Saga - 2011, Page 14
Íslands, sverð og skjöld, í barnaskólanum á Akureyri, þó nú væri.
við vorum trúrækin og þjóðrækin börn. Samt verð ég að játa að mér
fannst Jón Sigurðsson aldrei koma mér við. Það voru myndir af hon-
um á peningum — sem við áttum ekki — og sautjánda júní voru
hengdar upp stórar myndir af honum undir krosslögðum fánum.
Það var líka stytta af honum á torgi fyrir sunnan. en Jónas Hall -
gríms son var minn þjóðardýrlingur.
er hugsanlegt að þjóðardýrlingur geti verið sumra dýrlingur en
ekki allra? Þjóðardýrlingur þarf að hafa barist fyrir velferð þjóðar
sinnar og fórnað eigin hagsmunum til að vera gjaldgengur sem slík-
ur. Sé hann hæfur til „starfans“ er hann tekinn í dýrlingatölu og
vægi hans staðfest með stórum sem smáum aðgerðum. Þetta segja
þjóðardýrlingasérfræðingarnir Jón karl Helgason og Páll Björnsson
að hafi verið raunin með Jón Sigurðsson. en öfugt við dýrlinga
kirkjunnar eru þjóðardýrlingar „háðir kjósendum sínum“, ef svo má
að orði komast, og þeir eldast misvel.
einhvern veginn virðast konur hafa kunnað verr við Jónsdýrk -
unina en karlar. Þær söfnuðu að vísu fé handa Jóni á meðan hann
lifði, bláfátækar vinnukonur gáfu þar af sínum litlu efnum til að þau
Ingibjörg þyrftu ekki að líða skort í kaupmannahöfn. Þessar konur
hafa áreiðanlega dáð líberalistann Jón Sigurðsson og talið hann bar-
áttumann fyrir þeirra hagsmunum. Margar konur studdu þjóðfrelsis -
baráttuna af lífi og sál, en kannski hefur einhverjum þeirra fundist,
eftir dauða Jóns, að ávinningi baráttunnar væri nokkuð misskipt milli
kynjanna og að sumir væru áfram jafnari en aðrir. kannski hefur ein-
hverjum þeirra líka fundist hlutur Ingibjargar konu hans heldur hræ-
töturslegur í sögunum af lífi og störfum Jóns. Í tólf ár sat hún í festum
á Íslandi. Margar heimildir undirstrika það hve ljót hún hafi verið,
stórskorin og nefstór, og allir nefna hve mikill aldursmunur hafi verið
á þeim hjónum, en Ingibjörg var tæpum sjö árum eldri en Jón.
ekki þurfa þessar lýsingar að koma nokkrum manni á óvart. Það
er minni, eða jafnvel fasti, í sögum af mikilmennum og hluti af
píslar vætti þeirra hve ljótar konur þeirra hafi verið. við munum eftir
konu Sókratesar, hinni ljótu og skaphörðu Xanþippu, og Mette kona
Árna Magnússonar verður ljótari og herfilegri með hverri
leiksýningu af Íslandsklukkunni. venjulega er ekkert sagt um útlit
karlanna, en frá því víkur með Jón Sigurðsson. Allir karlarnir sem
skrifa minningargreinar eftir þau hjón tala um fegurð Jóns. Í einni
minningargrein segir til dæmis: „Jón Sigurðsson var með hærri
mönnum og hinn tígulegasti í allri framgöngu. Hann var hinn
spurning sögu14
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage14