Saga - 2011, Page 13
Hver/hvað … var/er Jón Sigurðsson?
Afmæli hafa einkum tilefni í sjálfu sér. Þetta er vert að hafa í huga
varðandi söguframleiðslu samtímans, því án afmælishefðarinnar —
ef hugmyndin um hátíðlegan fæðingardag væri ekki til — hefði
örugglega þurft að réttlæta ýmsar framkvæmdir á sviði sagnfræði hér
á landi og víða annars staðar á annan hátt en með því að vísa í daga-
tal; ef til vill finna raunverulegt tilefni til að skrá einhverja tiltekna
sögu eða minnast atburða eða manna. en afmælishefðin er staðreynd
og mikilvægur hluti af menningu okkar, og þess vegna hafa grunn-
skólanemendur skrifað afmælisbarni ársins 2011 — Jóni Sigurðssyni
forseta — bréf, og þess vegna hafa verið og verða settar upp sýningar,
haldin málþing, leikin leikrit, útbúið fræðsluefni, gefin út frímerki og
bók. Margir munu þó líta svo á að afmælið hafi meira en tilgang í
sjálfu sér því minningin um Jón Sigurðsson sem sameiningartákn
þjóðarinnar sé nauðsynleg, ekki síst þegar á móti blæs. Þannig var
ástandið þó ekki á því herrans ári 2007, þegar ákvörðun um hátíðar-
höldin var tekin, og því verður að líta svo á að upphaflegi tilgangur-
inn hafi ekki verið annar en að halda upp á afmælið; valdhafar og
embættismenn þeirra að gegna skyldum sínum og halda í gamlar
hefðir, ef til vill hugsunarlaust. Nema fyrir hyggjan hafi verið slík?
Hvað sem því líður spyr Saga í tilefni afmælishaldanna frekar en
afmælisins: Hver/hvað … var/er Jón Sigurðsson? Svarendur höfðu
þannig val um spurnarfornöfn og tíð sagnarinnar og ekki reyndist
það ástæðulaust því hér endurspeglast afar ólík viðhorf til þess sögu-
lega viðfangsefnis sem Jón Sigurðs son er.
Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum nútímabókmenntum
við Háskóla Íslands
Fólk sem fætt er stuttu eftir lýðveldisstofnun var alið upp af for-
eldrum með rætur í gamla bændasamfélaginu og menntað af fjarska
þjóðernissinnuðum kennurum. Okkur, mér og bekkjarsystkinum
mínum, var kennd goðsögnin um Jón Sigurðsson forseta, sóma
Saga XLIX:1 (2011), bls. 13–52.
S P U R N I N G S Ö G U
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage13