Saga - 2011, Síða 17
Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu
Þegar ég var að alast upp í vestmannaeyjum upp úr miðri síðustu
öld mátti víða sjá myndir af Jóni Sigurðssyni á heimilum. Þá var
lýðveldið Ísland að slíta barnsskónum en við stofnun þess árið 1944
var rykið dustað rækilega af Jóni, hafi eitthvert ryk yfirleitt fallið á
hetjumyndina af honum. Þar með höfum við fyrsta svarið við
spurningunni hver eða hvað er Jón Sigurðsson: Hann er ein mesta
hetja Íslandssögunnar, sjálf frelsishetjan, „Óskabarn Íslands, sómi
þess, sverð og skjöldur“. Það sýndi fólk með því að hengja mynd af
honum á vegg. Hann var orðinn hetja í lifanda lífi og eftir dauða
hans var hetjuímyndinni viðhaldið með margvíslegum hætti.
Fæðingardagur hans var gerður að þjóðhátíðardegi, stofnun Há -
skóla Íslands miðuð við sama dag og fleira mætti telja. Síðustu
skiptin sem hann kom til Íslands voru honum haldnar veislur, kvæði
ort og mikið um dýrðir. Jarðarför hans og Ingibjargar konu hans,
vorið 1880, var einstök athöfn með tónlistarflutningi, minningar -
ljóðum og mikilli sorgargöngu. Fáir Íslendingar hafa verið kvaddir
með jafn virðulegum hætti og þau hjónin. Það er svo spurning
hvernig hetjan Jón varð til, hvort hún hafi átt og eigi rétt á sér og
hvers vegna einn karlmaður var gerður að eins konar „pater familias“
þjóðarinnar sem horfir á okkur, bjartur yfirlitum, úr búðargluggum
17. júní, af vegg í þingsal Alþingis og ofan af stallinum á Austurvelli.
Sverrir kristjánsson sagnfræðingur vakti máls á því í útvarpsþætti
endur fyrir löngu að það væri athyglisvert að Jón horfði beint á
þinghúsið í stað þess að snúa baki í það eins og títt er um þjóðhetjur
og þjóðhöfðingja í öðrum löndum. Hvað táknar það? Áminning til
þingsins eða hvað? Spaugstofan hefur margsinnis nýtt sér Jón í
umfjöllun um hrunið, þar sem aumingja Jón á ekki orð yfir því
hvernig komið er fyrir óskabarni hans, frjálsri íslenskri þjóð.
Jón var búsettur í kaupmannahöfn lengstan hluta fullorðins -
áranna og þótt duglegur væri átti hann marga samherja, konur og
karla, sem unnu þjóðina til fylgis við sjálfstæðisbaráttuna heima
fyrir með fundum, bréfaskriftum og blaðaútgáfu. Í þeim hópi voru
hjónin Hólmfríður Þorvaldsdóttir, sem kvenna mest vann að því að
koma nýjum þjóðbúningi (skautbúningnum) í gagnið, og Jón Guð -
mundsson ritstjóri sem gaf út Þjóðólf áratugum saman. Skautbún -
ingur kvenna var að mínum dómi hluti af sköpun þjóðarvitundar,
og því þyrfti að skoða hlut kvenna í sjálfstæðisbaráttunni betur. Af
hver/hvað … var/er jón sigurðsson? 17
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage17