Saga - 2011, Blaðsíða 8
eiginleikum sem Barthes lýsir svo vel í bók sinni. Falleg vegna þess
að hún er það einfaldlega og hlaðin sögulegri merkingu að auki,
óþægileg af því að við fyrstu sýn er þarna goðsögnin lifandi komin,
goð sögnin um ófríða Ingibjörgu og fríðan Jón. Það er Ingibjörg sem
er mitt punctum í þessari mynd, svipbrigðin, líkamstjáningin,
eitthvað sem erfitt er að færa í orð. Ég hafði um tíma haft uppi á
vegg hjá mér aðra ljósmynd af Ingibjörgu þar sem hún er í stórköfl-
óttum kjól með mittið reyrt og háan barm. Hún er kannski ekki fríð
á þeirri mynd en svipmikil, ákveðin á svip og athugul.3 Það er hróp-
legur munur á þessum tveimur myndum, eins og þetta sé ekki sama
Ingibjörgin, og munurinn á þeim Jóni sker ekki síður í augu.
Ingibjörg er skæld í framan og stíf, með blúnduhúfu eða kappa á
höfði, en Jón svarthærður og úfinn, næstum munúðarfullur, elegant
og afslappaður við hlið hennar; heimsmaður. Þau horfa sitt í hvora
áttina, snertast ekki. engu líkara en tólf ára fjarlægð sé enn á milli
þeirra, fjarlægð sem er ekki aðeins í mælanlegum einingum heldur
einnig menningarleg. kaupmannahöfn andspænis Reykjavík.
Menningin og fásinnið. Ingibjörg er vandræðaleg. Og ég sá engan
ánægjuglampa í augum hennar líkt og Guðjón Friðriksson hafði
gert.4 Mér fannst ég sek um að horfa á Ingibjörgu sem ljótu konuna
sem Jón kvæntist af skyldurækni eftir að hún hafði beðið hans í tólf
ár, þunglynd og skotspónn skólapilta. Orðin áhyggjuefni fjölskyld-
unnar.5 Það var ekki heldur auðvelt fyrir konu að bíða uppi á Íslandi
meðan kærastinn spásseraði um almenningsgarða kaupmanna -
hafnar með jómfrú upp á arminn, eins og Baldvin einarsson hafði
gert fáum árum fyrr og skrifað um í bréfi til kærustunnar sem hann
sveik og elskaði þó svo heitt.6
Baldvin brann í eldi en Jón fékk sýfilis, sem hann hristi af sér, og
kom heim til Íslands árið 1845. Þau Ingibjörg gengu í hjónaband 4.
erla hulda halldórsdóttir8
3 Þessa ljósmynd má t.d. sjá í Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson I, bls. 249.
4 Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson I, bls. 359.
5 Sjá Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson I, t.d. bls. 143, 148, 150, 170–171, 176–177,
205, 225 og 248. einnig Sigríður Sigurðardóttir, „Tólf ár í festum. Af Ingibjörgu
einarsdóttur“, Sagnir 6 (1985), bls. 62–63.
6 Um Baldvin einarsson og kristrúnu Jónsdóttur, bréfasamband þeirra, eilífðarást
og túlkunarfræðileg álitamál hef ég skrifað á öðrum vettvangi, sbr. erla Hulda
Halldórsdóttir, „Baldvin’s Tear. The Materiality of the Past“, Making Sense,
Crafting History. Practices of Producing Historical Meaning. Ritstj. Izabella Agardi,
Berteke Waaldijk og Carla Salvaterra (Pisa: Plus-Pisa University Press 2010), bls.
207–219, og „The Narrative of Silence“, Life Writing 7:1 (2010), bls. 37–50.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage