Saga - 2011, Síða 20
frændann og erindrekann, sem ásamt Ingibjörgu var á eilífu snatti
út um borg og bý að kaupa tölur og tvinna eða til að sinna hvaða
erindum og beiðnum öðrum sem fólki á Íslandi datt í hug að biðja
þau hjónin um. Guðjón varpar mun jákvæðara ljósi á Ingibjörgu en
ýmsir aðrir, konuna sem rak nánast félagsheimili í kaupmannahöfn
með sífelldum gestagangi og púnskvöldum, auk þess sem þau hjón-
in hýstu stúdenta úr frændliðinu og ólu upp fósturson. Meðal ann-
ars kemur fram að Ingibjörg hafði áhuga á kvenréttindum og ræddi
kenningar Johns Stuarts Mill í bókinni um Kúgun kvenna (kom út
1870 í Danmörku), sem Jóni leist ekki allskostar á.7 Jón, sem var
frjálslyndur maður í stjórnmálum, hafði lítinn áhuga á kvenréttind-
um eins og flestir karlar af hans kynslóð, en Ingibjörg fylgdist greini-
lega með hugmyndastraumum tímans. Hvort þeirra hjóna var
meira í takt við tímann?
Nú síðast leiddi Helgi Ingólfsson rithöfundur Jón inn á sögusvið
skáldsögunnar Þegar kóngur kom (2009) þar sem hann lætur Jón lenda
í ævintýri með ungri konu. Það hefði einhvern tíma þótt saga til
næsta bæjar að persóna Jón Sigurðssonar væri notuð af slíkri léttúð.
Það hefur þó ekki vakið nein sérstök viðbrögð mér vitanlega og sýnir
það væntanlega að Jón er ekki lengur gullhúðaður og ósnertanlegur,
heldur mannlegur og til skoðunar á allan mögulegan hátt.
Myndin af Jóni hefur því breyst úr því að vera ósnertanleg hetju-
ímynd hins hvíthærða, laglega foringja, með hönd undir kinn, í mynd
af duglegum stjórnmálamanni sem átti samherja og andstæð inga,
sýndi sanngirni og yfirgang, vann að fræðistörfum og merkri útgáfu
sem við verðum honum ævinlega þakklát fyrir og barðist fyrir fram-
förum og nýjum hugmyndum í stöðnuðu samfélagi. en hann var líka
vinur, gleðimaður, frændi og maðurinn hennar Ingi bjargar.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor í mannfræði við Há -
skóla Íslands
Ég get miklast af því að ég sonur þinn er
Úr Íslandsvísum Jóns Trausta
Flest samfélög eiga sér sögur um hvaðan þau koma og hvernig þau
urðu til. Slíkar sögur svara mikilvægum spurningum um uppruna
manna, en eru einnig aðferð sem menn nota til að aðgreina samfélag
sitt frá öðrum samfélögum og undirstrika sérstöðu sína og tilveru-
spurning sögu20
7 Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson II, bls. 443.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage20