, Camera Lucida. Reflections on Photography. Þýð. Richard Howard
(New york: Flamingo 1982), einkum bls. 25–28. Sjá einnig Gunnþórunn
Guðmundsdóttir, „eins og þessi mynd sýnir … Falsaðar ljósmyndir og skáld-
skapur á ljósmynd“, Ritið 4:3 (2004), bls. 28.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage