Saga - 2011, Síða 15
fríðasti maður sýnum og hinn höfðinglegasti; hann hafði snjóhvítt
hár allan seinni hluta æfi. Augu Jóns voru svört og hin fegurstu,
skein út úr þeim frábærar gáfur, fjör, blíða, innileg velvild og hjarta-
gæzka en ef hann komst í hita þá voru þau svo snör og hvöss að fáir
fengu móti séð.“1
Hvað eftir annað koma heimildir að því hvernig ungu mennirn-
ir hafi þyrpst utan um hann og myndað eins og einkalífvarðarsveit
foringjans. Sagnfræðingurinn Páll Björnsson spyr í grein um hlut-
verk Jóns Sigurðssonar sem kynjafyrirmyndar íslenskra karlmanna
hvort hann hafi verið samkynhneigður og svarar því játandi. Hann
vísar þá til þess að hið opinbera líf á síðari hluta 19. aldar hafi verið
svið karlmanna einna og byggt á útilokun kvenna, sem vísað var á
svið einkalífsins þar sem þær skyldu nota krafta sína til að styrkja
karlana.2 Á sviði karlanna var „sama kyn“ og það er oft stutt á milli
„karlfélagshyggju“ (e. homosociality) og „karlagirndar“ (e. homoerot-
ism), eins og sést í lýsingunni á fegurð Jóns sem laðaði unga menn
að sér eins og blóm flugur.
Ingibjörg hjúkraði Jóni þrjú síðustu árin sem hann lifði, sjálf
heilsulítil, og tveim dögum eftir að hann dó lagðist hún sjálf fárveik
og dó viku síðar. Um Ingibjörgu látna sagði Indriði einarsson leik-
skáld: „Hún fékk þann eiginmann sem hún hafði einan elskað langa
ævi; hún var vegna gjaforðs síns fremsta konan hjá heilli þjóð. Hún
fékk að vera með þessum manni, að unna honum og bægja frá hon-
um öllum óþægindum í meira en heilan mannsaldur. Hún fékk að
hjúkra honum veikum og loka augunum hans með eigin hendi.
Síðan, þegar hann var dáinn, þurfti hún ekki að lifa lengur sjálf, en
gat lagzt í gröfina við hliðina á honum, sem fyrir henni hafði verið
öll veröldin og lífið. — „ek var ung gefin Njáli, ok hef ek því heitit
honum að eitt skyldi ganga yfir okkur bæði“ — sagði Bergþóra.“3
Páll eggert Ólason verður að bæta um betur í sinni útgáfu af
dauða Ingibjargar og segir að kunnugir menn hafi sagt að hún hefði
ekki getað lifað án Jóns þótt hún hefði verið heil heilsu! Ég get ekki
að því gert að mér verður hugsað til indversku ekkjubrennanna,
hver/hvað … var/er jón sigurðsson? 15
1 „Jón Sigurðsson og Ingibjörg einarsdóttir“, Norðlingur 2. mars 1880, bls. 13–15.
2 Páll Björnsson, „Að búa til íslenska karlmenn: kynjaímyndir Jóns forseta“, 2.
íslenska söguþingið. Ráð stefnu rit I. Ritstj. erla Hulda Halldórsdóttir (Reykjavík:
Sagnfræði stofnun Háskóla Íslands, Sagnfræðingafélag Íslands og Sögufélag
2002) bls., 43–53.
3 Indriði einarsson, „endurminningar um Jón Sigurðsson“, Ísafold 19. júlí 1911,
bls. 178–179.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage15