Saga - 2011, Side 16
„sati“, þegar ég les þessar lýsingar. „Sati“ hefur verið túlkað á marga
vegu; fallega útgáfan segir að hugtakið, sem þýðir „eilífð tryggð“,
vísi til fórnardauða konunnar sem sjálfviljug leggist á bálköstinn, en
ljóta útgáfan segir að ekkjubrennurnar feli í sér aftöku eða morð á
konum sem eru ekki aðeins samfélagslega óþarfar eftir dauða
mannsins heldur koma í veg fyrir að eftirlifendur geti gert sér mat
úr arfinum.
Ég man ekki eftir einu einasta ljóði eða sögu eftir íslenska lista-
konu sem hefur Jón Sigurðsson á stall og vegsamar hann. Slíkt er þó
örugglega til einhvers staðar en hefur bara ekki orðið á vegi mínum.
Fyrsta leikritið eftir konu sem fjallar um Jón frá nýjum og gagn -
rýnum sjónarhóli var „Jón Sigurðsson: maður og foringi“ eftir
Þórunni valdimarsdóttur, sem sýnt var í RÚv 17. júní 1994. Þar er
hiklaust fjallað um sárasótt Jóns árið 1840, en venja hafði verið að
þegja um „ótryggð“ kandídatsins eða fara kringum hana af tillits-
semi við aðstandendur.
Í tveimur nýlegum skáldsögum, báðum afbragðsgóðum, er goð -
sögnin um Jón Sigurðsson afbyggð og gæti það bent til að sé farið
að fjara nokkuð undan þjóðardýrlingsstöðu hans. Í sakamálasögu
Helga Ingólfssonar, Þegar kóngur kom (2009), má rekja glæpinn til
Jóns Sigurðssonar eða réttara sagt til kvenfyrirlitningar hans og mis-
notkunar á konum. Þó að forsetinn sé ekki sýndur í sérlega geðslegu
ljósi í þessari bók, er kannski betra að vera hataður en hunsaður
þegar allt kemur til alls. Í Dauðarósum (1998), annarri bók Arnalds
Indriðasonar, segir frá því að ung, nakin kona finnst myrt að morgni
18. júní í Hólavallargarði við Suðurgötu. Líkið hefur verið lagt í
blómahaf á leiði Jóns Sigurðssonar. Lögreglumaðurinn er lend ur,
sem tilheyrir eftirstríðsárakynslóðinni, er sannfærður um að
staðsetning líksins feli í sér táknræna merkingu, skilaboð, sem teng-
ist þjóðerni Íslendinga, Jóni Sigurðssyni, Hrafnseyri við Arnarfjörð
o.s.frv. eftir miklar rannsóknir og leit finnst morðinginn, en þegar
drengurinn er spurður hvers vegna hann hafi lagt lík stúlkunnar,
sem hann elskaði og drap, í blómin á leiði Jóns Sigurðssonar spyr
hann á móti: Hver var Jón Sigurðsson?
spurning sögu16
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage16