Saga - 2011, Page 18
hverju er þessa fólks og margra annarra ekki minnst sem hluta af
merkri hreyfingu? Jón Sigurðsson lenti í minnihluta í fjárkláðamál-
inu og var hunsaður þegar haldið var upp á þjóðhátíðina 1874.
Hann var ekki alltaf jafn vinsæll. Sjálfstæðisbarátta er ekki, frekar en
önnur barátta, verk eins manns heldur hreyfingar, en einhvern veg-
inn gerðist það og gerist enn að einn einstaklingur verður tákn-
gervingur baráttunnar og aðrir gleymast.
Það var greinin „Tólf ár í festum: af Ingibjörgu einarsdóttur“1
sem fyrst vakti mig fyrir alvöru til umhugsunar um Jón og sögu
hans, fyrir utan hvað ég var hneyksluð á hetjusögu Páls eggerts Óla-
sonar (sjá síðar) sem var lesefni í sagnfræði við Háskóla Íslands á
sínum tíma. Þar til greinin um Ingibjörgu birtist hafði því lítt verið
haldið til haga að Jón var trúlofaður mjög lengi og að heitmey hans,
Ingibjörg, beið og beið og var að verða 41 árs þegar Jóni þóknaðist
að koma heim og kvænast henni. Hvað bjó þar að baki? Hafði hann
engan áhuga á henni? voru það miklar annir eða kannski aðrar kon-
ur sem við vitum ekkert um? veikindi? Hann komst ekki hjá því að
sigla til Íslands vegna stofnunar Alþingis sem ráðgjafarþings 1845,
og þar með varð hann líka að standa við heit sín við Ingibjörgu, sem
reyndist honum hin besta kona.
Það er athyglisvert að skoða hvernig Ingibjörg þvælist fyrir hetju-
myndinni af Jóni því greinilega sést í samtímaheimildum og hjá
ýmsum þeim sem um Jón hafa fjallað síðar að hún hafi ekki verið
honum samboðin. Hún kemur við sögu á þremur blaðsíðum af 460 í
bók Páls eggerts um Jón, auk þess sem fram kemur um hana í eftir-
mála.2 veturinn 1979–1980 var ég við nám í kaupmannahöfn. Þann
vetur var fræðimaðurinn Lúðvík kristjáns son í Jónshúsi um tíma og
skoðaði ýmislegt tengt Jóni Sigurðssyni. Hann rakst á bréf frá
Ingibjörgu og hvíslaði því að mér, hálf miður sín, að hún hefði varla
verið skrifandi. Ingibjörg fékk áreiðanlega ekki mörg tækifæri til að
æfa sig í skrift fremur en margar aðrar konur og kannski litla kennslu.
Mjög miklar heimildir eru til um Jón Sigurðsson. Hann skrifaði
reiðinnar býsn af bréfum til vina og samherja, gaf út Ný félagsrit og
svo eru ræðurnar sem hann hélt á Alþingi. Hans og Ingibjargar er
víða getið í bréfum til og frá öðru fólki og í nokkrum ævisögum.
spurning sögu18
1 Sigríður Sigurðardóttir, „Tólf ár í festum: af Ingibjörgu einarsdóttur“, Sagnir 6
(1985), bls. 62–67.
2 Páll eggert Ólason, Jón Sigurðsson – foringinn mikli. Líf og landssaga (Reykjavík:
Ísafold 1946), bls. 29, 42 og 129. Bók þessi er samþjappað efni úr heildarverki
höfundar sem kom út 1929–1933.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage18