Saga - 2011, Side 19
eflaust eiga nokkrar þeirra heimilda sinn þátt í neikvæðri mynd af
Ingibjörgu við hlið hetjunnar. Benedikt Gröndal fjallar um þau hjón-
in Jón og Ingibjörgu í Dægradvöl og ber hann Jóni vel söguna.3
Ingibjörg var hins vegar í litlum metum hjá honum, m.a. vegna þess
að hún reyndi að „bjarga“ ungri stúlku úr klóm Benedikts og hafði
vissulega ástæðu til, að mínum dómi, vegna drykkjuskapar hans.
Guðrún Borgfjörð, sem var heimagangur hjá Hólmfríði og Jóni rit-
stjóra í Aðalstrætinu, nefnir Jón og Ingibjörgu nokkrum sinnum í
æviminningum sínum og segir: „Mikið var Jón Sigurðsson ljúfur og
lítillátur, en frúin var allt öðru vísi. Hún sýndist vera svo köld og
stór upp á sig sem kallað er.“4 Hvað er nú satt og rétt?
Ævisögur Jóns Sigurðssonar eru nokkrar og er forvitnilegt að
skoða hvernig myndin af honum hefur breyst í samræmi við stefnur
og strauma í sagnfræði. Ævisaga Páls eggerts Ólasonar sem fyrr var
nefnd, Jón Sigurðsson – foringinn mikli, er sannkölluð hetjusaga eins
og titillinn ber með sér. Páli eggerti var mikið í mun að gljáfægja
myndina af Jóni. Sá orðrómur gekk að langvarandi veikindi Jóns árið
1840 stöfuðu af því að hann hefði verið með kynsjúkdóm. Páll eggert
taldi sig kveða þann orðróm endanlega niður í lok bókar sinnar, enda
passaði hún alls ekki inn í þá mynd sem hann dró upp af Jóni. Hann
segir frá því að bréfasafn Gísla Hjálmarssonar læknis, sem þá var
nýkomið til Landsbókasafnsins, afhjúpi sannleikann. Í september
1840 skrifaði Jón Sigurðsson Gísla vini sínum um sögusagnirnar:
„Það gleður mig samt, að þeir sem mér þykir mest undir komið, trúa
því ekki, stúlkan mín (þ.e. Ingibjörg einarsdóttir) og byskupinn (þ.e.
Steingrímur Jónsson), og mega þá hinir „plúðra“ (þ.e. þvaðra) eins
og þeir vilja, hvort eg get nokkurn tíma sannfært þá um lygina eða
ekki“. Að lokinni þessari tilvitnun skrifar Páll eggert: „Með þessu er
þá sá orðrómur kveðinn niður eftir 106 ár.“5 en sú var nú hreint ekki
raunin því sagan um kynsjúkdóminn stingur víða upp kolli, en fal-
lega talar Jón um Ingibjörgu: „stúlkuna sína“.
Bækur Guðjóns Friðrikssonar um Jón6 sýna margar hliðar á hon-
um: dugnaðarforkinn, stjórnmálaforingjann, frekjuna, gestgjafann,
hver/hvað … var/er jón sigurðsson? 19
3 Benedikt Gröndal, Dægradvöl. Æfisaga mín (Reykjavík: Bókaverslun Ársæls
Árnasonar 1923), bls. 274–277.
4 Guðrún Borgfjörð, Minningar. Útg. Agnar kl. Jónsson (Reykjavík: Hlaðbúð
1947), bls. 37.
5 Páll eggert Ólason, Jón Sigurðsson — foringinn mikli, bls. 460.
6 Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson. Ævisaga I og II (Reykjavík: Mál og menning
2002–2003).
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage19